Vatnavextir og leysingar setja samgöngur sums staðar úr skorðum Vatnavextir og leysingar undanfarið hafa víða sett samgöngur úr skorðum hér á landi. Skeiða- og Hrunamannavegi hefur þannig verið lokað við Stóru-Láxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag. Innlent 14. febrúar 2023 07:02
Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. Innlent 13. febrúar 2023 22:11
Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. Innlent 13. febrúar 2023 21:15
Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. Innlent 13. febrúar 2023 19:42
Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. Innlent 13. febrúar 2023 17:51
„Okkar menn segja að þeir hafi ekki séð þetta áður svona mikið“ Varað hefur verið við miklum vatnavöxtum á Vesturlandi og Vegagerðin varar við slæmum akstursskilyrðum víða. Samskiptastjóri segir þetta umfangsmikið og að þeirra menn hafi ekki áður séð jafn mikla vatnavexti. Ræsi ráða ekki við vatnsflauminn og Dölunum sé allt undir. Innlent 13. febrúar 2023 15:45
Hætta á að skriðuspýjur fari á vegi Veðurstofan varar við skriðuhættu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða mikilli úrkomu og leysingum. Skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni telur ekki hættu á að skriður falli í byggð en að einhverjar spýjur gætu farið á vegi. Innlent 13. febrúar 2023 12:11
Sunnan hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Landsmenn mega reikna með sunnan hvassviðri eða stormi í dag Rigning verður um sunnan- og vestanvert landið en yfirleitt þurrt norðan- og austanlands. Veður 13. febrúar 2023 07:13
Næsta lægð kemur strax í kvöld Gular stormviðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra í nótt og verða í gildi fram eftir degi á morgun. „Nú er bara næsta lægð á leiðinni,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Innlent 12. febrúar 2023 14:07
Óvissustigi Almannavarna aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra hefur aflýst óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum. Innlent 12. febrúar 2023 11:18
Búið að aflýsa nánast öllu flugi Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst. Mikil röskun er á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Búið er að aflýsa nánast öllum flugferðum á Keflavíkurflugvelli. Innlent 11. febrúar 2023 14:21
Veðurvaktin: Sumarhúsið í Kjósinni mesta tjónið í dag Veðurviðaranir eru í gildi á landinu öllu, annaðhvort gular eða appelsínugular. Mikið hvassviðri var á landinu og stóðu Björgunarsveitir í ströngu í allan dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar varð blessunarlega lítið tjón utan sumarhúss í Kjósinni sem gjöreyðilagðist í vindhviðunum. Innlent 11. febrúar 2023 14:01
Víða frestað vegna veðurs Lægðir ganga af miklum krafti yfir landið og hefur veðrið áhrif á nokkra af fyrirhuguðum íþróttaviðburðum helgarinnar. Sport 11. febrúar 2023 14:00
Hús í Kjósinni fór í sundur Hús við Meðalfellsvatn í Kjós fór í sundur í hvassviðrinu nú skömmu fyrir hádegi. Innlent 11. febrúar 2023 12:29
Loka endurvinnslustöðvum vegna veðurs Lokað verður á endurvinnslustöðvum Sorpu í Ánanaustum og við Breiðhellu í dag vegna veðurs. Innlent 11. febrúar 2023 11:45
Gera megi ráð fyrir mjög öflugum hviðum Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun vegna hvassviðris. Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir og samhæfingarstöð verður virkjuð klukkan 12:00 á morgun. Veðurfræðingur biður fólk um að sýna aðgát. Innlent 10. febrúar 2023 23:21
Póstberi vekur athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbæ Póstberinn Lorenz hefur vakið athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbænum en hann hefur til viðbótar við póstburð aðstoðað fólk við að komast til vinnu í snjóþunganum. Lorenz segir að fólk mætti vera duglegra að hjálpa náunganum. Innlent 10. febrúar 2023 19:30
Óvissustig Almannavarna vegna veðurs Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjóra lýst yfir óvissustigi Almannavarna á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna veðurs sem fram undan er. Innlent 10. febrúar 2023 18:21
Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. Innlent 10. febrúar 2023 14:23
Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. Innlent 10. febrúar 2023 10:25
Allhvöss sunnanátt, rigning og má reikna með vatnselg á götum Veðurstofan spáir allhvassri sunnanátt með rigningu eða slyddu um sunnan- og vestanvert landið í dag, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan fram eftir degi. Veður 10. febrúar 2023 07:10
„Alltaf brælur í kortunum, lægðagangur og ógeð“ Loðnuvertíðin er að fara á fulla ferð þessa dagana og styttist í að loðnan verði hæf til frystingar á Japansmarkað. Síendurteknar brælur eru hins vegar í veðurkortunum og gætu hamlað veiðum. Viðskipti innlent 9. febrúar 2023 21:00
Hlánun í fyrramálið og talsvert um vatnselgi Snemma í fyrramálið mun hlána nokkuð hratt með rigningu og þá mun nýr snjór bráðna auðveldlega. Snjóa á víðast hvar um landið í nótt og mun nýi snjórinn bráðna auðveldlega. Veður 9. febrúar 2023 10:51
Útlit fyrir skaplegt verður eftir hádegi en hvessir í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir að það dragi úr vindi og úrkomu með morgninum og að útlit sé fyrir skaplegasta veður á landinu um og eftir hádegi. Vindur verði ekki nema suðvestan fimm til þrettán metrar á sekúndu seinni partinn, þurrt um allt land og hiti um eða undir frostmarki. Veður 9. febrúar 2023 07:11
Gildi TF-SIF seint metið til fulls Ísland er harðbýlt og þjóðin hefur þurft að takast á við margþættar áskoranir tengdar náttúruvá. Slíkt umhverfi kallar á sterka innviði til þess að tryggja almannaöryggi og að efnahagsstarfsemi verði ekki fyrir skakkaföllum. Náttúruhamfarir, svo sem eldgos, ofanflóð og óveður, geta valdið miklu tjóni með litlum fyrirvara og reynt verulega á þanþol innviða. Skoðun 9. febrúar 2023 07:01
Þrjár flugvélar þurftu að hætta við lendingu í Keflavík Snúa þurfti við þremur flugvélum sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í kringum klukkan 14 í dag. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að lélegt skyggni sé á flugvellinum og þess vegna hafi vélunum verið snúið við. Innlent 8. febrúar 2023 14:54
Víða éljagangur og hvasst suðvestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag en heldur hvassara við suður- og suðvesturströndina. Veður 8. febrúar 2023 06:58
Allt hafi farið tiltölulega vel í hvellinum sem kom og fór hratt Óveðrið sem gekk yfir landið í morgun virðist vera að renna sitt skeið og er reiknað með að óvissustigi almannavarna verði aflétt fljótlega eftir hádegi. Áfram er þungfært á vegum víða um land en flugsamgöngur eru að komast í eðlilegt horf. Almannavarnir þakka fyrir að fáir hafi verið á ferð. Innlent 7. febrúar 2023 12:29
Veðurvaktin: Búið að opna Þrengsli og stefnt á opnun Hellisheiðar Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nú fyrir hádegi, nema á Vestfjörðum þar sem gul viðvörun er í gildi. Veðurstofa spáir skammvinnu ofsaveðri, frá klukkan 6 á suðvesturhorninu en á Norður- og Austurlandi taka viðvaranir gildi frá 7 til 9. Innlent 7. febrúar 2023 06:11
„Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“ Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir. Veður 6. febrúar 2023 23:10