Suðlægt átt, bjart og hvasst með fjöllum norðantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu á sunnanverðu landinu, en tíu til fimmtán metrum á sekúndu fyrir norðan og jafnvel hvassara í vinstrengjum við fjöll. Veður 1. mars 2023 07:18
Snýst í suðvestanátt eftir hádegi með skúrum eða slydduéljum Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði suðlæg átt, átta til fimmtán metrar á sekúndu, í dag með rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu. Reikna má með það verði hægari og bjart að mestu austan- og norðaustantil. Veður 28. febrúar 2023 07:09
Von á norðurljósaveislu í kvöld Geimveðursetur NOAA í Boulder í Colorado hefur undanfarin sólarhring sent frá sér fjölmargar tilkynningar um nokkuð öflugan sólstorm inn í segulsvið jarðar. Von er á kraftmikilli norðarljósasýningu í kvöld. Innlent 27. febrúar 2023 18:25
Mild suðlæg átt í kortunum Spáð er mildri suðlægri átt á landinu í dag, viða fimm til þrettán metrar á sekúndu. Búast má við súld eða dálítilli rigningu á köflum en þurru og björtu veðri á norðaustanverðu landinu. Veður 27. febrúar 2023 07:49
Veðrið stríðir skíðaþyrstum fjölskyldum í miðju vetrarfríi Tvö vinsælustu skíðasvæði landsins eru lokuð í dag vegna veðurs á sama tíma og flestar fjölskyldur landsins eru í vetrarfríi en mikil hlýindi eru á landinu öllu. Forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir lægðirnar hafa verið fullmargar það sem af er ári. Rekstrarstjóri skíðasvæða Bláfjalla segir veturinn hafa verið svakalegan. Báðir eru þó bjartsýnir, ekki síst fyrir páskana. Innlent 26. febrúar 2023 15:00
Metdagur í gær en tuttugu metrar í kortunum Metfjöldi heimsótti Hlíðarfjall á Akureyri í gær. Vetrarfrí í skólum standa yfir og höfðu fjölmargir skíðaáhugamenn lagt leið sína norður. Hvessa tók í dag og loka þurfti skíðasvæðinu snemma. Gert er ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á morgun. Innlent 25. febrúar 2023 17:56
Stormur á Norðurlandi og varað við grjóthruni Í dag er spáð sunnan hvassviðri og stormi norðvestantil á andinu, einkum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum framan af degi. Vegagerðin varar við grjóthruni og brotholum á vegum. Veður 25. febrúar 2023 09:53
Brúnni lokað og bræður læstir inni Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi. Innlent 24. febrúar 2023 19:10
Stefnir í storm á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum Landsmenn mega búa sig undir að það bæti hægt í vind í dag og verði sunnan átta til þrettán metrar á sekúndu um hádegi og fimmtán til 23 metrar á sekúndu um miðnætti. Hvassast verður í vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og á Vestfjörðum. Veður 24. febrúar 2023 06:48
Skúrir í flestum landshlutum og rauðar tölur Veðurstofan reiknar með vestlægri átt í dag þar sem víða verður strekkingur. Spáð er skúrum í flestum landshlutum en sumsstaðar slydduéljum eða éljum um norðanvert landið og þurrt suðaustanlands. Veður 23. febrúar 2023 07:04
Lægð nálgast og bætir í vind í kvöld Vindur er nú að ganga niður fyrir austan og fyrri part dags verður tiltölulega rólegt veður víðast hvar, stöku él og frost á bilinu núll til átta stig. Veður 22. febrúar 2023 07:25
Fremur hæg breytileg átt en hvessir víða í kvöld Það verður fremur hæg breytileg átt framan af degi og stöku él, en það fer að snjóa austanlands þegar líður á morguninn. Veður 21. febrúar 2023 07:08
„Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. Innlent 20. febrúar 2023 22:00
„Sjokkeruð“ að barnið hafi verið sett út og skilið eftir án athugunar Móðir 11 ára stúlku sem sat föst í fjóra klukkutíma á Hellisheiði ásamt öðrum farþegum í Strætó er fegin að stúlkan sé heil á húfi eftir mikla óvissu gærkvöldsins. Hún er þó hugsi yfir því að enginn hafi hugað að stúlkunni sem var auðsýnilega ein síns liðs í Strætó í erfiðum aðstæðum, ekki einu sinni bílstjórinn. Barnið hafi þurft stuðning í ógnvænlegum aðstæðum að sögn móður. Innlent 20. febrúar 2023 12:17
Tugir látnir eftir óveður í Brasilíu Yfirvöld í São Paulo fylki í Brasilíu segja að þrjátíu og sex séu látnið hið minnsta eftir flóð og aurskriður sem fylgdu miklu óveðri sem gekk yfir um helgina. Erlent 20. febrúar 2023 07:26
Dregur úr vindi og hiti um frostmark Miðja lægðarinnar sem olli óveðri á landinu í gær er nú stödd um fjögur hundruð kílómetra austur af Dalatanga. Lægðin er á austurleið og fjarlægist landið svo það dregur úr vindi og úrkoman af hennar völdum norðan- og austanlands er einnig á undanhaldi. Veður 20. febrúar 2023 07:14
Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. Innlent 19. febrúar 2023 21:44
Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 19. febrúar 2023 18:21
Gulum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Faxaflóa, Suðurland og Miðhálendið. Þegar höfðu verið gefnar út viðvaranir fyrir Suðausturland og Austfirði vegna lægðar. Veður 19. febrúar 2023 12:59
Enn ein lægðin nálgast landið Ört dýpkandi lægð nálgast landið úr suðvestri. Spár gera ráð fyrir að miðja lægðarinnar verði yfir Þorlákshöfn upp úr hádegi, en fari síðan í aust-norð-austur til Austfjarða. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland og Austfirði. Veður 19. febrúar 2023 07:40
Hæglætisveður framan af en lægð á morgun Fremur hægri breytilegri átt og bjartviðri er spáð í dag víðast hvar en lítilsháttar éli á norðanverðu landinu fram yfir hádegi. Þó má gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestanlands síðdegis, tíu til fimmtán metrum á sekúndu undir kvöld með snjókomu eða slyddu af og til. Á morgun er gert ráð fyrir því að lægðarmiðja gangi yfir hluta landsins. Veður 18. febrúar 2023 08:30
Segir hrýfi aukast í borginni eftir því sem skógurinn vex Vaxandi trjágróður er farinn að hafa merkjanleg áhrif á veðurfar á Reykjavíkursvæðinu. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að vegna skógarins í Heiðmörk sé iðulega meira skjól í úthverfum borgarinnar en annars væri. Innlent 18. febrúar 2023 07:07
Brúin skemmdist minna í krapaflóðinu en á horfðist Starfsmenn Vegagerðarinnar luku við að lagfæra brú að bænum Barkarstöðum í Svartárdal í dag. Brúin skemmdist minna en á horfðist í miklu krapaflóði í Svartá á mánudagskvöld en miklar viðgerðir þarf á veginum um dalinn. Innlent 17. febrúar 2023 17:20
„Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. Innlent 17. febrúar 2023 14:00
Vestlæg eða breytileg átt og dálítil él Reikna má með vestlægri eða breytilegri átt í dag, fimm til þrettán metra á sekúndu. Þá er gert ráð fyrir dálitlum éljum norðan- og síðar vestanlands, en léttskýjuðu suðaustantil. Veður 17. febrúar 2023 07:13
Vestlæg átt og hvassast austast á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, en heldur hvassara austast á landinu. Veður 16. febrúar 2023 07:11
Éljagangur en léttskýjað norðaustanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu, og má reikna með éljagangi en léttskýjuðu norðaustanlands. Veður 15. febrúar 2023 07:02
Fjölskylda og skólabíllinn innlyksa eftir krapaflóð í Svartárdal Sex manna fjölskylda á bænum Barkarstöðum í Svartárdal er innlyksa á bænum eftir að krapaflóð eyðilagði brúna að honum í gærkvöldi. Skólabíll sveitarinnar er einnig fastur. Gríðarlegar skemmdir urðu á túnum og girðingum bænda í dalnum, að sögn bónda þar. Innlent 14. febrúar 2023 21:05
„Ótrúlega mikið af skemmdum út um allt“ Gríðarlegar skemmdir eru á vegum víða um land eftir vatnavextina í gær. Staðan er verst á vesturhluta landsins en menn þar höfðu sjaldan séð annað eins. Tjón Vegagerðarinnar hleypur líklegast á tugum milljóna en hvað vegfarendur varðar fá þeir tjón ekki bætt ef varað hefur verið við skemmdum. Viðbúið er að viðgerðir taki nokkurn tíma. Innlent 14. febrúar 2023 13:00
Vestanátt, skúrir og síðar él en bjart norðaustantil Eftir hlýja og blauta sunnanátt gærdagsins verður vindur heldur vestanstæðari í dag og yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrar á sekúndu. Veður 14. febrúar 2023 07:29