Veður

Veður


Fréttamynd

„Varasamt ferðaveður“ í dag

Í dag er spáð allhvassri eða hvassri norðaustanátt og éljagangi á norðvestanverðu landinu. Varasamt ferðaveður og líkur á að færð spillist þar. Þá á að hvessa enn frekar á morgun, sunnudag, og eru gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi.

Veður
Fréttamynd

Sundhöll Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku

Selfyssingar eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir að útilaugin og heitu pottarnir í Sundhöll Selfoss opni aftur en þar hefur verið lokað í að verða mánuði vegna skorts á heitu vatni. Verði áfram frosthörkur eða einhverjar bilanir komi upp gæti þurft að loka íþróttahúsunum og skólum líka í bæjarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Kaldasti desember á landinu í hálfa öld

Desembermánuður var sá kaldasti á landsvísu frá árinu 1973. Í Reykjavík hafði meðalhitinn ekki mælst jafn lágur í heila öld. Þrátt fyrir samgöngutruflanir vegna snævar og hvassviðri í seinni hluta mánaðarins var úrkoma víða sú minnsta sem mælst hefur í áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Kaldasti desember í meira en hundrað ár

Ríflega hundrað ára kuldamet féll í Reykjavík í desember en hann var síðast kaldari árið 1916. Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif loftslagsbreytinga en vissulega hafi verið miklar öfgar í veðri síðustu tvo mánuði.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki huglægt mat“

Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi Al­manna­varna af­létt

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu aflýst óvissustigi Almannavarna á svæðinu. Sömuleiðis hefur samhæfingarstöð Almannavarna sem opnuð var í nótt, verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Skjótt skipast veður í lofti

Snjó kyngir nú niður á höfuðborgarsvæðinu og víða er lítið skyggni. Ofanhríð hófst upp úr klukkan tvö en fram að því hefur veður verið hið bærilegasta. Skjótt skipast veður í lofti, eins og þar segir. 

Veður
Fréttamynd

Brennur stað­festar með fyrir­vara

Brennufundur var haldinn rétt í þessu í Skógarhlíðinni þar sem ákveðið var að áramótabrennur megi fara fram í dag samkvæmt fyrri áætlun. Þó er fyrirvari til staðar vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

„Slapp vel til“

Ekki hefur ræst úr óveðri á höfuðborgarsvæði og Suðvesturlandi. Appelsínugul viðvörun var tekin úr gildi í morgun og eru nú aðeins gular viðvaranir í gildi. Búist er við bærilegu veðri í kvöld á suðversturhorninu en hvessir eftir miðnætti. Þjóðvegi hefur verið lokað á milli Hellu og Kirkjubæjarklausturs. 

Veður
Fréttamynd

Appel­sínu­gul við­vörun og Vega­gerðin í við­bragðs­stöðu

Gefnar hafa verið út viðvaranir á Suður- og Vesturlandi vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun var í gildi frá klukkan 7 til klukkan 10 í dag, á Suðurlandi. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi og Vesturlandi. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra vegalokana á Suður- og Suðvesturlandi. 

Veður
Fréttamynd

Ísþoka við Elliðaár í 25,3 stiga gaddi

Frostið í Víðidal í Reykjavík í dag mældist mest 25,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Þetta er mesta frost í borginni í kuldkastinu til þessa en fáheyrt er að svo mikill kuldi mælist innan borgarmarkanna. 

Innlent