Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum

Þó svo að sólin hafi kannski ekki látið fara mikið fyrir sér í síðustu viku skinu stjörnurnar skært enda nóg um að vera. Sumarið er tími allskyns fögnuða og ferðalaga og má segja að ástin og ævintýrin hafi svo sannarlega svifið yfir vötnum þessa vikuna.

Lífið
Fréttamynd

Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður

Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum.

Tónlist
Fréttamynd

Beyoncé mætt á íslenska listann

Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé er mætt á íslenska listann á FM957 með nýjasta lagið sitt Break my soul. Lagið situr í 13. sæti þessa vikuna og má gera ráð fyrir að það eigi eftir að fara enn hærra.

Tónlist
Fréttamynd

Hlustar á það sem undir­með­vitundin segir

Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn fyrir ekki svo löngu og á eitt vinsælasta rapplagið í dag, Ef þeir vilja Beef, þar sem hann rappar með Joey Christ. Daniil kann að meta hverja einustu stund lífsins og elskar pizzu en hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Taktu þátt í að búa til „helvítis djöfulsins hávaða“

Á morgun, laugardaginn 9. júlí, opnar Curver Thoroddsen hljóðinnsetninguna Helvítis djöfulsins hávaða (riffasúpu dauðans) í Gömlu netagerðinni á Neskaupstað. Innsetningin er hluti af listahátíðinni Innsævi í Fjarðabyggð og er verkið gert í samvinnu með Eistnaflugi og gestum þess.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt lag frá Emmsjé Gauta

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var að gefa út lagið HVAÐ ER AÐ FRÉTTA í dag. Það er mikið um að vera hjá Gauta í sumar en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá því.

Tónlist
Fréttamynd

„Stimplaðar sem einungis kyntákn“

Söngkonan Helga Soffía, einnig kölluð Heía var að gefa út sitt fyrsta lag eftir að hafa verið uppgötvuð í skólasöngleiknum Clueless. Ásamt því að syngja er hún einnig lagahöfundur og leikkona sem er að vinna að sinni fyrstu EP plötu.

Lífið
Fréttamynd

Bubbi Morthens með nýtt lag

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gaf út nýtt lag í dag sem heitir „Sunnudagur (með laugardagskvöld í fanginu). Hann segir lagið gefa til kynna það sem sé væntanlegt á næstu mánuðum. 

Lífið
Fréttamynd

„Meira er meira“

Hljómsveitin Ultraflex var að senda frá sér glænýtt lag og tónlistarmyndband. Lagið ber nafnið Mi Vuoi og fá þær hér tónlistarkonuna Kuntessa til liðs við sig.

Tónlist
Fréttamynd

Garden Party: Mezzoforte, búbblur og Bríet

Þann 13. ágúst fer fjölskylduhátíðin Garden partý fram í Laugardalnum en hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík. Tónlistarmennirnir Bríet, Frikki Dór, Birnir, Reykjavíkurdætur, Hipsumhaps og Mezzoforte munu koma fram og skemmta lýðnum.

Lífið
Fréttamynd

Klara í The Kardashians

Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi.

Tónlist
Fréttamynd

Emil í Kattholti er mættur á Spotify

Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna.

Lífið
Fréttamynd

„Daginn eftir fundust lyklarnir í sokki“

Íslenska óhljóðapönkhljómsveitin Korter í flog var að spila á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í vikunni og þó að framkoman hafi gengið eins og í sögu lenti hljómsveitin í ansi skrautlegum ævintýrum þegar þeir voru að koma sér á leiðarenda.

Lífið
Fréttamynd

Klara í fyrsta sæti íslenska listans

Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu.

Tónlist
Fréttamynd

Finnst ekkert skemmtilegra en fáránlegar keppnir og áskoranir

Glódís Guðgeirsdóttir er 28 ára gamall lífskúnstner, jarðfræðingur, fimleikastelpa, móðir, vinkona og ýmislegt annað og lýsir sjálfri sér sem ofsalegri stemningskonu. Hún elskar góðan kaffibolla og kvöldsund og passar sig að fara reglulega út fyrir þægindarammann. Glódís er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið