Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Draumkennd stemming á tónleikum í Fríkirkjunni

Söngkonan Ösp Eldjárn er flutt heim til Íslands eftir fimm ára búsetu í London. Hún tekur Íslandsdvölina með trompi en hún gaf út plötu í júní og fagnar útgáfunni með tónleikum í kvöld. Ösp heldur svo beint í lítið tónleikaferðalag vítt og breitt um landið.

Tónlist
Fréttamynd

Síðasti séns á Daða Frey í sumar

Hinn eini sanni Daði Freyr hefur verið þéttbókaður síðan hann kom, sá og sigraði hjörtu þjóðarinnar í forkeppni Eurovision. Nú er komið að síðustu tónleikum hans í bili – á sjálfri Þjóðhátíðinni í Eyjum.

Tónlist
Fréttamynd

Ed Sheeran hefur aldrei upplifað jafn mikið hatur

“Eina leiðin til að þagga niður í neikvæðum röddum þeirra sem vilja þér ekki vel er að halda áfram að ná árangri”. Þessi heilræði gefur Ed Sheeran aðdáendum sínum í viðtali í nýjasta tölublaði tónlistartímaritsins Q.

Tónlist
Fréttamynd

Systurnar í Haim eru ánægðar með Ísland

“Við höfum virkilega unun af því að spila. Þegar Days are Gone kom út fengum við tækifæri til að halda tónleika um allan heim. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að við myndum einhvern tíman fá að ferðast til helming þeirra landa sem við höfum heimsótt. Við höfum farið til Íslands!”

Tónlist
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Thelmu Hafþórsdóttur

"Ég hlusta á alls konar tónlist svo lögin sem koma mér í fíling eru úr öllum áttum. Í mínum eyrum er þetta skotheldur listi til spilunar, til dæmis á meðan maður hefur sig til,“ segir Thelma sem gaf nýlega út lagið Humming my song sem er af væntanlegri breiðskífu sem hún vinnur nú að.

Lífið
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Sölku Valsdóttur

Það er Salka Valsdóttir sem setur lagalista Lífsins saman í þetta sinn. Hún er þessa stundina að vinna plötu með hljómsveit sinni CYBER. "Platan heitir Horror og þessi lagalisti er hryllingsinnblásinn fyrir vikið. Ég mæli með honum í rigningunni og rokinu í sumar!“

Lífið
Fréttamynd

Fólk oft hissa að sjá unga konu með harmóníku

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir er 21 árs og spilar á harmóníku. Hún segir margt fólk verða hissa þegar það sér unga konu spila á harmóníku enda tengir fólk hljóðfærið gjarnan við gömlu danslögin. En að sögn Ástu er hægt að spila afar fjölbreytt tónlist á harmóníku.

Lífið
Fréttamynd

Plötufyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar

Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Laumast í fataskáp foreldranna

Ragnheiður María Benediktsdóttir, önnur tveggja hljómsveitarmeðlima RuGl, hefur gaman af því að spá í tísku liðinna ára. Síðustu tónleikar RuGl í bili verða í gróðurhúsi Norræna hússins á sunnudag.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Á heimavelli í sýningu um sögu Íslands

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hefur undanfarið vakið lukku með sýningunni Saga Music 101 sem byggir á fornsögum og goðafræði lands og þjóðar. Hann er á heimavelli í sýningunni enda hefur hann samið tónlist og texta um sögu Íslands.

Menning
Fréttamynd

Kaleo tróð upp í Good Morning America

Strákarnir eru á flakki heimshorna á milli um þessar mundir en lagið No Good, sem flutt var í morgunþættinum, er nýjasta smáskífan af plötunni A/B, sem hefur selst afar vel.

Tónlist
Fréttamynd

Höfðu dreymt um að vinna með Jack White

Sænsk-íslenski dúettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes.

Lífið
Fréttamynd

Offramboð á rappi heggur í miðasölu

Sala á tónleika Young Thug í Laugardalshöll var undir væntingum þangað til tveir miðar fengust á verði eins. Tónleikahaldari segir stefna í offramboð á rapptónleikum enda séu margir innlendir og erlendir listamenn að stíga á svið.

Tónlist