Fer óhrædd inn í framtíðina „Einhverjir hafa spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN. Hún var að senda frá sér lagið Parísarhjól en lagið kom nýtt inn á Íslenska listann á FM í dag. Tónlist 1. júlí 2023 17:00
Einveran í æsku kveikjan að farsælum tónlistarferli „Ætli ég sé ekki svolítið prívat manneskja. Það er þó ekki meðvitað hjá mér að vera svona prívat heldur er það bara algjörlega út frá einhverjum svona þægindaramma. Mér finnst athygli stundum óþægileg nema þegar að ég fer upp á svið með tónlistina, þá líður mér vel,“ segir tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um listina, lífið og nýtt sóló efni. Tónlist 1. júlí 2023 07:00
Hætti sem málari og gerðist poppstjarna „Ég hef alltaf haft trú á mér sem tónlistarmaður og lét til skara skriða þegar ég loksins öðlaðist kjark,“ segir tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson. Hann ákvað að elta drauminn um poppstjörnuferilinn og sagði skilið við starfið sem málari. Lífið 30. júní 2023 20:02
Ekki ákærður vegna harmleiksins á tónleikunum Rapparinn Travis Scott verður ekki ákærður fyrir aðkomu sína að því þegar tíu ungir tónleikagestir létust eftir troðning á tónlistarhátíðinni Astroworld, sem Scott hélt árið 2021. Erlent 30. júní 2023 00:02
Skiptu þrisvar um erindi Ingi Þór Þórhallsson gaf á dögunum út sitt annað lag, sem heitir Þú. Lagið gaf hann út í samstarfi við Kristinn Óla Haraldsson, eða Króla eins og hann er gjarnan kallaður. Tónlist 29. júní 2023 13:13
Langþráður draumur Röggu Hólm rættist Langþráður draumur rapparans og plötusnúðarins Röggu Hólm rættist þegar hún sá átrúnaðargoðið og poppstjörnuna Beyoncé berum augum á tónleikum í borginni Varsjá í Póllandi í vikunni. Lífið 29. júní 2023 10:09
Gat ekki hætt að gráta eftir skilnaðinn Bandaríska söngkonan og þáttastjórnandinn Kelly Clarkson segir skilnaðinn við fyrrverandi eiginmann sinn, Brandon Blackstock, hafa tekið á. Hún segist hafa þurft á þunglyndislyfjum að halda til að koma sér aftur á strik. Lífið 28. júní 2023 14:31
Ingó spilar á Goslokahátíð en ekki Þjóðhátíð Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur undir listamannsnafninu Ingó veðurguð, mun koma fram á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. Lífið 28. júní 2023 14:24
Húrra lokað: „Reykjavík er að verða ömurlega leiðinleg borg“ Eigandi tónleikastaðarins Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík hefur lokað staðnum, að minnsta kosti tímabundið. Hann segir leiguna of háa en viðræður standi yfir við eigendur hússins. Hann segist óttast að Reykjavík stefni hraðbyri að því að verða einsleitari borg þar sem tónleikastaðir fái ekki þrifist. Viðskipti innlent 27. júní 2023 14:57
Kaleo með góðgerðartónleika vegna harmleiksins í Svíþjóð Meðlimir Kaleo hafa ákveðið að blása til góðgerðartónleika í kvöld þar sem hljómsveitin er stödd í Stokkhólmi til styrktar fjölskyldna þeirra sem lentu í rússíbanaslysi í skemmtigarðinum Gröna Lund um helgina þar sem einn lést og tíu slösuðust. Sveitin átti að koma fram í skemmtigarðinum í gær. Lífið 27. júní 2023 14:53
Lokaumferðin er hafin - Leitin að besta SS pylsulaginu Nú geta lesendur Vísis valið besta nýja SS pylsulagið. Undanúrslitin í Skúrnum voru tilkynnt í lok maí þar sem lesendur Vísis og þriggja manna dómnefnd völdu Gunnar & Benedikt, Sprite Zero Klan og Sæborg áfram í keppninni um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu. Lífið samstarf 27. júní 2023 10:21
Tónleikum Lewis Capaldi í Höllinni aflýst Tónleikum Lewis Capaldi 11. ágúst í Laugardalshöllinni hefur verið aflýst. Ástæðan er ákvörðun tónlistamannsins um að aflýsa öllum tónleikum sínum það sem eftir er árs til að hlúa að andlegri heilsu sinni. Lífið 27. júní 2023 10:14
Von á „gamla Drake“ og fyrsta ljóðabókin komin út Fyrsta ljóðabók rappstjörnunnar Drake, Titlar eyðileggja allt, er komin út. Samhliða útgáfunni hyggst rapparinn gefa út plötu þar sem má heyra „gamla Drake“ rappa. Tónlist 26. júní 2023 17:09
Tónleikar Lewis Capaldi hér á landi enn og aftur í lausu lofti Það er ekki ljóst hvaða áhrif yfirlýsing Lewis Capaldi um pásu hans frá tónlist hefur á tónleika hans í Laugardalshöll 11. ágúst næstkomandi. Framkvæmdastjóri Senu Live segist ekki hafa heyrt frá teymi Lewis Capaldi og undirbúningur tónleikanna sé í fullum gangi. Í versta falli verði þeim frestað. Lífið 26. júní 2023 14:18
Jónas Friðrik Guðnason er látinn Jónas Friðrik Guðnason, texta- og ljóðskáld frá Raufarhöfn, er látinn, 77 ára að aldri. Innlent 26. júní 2023 08:52
Öðlaðist von um að geta sigrað stríðið gegn ofsakvíðanum „Lífinu sem ég hafði þekkt var kippt undan mér og ég þurfti að læra upp á nýtt að lifa með miklum kvíða og vanlíðan, sem var ákveðið áfall fyrir mig,“ segir tónlistarkonan Katrín Myrra. Hún sendi nýverið frá sér smáskífuna Skuggar og er þar að finna lagið Ljósið, sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Blaðamaður ræddi við Katrínu um tengslin á milli tónlistarinnar hennar og tilverunnar. Tónlist 24. júní 2023 17:00
Eftirminnilegast að koma fram í kjól frá Eivöru Tónlistarmaðurinn, leiklistaneminn og lífskúnstnerinn Kristinn Óli Haraldsson, jafnan þekktur sem Króli, hefur gaman að margbreytileika tískunnar. Hann segist duglegur að fá föt af foreldrum sínum að láni og sækir tískuinnblásturinn meðal annars til þeirra. Undanfarin ár hefur stíllinn hans breyst í það sem kalla mætti „fullorðinslegri“ átt og segist hann ekki vita hvort samfélagslegur þrýstingur spili þar inn í. Króli er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 24. júní 2023 11:30
„Örvæntingin um samþykki annarra var stöðugur eltingarleikur“ Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson reis úr þrettán ára dvala þegar hann gaf út lagið Ástin heldur vöku árið 2021. Hann segir mikla sjálfsvinnu hafi hjálpað honum að snúa blaðinu við í átt að betra lífi og hefur hann aldrei verið hamingjusamari. Lífið 23. júní 2023 20:00
Travis Scott á landinu Bandaríski rapparinn Travis Scott er þessa dagana á Íslandi. Lífið 23. júní 2023 17:05
Minnast Árna Johnsen með hlýju: Bóngóður vinur sem sat aldrei auðum höndum Árni Johnsen, þingmaður, tónlistarmaður og blaðamaður, var jarðsunginn í dag frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Samferðamenn hans í pólitík og öðrum störfum minnast hans með hlýju. Innlent 23. júní 2023 15:30
Prettyboitjokkó í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Þjóðhátíð í Eyjum er handan við hornið og hefur tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, bæst í ört stækkandi hóp listamanna sem mun halda uppi stuðinu í Herjólfsdal í ár. Lífið 23. júní 2023 14:02
Kvíði er vani fyrir mér Rapparinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, varð landsfrægur á einni nóttu með laginu Ég vil það árið 2017. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu í nóvember síðastliðnum sem hann frumflutti á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Hann endurtekur leikinn annað kvöld á Kex Hostel. Lífið 22. júní 2023 19:00
Páll Óskar genginn út: „Ég er hamingjusamasti hommi í heimi“ Páll Óskar, ástsælasti söngvari þjóðarinnar er genginn út, 53 ára að aldri. Hann segir tilfinninguna vægast sagt áhugaverða. Í kjölfarið gaf hann út lagið Galið gott, ásamt Doctor Victor. Hann segir textann hafa komið til sín eftir að ástin barði að dyrum. Lífið 22. júní 2023 10:10
Íslenskt tvíeyki óvænt vinsælt í Japan Íslenska jazztvíeykið Silva & Steini gaf á dögunum út tónlistarmyndband fyrir sitt vinsælasta lag, If It Was. Lagið sjálft kom út fyrir um ári síðan en það er komið með tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify síðan þá. Varð það óvænt nokkuð vinsælt í Japan og víðar. Tónlist 21. júní 2023 13:14
Sigur Rós hlýtur lof gagnrýnenda fyrir nýja plötu Sigur Rós sendi frá sér sína áttundu hljóðversplötu þann 16. júní síðastliðinn. Platan, sem heitir Átta, hefur hlotið mikið lof meðal gagnrýnenda víðsvegar í heiminum. Tónlist 21. júní 2023 11:07
Slokknað í ástarlogum rappara og popp-pönkara Samband tónlistarkonunnar Avril Lavigne og rapparans Tyga hefur runnið sitt skeið tæpum fjórum mánuðum eftir það hófst. Lífið 20. júní 2023 19:11
Þeytir flösu kasólétt á fimmtugsaldri og laus við krabbameinið Floor Jansen, söngkona finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Nightwish, kemur fram á síðustu tónleikunum í bili á fimmtudag. Hún sigraðist nýverið á krabbameini og er ólétt af sínu öðru barni. Tónlist 20. júní 2023 15:09
Listrænt ofurpar opnar nýstárlega og skapandi umboðsskrifstofu Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim. Lífið 20. júní 2023 12:30
Ámundi allur Ámundi Ámundason, sem kallaður var umboðsmaður Íslands löngu áður en Einar Bárðarson varð svo mikið sem hugmynd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 14. júní. Innlent 20. júní 2023 11:31
Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi „Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju. Tónlist 19. júní 2023 20:00