Vel heppnuð æfing hjá íslenska hópnum en tæknivandamál hjá Corneliu Rétt í þessu kláruðu Systur sína fyrstu formlegu æfingu á sviðinu fyrir lokakvöld Eurovision. Rennsli þeirra gekk mjög vel og hljómuðu systkinin virkilega vel á sviðinu. Tónlist 13. maí 2022 13:04
Laura og Mika fjarverandi á fyrstu æfingunni fyrir lokakvöldið Fyrsta æfingin fyrir Eurovision keppnina á laugardag er nýhafin í Pala Alpitour höllinni í Tórínó á Ítalíu. Það vakti athygli blaðamanna í áhorfendastúkunni að aðeins einn kynnanna var á sviðinu. Lífið 13. maí 2022 11:37
Hittust í fyrsta sinn á flugvellinum í L.A.: „Það var svakalegt móment sem við munum alltaf eiga“ Elli hafði séð Steinunni þegar hún var í stúlknasveitinni Nylon og hafði honum alltaf þótt hún afar sæt. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum síðar sem hann sá viðtal við hana í blaðinu og ákvað að senda henni vinabeiðni á Facebook. Það reyndist honum mikið gæfuspor, því í dag eru þau trúlofuð og eiga von á sínu öðru barni. Lífið 12. maí 2022 22:00
Þessar þjóðir mæta Systrum á laugardaginn Nú er komið á hreint hvaða þjóðir munu keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Tórínó á laugardaginn. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð og Finnland eru meðal þeirra þjóða sem tryggðu sér sæti í úrslitum. Lífið 12. maí 2022 21:13
Fólkið sem syngur á bak við tjöldin í íslenska atriðinu Eurovisionborgin Tórínó á Ítalíu er að fyllast þessa dagana af íslenskum vinum, aðstandendum og aðdáendum Systra sem vilja freista þess að fylgjast með íslenska atriðinu á laugardag. Lífið 12. maí 2022 21:11
Eurovisionvaktin: Seinna undankvöldið keyrt í gang í Tórínó Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 verður haldið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með þar til yfir lýkur. Tónlist 12. maí 2022 17:05
Dönsuðu fyrir blaðamenn á túrkís dreglinum Brooke keppir fyrir Írland í Eurovision í ár með lagið That's Rich. Brooke keppir á seinna undankvöldinu sem fram fer í kvöld. Tónlist 12. maí 2022 16:32
Júrógarðurinn: Seinna undanúrslitakvöldið Í kvöld keppa átján lög á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. Tónlist 12. maí 2022 14:31
Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. Tónlist 12. maí 2022 12:00
Hér eru lögin sem flutt verða á stóra sviðinu í Tórínó í kvöld Seinna undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Átján lönd keppa um tíu sæti í úrslitunum sem fram fara á laugardagskvöld. Tónlist 12. maí 2022 10:31
Systurnar sleppa við Covid-prófin Keppendur í Eurovision þurfa ekki lengur að sýna fram á neikvætt Covid-próf til að mega stíga á svið í keppninni. Það er því engin hætta á að Systur fái ekki að koma fram líkt og Daði og Gagnamagnið í fyrra. Lífið 11. maí 2022 22:21
Aldrei öskrað jafn hátt á ævinni Júrógarðurinn var á vaktinni í blaðamannahöllinni í Tórínó í allan gærdag. Tónlist 11. maí 2022 21:59
Undir áhrifum frá græðgi Pútíns We Steal From Ourselves er önnur smáskífan sem Foreign Monkeys senda frá sér á árinu 2022. Albumm 11. maí 2022 19:31
Eins og í ástarsögu eftir Barböru Cartland Tónlistarmaðurinn Höskuldur Ólafsson, betur þekktur sem Hössi í Quarashi er í hljómsveitinni Kig & Husk ásamt Frank Hall en þeir eru í óðaönn að safna fyrir vínyl útgáfu plötunnar Kill The Moon. Þeim finnst vínyllinn tengja tónlist og myndlist á einstakan hátt og vilja halda í þá athöfn. Lífið 11. maí 2022 15:30
Tæknivandamál á æfingu fyrir seinna undankvöldið Löndin sem keppa á seinna undankvöldi Eurovision annað kvöld æfa nú í höllinni. Þetta er síðasta æfing keppenda fyrir dómararennslið í kvöld en eins og fram hefur komið er það einstaklega mikilvægt. Tónlist 11. maí 2022 15:06
Íslandi spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. Tónlist 11. maí 2022 12:30
Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. Lífið 10. maí 2022 23:11
Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. Tónlist 10. maí 2022 22:19
Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. Lífið 10. maí 2022 21:06
Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. Lífið 10. maí 2022 20:00
Gítargrip og texti Með hækkandi sól Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld og Systur munu stíga á svið og flytja Með hækkandi sól fyrir Íslands hönd. Hörðustu Júró-aðdáendur munu líklega blása til teitis í kvöld til að hvetja okkar konur áfram og verður því að gera fólki mögulegt að grípa í gítarinn og syngja með systrum. Tónlist 10. maí 2022 18:16
Hönnuður sviðsbúninga Systra: „Stuttur tímarammi og mikil pressa“ Fatahönnuðurinn Darren Mark vann að sviðsbúningum íslenska hópsins fyrir Eurovision. Blaðamaður tók púlsinn á honum rétt fyrir keppni. Tíska og hönnun 10. maí 2022 17:45
Hefur farið 23 sinnum á Eurovision Peter Fenner er mikill Eurovision spekúlant sem hefur oft á tíðum verið íslenskum hópum innan handar í keppninni og aðstoðað íslenska Eurovision þula. Hann hefur einnig komið að gerð nokkurra íslenskra Eurovision laga á borð við This is my life og Valentine Lost og segist elska íslenska listamenn. Blaðamaður hafði samband við þennan lífskúnstner og fékk hann til að svara nokkrum Júró-spurningum. Tónlist 10. maí 2022 16:00
Vonar að Ísland verði óvænta lagið sem komist áfram í kvöld Ísland er ekki á lista yfir þau lönd sem talin eru líkleg að komist áfram upp úr fyrri undanriðli Eurovision í kvöld. Samkvæmt öllum helstu Eurovision-veðbönkum eru 38 prósent líkur á að systurnar komist áfram í kvöld. Tónlist 10. maí 2022 15:31
Vel heppnað lokarennsli hjá íslenska hópnum: „Hljóðið var fullkomið“ Lokarennsli Systra var að klárast og þær stóðu sig með prýði. Engin tæknivandamál í útsendingunni sem við sáum í blaðamannahöllinni. Blaðamenn klöppuðu að loknu atriði Systra. Tónlist 10. maí 2022 14:37
Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 verður haldið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með þar til yfir lýkur. Tónlist 10. maí 2022 14:30
Horfðu á öll framlög Íslands til Eurovision frá upphafi Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld. Til undirbúnings, upprifjunar og stemningsauka eru hér öll framlög Íslands til Eurovision frá árinu 1990. Tónlist 10. maí 2022 14:30
Undirbúðu þig fyrir undankeppnina með Júrókvissi 2022 Partývika ársins er gengin í garð: Eurovision vikan! Fyrri undankeppnin er í kvöld og til að hefja undirbúning fyrir veisluna höfum við hent í eitt lauflétt Júrókviss. Tónlist 10. maí 2022 14:01
Bára og Sóley tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir eru tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðulandaráðs 2022. Alls voru gefnar út tólf tilnefningar en verðlaunin munu fara fram þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Lífið 10. maí 2022 13:16
Cornelia Jakobs skartaði kjól eftir úkraínskan hönnuð Sænska stórstjarnan Cornelia var glitrandi og glæsileg á dreglinum í kjól eftir úkraínska hönnuðinn Gasanova. Tíska og hönnun 10. maí 2022 12:32