Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. Innlent 25. september 2022 13:49
„Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. Veður 25. september 2022 13:27
Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. Innlent 25. september 2022 13:15
Veðurvaktin: Rauða viðvörunin dottin úr gildi Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum í dag. Veður er víða farið að versna en líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragðsaðilar eru á tánum og var hættustig almannavarna virkjað í gær. Innlent 25. september 2022 09:28
Mikið hvassviðri og alls konar foktjón Mikið hvassviðri var á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn lögreglu fuku hlutir í öllum hverfum, þar á meðal þakplötur, girðingar og fellihýsi. Veður versnar með deginum á austfjörðum þar sem rauð viðvörun er í gildi. Innlent 25. september 2022 08:25
„Algjör eyðilegging“ vegna Fionu Hitabeltisstormurinn Fiona hefur valdið mikilli eyðileggingu á húsum og vegum á Atlantshafsströnd Kanada. smábæjar á Nýfundnalandi segir algjöra eyðileggingu hafa átt sér stað í bænum Erlent 24. september 2022 21:48
Búist við mikilli ölduhæð Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land næsta sólarhringinn. Varað er við því að samhliða veðrinu geti ölduhæð orðið mikil norðan og austan af landinu. Innlent 24. september 2022 20:50
Trampólínin á leiðinni inn og vetrardekkin á leið undir björgunarsveitarjeppana Björgunarsveitir á Austurlandi eru byrjaðir á að undirbúa sig undir ofsaveður sem von er á á morgun. Trampólínum í görðum hefur snarfækkað í dag, að minnsta kosti í Neskaupstað. Innlent 24. september 2022 19:59
„Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. Innlent 24. september 2022 18:12
Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. Veður 24. september 2022 16:27
Kröpp lægð og gular viðvaranir um allt land Fyrsta haustlægðin lætur að sér kveða þessa dagana en gular veðurviðvaranir taka gildi víða um land í kvöld og vara fram að mánudegi. Búist er við suðvestan hvassviðri eða stormi undir kvöld með snörpum vindhviðum. Veður 24. september 2022 08:22
Gular viðvaranir gefnar út vegna hvassviðrisins um helgina Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á vestur- og norðurhluta landsins vegna hvassviðrisins sem skellur á landið annað kvöld. Veður 23. september 2022 09:48
Vaxandi suðvestanátt á morgun og stormur seint um daginn Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, strekkingi norðvestanlands en annars hægum vindi. Víða verður léttskýjað, en skýjað með köflum vestanlands. Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig. Veður 23. september 2022 07:12
Norðvestan gola, skúrir og fremur svalt Veðurstofan spáir norðvestan golu eða kalda í dag, skúraleiðingum og og fremur svölu veðri. Hitinn kemst þó líklega í þrettán til fjórtán stig á Suðausturlandi þegar best lætur. Veður 22. september 2022 07:22
Miklar hitasviptingar gætu fylgt haustlægð um helgina Hiti gæti náð tuttugu gráðum einhvers staðar á Austurlandi þegar haustlægð nálgast landið á laugardag. Á aðfaranótt sunnudags fara hins vegar kuldaskil yfir landið og gæti hitinn þá snarlækkað. Innlent 21. september 2022 08:44
Hiti að fjórtán stigum Reikna má með hægviðri á landinu í dag, en sunnan fimm til tíu metrum á sekúndu með austurströndinni. Veður 21. september 2022 07:11
Rigning með köflum og áfram hlýtt Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, yfirleitt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu, en að tíu metrum á sekúndu við suður- og vesturströndina. Má búst við rigningu með köflum, en bjartviðri austanlands fram á kvöld. Veður 20. september 2022 07:08
Suðlægar áttir og vætusamt í dag og á morgun Suðlægar áttir verða ríkjandi með nokkuð vætusömu veðri bæði í dag og á morgun, einkum sunnan og vestantil. Þó má einnig gera ráð fyrir rigningu norðaustantil seint í dag og fram eftir kvöldi. Veður 19. september 2022 06:54
Allt að fimmtán stiga hiti í dag Spáð er suðaustan átt þrír til tíu metrar á sekúndu í dag en hitinn verður um tíu til fimmtán gráður á suðvesturströndinni undir hádegi. Heldur hvassara verður í kvöld. Veður 18. september 2022 08:12
Þykknar upp og smá skúrir á víð og dreif síðdegis Veðurstofan spáir að fremur hæg, vestlæg og suðvestlæg átt muni leika um landið og að smám saman muni þykkna upp og verða smá skúrir á víð og dreif síðdegis. Þó má reikna með bjartviðri á Suðausturlandi. Veður 16. september 2022 07:08
Víða rólegheitaveður með talsverðu sólskini Vaxandi hæðarhryggur er nú yfir landinu sem er uppskrift að rólegheitaveðri með talsverðu sólskini. Má þannig reikna með hita á bilinu fjögur til tólf stigum. Veður 15. september 2022 07:08
Úrkoma á austanverðu landinu og hlýjast sunnantil Reikna má með norðanátt í dag, yfirleitt golu eða kalda. Dálítil væta á norðaustanverðu landinu og skúrir á víð og dreif suðaustanlands, en bjart með köflum á Suðvestur- og Vesturlandi. Veður 14. september 2022 07:08
Snýst í norðlæga átt Veðurstofan spáir að það snúist í norðlæga átt með þremur til tíu metrum á sekúndu. Reikna má með smávætu norðan- og austanlands í dag, en léttir smám saman til syðra. Veður 13. september 2022 07:11
Milt í veðri og hiti að sautján stigum Veðurstofan spáir fremur rólegu veðri framundan og þar sem reikna má með sólarglennum í flestum landshlutum. Veður 12. september 2022 07:06
Sól fyrir sunnan en rok og rigning á Norður- og Austurlandi Helgarlægðin er nú gengin yfir landið og komin suðaustur á mið. Búast má við örlitlu roki með súld norðan- og austanlands í dag en úrkoma mun minnka þegar líður á daginn. Veður 11. september 2022 07:38
Sendir úrkomusvæði yfir stóran hluta landsins í dag Lægð er nú stödd vestur af Reykjanesskaga og sendir hún úrkomusvæði sitt yfir stóran hluta landsins í dag. Veður 9. september 2022 07:19
Aldrei fleiri veðurviðvaranir að sumarlagi fyrr en nú Frá því að Veðurstofa Íslands tók upp litakóðunarkerfi sitt fyrir veðurviðvaranir hafa aldrei fleiri viðvaranir verið gefnar út að sumarlagi en sumarið í ár. Innlent 8. september 2022 10:19
Suðlæg átt og sólríkast á Austurlandi Veðurstofan spáir suðlægri átt í dag þar sem víða verðir þrír til átta metrar á sekúndu, skýjað með köflum og stöku skúrir. Veður 8. september 2022 07:16
Hægir vindar og víða bjartviðri Veðurstofan spáir hægum vindum og víða bjartviðri í dag, en sums staðar þokubökkum við sjávarsíðuna og dálítilli rigningu suðaustantil síðdegis. Veður 7. september 2022 07:10
Áframhaldandi blíðvirði og hlýtt Veðurstofan spáir áframhaldandi blíðviðri, björtu og hlýju veðri að deginum, en þó heldur meira skýjuðu þegar líður á vikuna. Hiti verður tíu til tuttugu stig yfir daginn þar sem hlýjast verður inn til landsins. Veður 6. september 2022 07:44