Geimævintýri byggt upp af leikþáttum Barnaplatan Út í geim og aftur heim eftir Alexander Frey Olgeirsson er nú komin út. Platan er geimævintýri sem er byggt upp af leikþáttum og ellefu glænýjum barnalögum. Albumm 26. apríl 2021 20:01
Barði gerir tónlist fyrir nýja hryllingsmynd Barði Jóhannsson, oft kenndur við Bang Gang, gaf í síðustu viku út tónlist við kvikmyndina Agony. Barði hefur samið og lagt til tónlist í yfir þrjátíu kvikmyndir, leikhúsverk og sjónvarpsþætti en í tónlistinni við Agony læðist hann um stræti trylla og hryllings. Lífið 26. apríl 2021 16:39
Brynjar segir engin heiðurslaun hugsanleg án Samherja og annarra sambærilegra fyrirtækja Brynjar Níelsson alþingismaður sendir Bubba Morthens tóninn í pistli þar sem hann rís upp Samherja til varnar. Innlent 26. apríl 2021 15:41
Óperusöngkonan Christa Ludwig fallin frá Þýska óperusöngkonan Christa Ludwig er látin, 93 ára að aldri. Ludwig, sem var ein fremsta messósópran heims, lést á heimili sínu nærri austurrísku höfuðborginni Vín á laugardag. Menning 26. apríl 2021 07:47
Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra. Viðskipti innlent 25. apríl 2021 17:01
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2021 09:00
Tuttugu ár frá svanakjól Bjarkar á Óskarnum Tuttugu ár eru síðan Ísland var senuþjófur á Óskarsverðlaunahátíðinni. Í Los Angeles þann 25. mars árið 2001 átti okkar eigin Björk Guðmundsdóttir ógleymanlegt augnablik. Tíska og hönnun 24. apríl 2021 10:01
Natan Dagur áfram í næstu umferð eftir stórbrotinn flutning á lagi Rihönnu Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í sextán manna úrslit í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum Voice. Natan Dagur flutti lagið Stay með Rihönnu með glæsibrag í 32 manna úrslitunum sem fram fóru í gær en þetta var í þriðja sinn sem Natan Dagur steig á svið í þáttunum en flutning hans má sjá í spilaranum hér að neðan. Lífið 24. apríl 2021 07:51
„Þreytt á því að þurfa að lifa í ótta" „Það er mikilvægt að standa með sjálfum sér, það getur engin gert það fyrir mann,“ segir Sjana Rut Jóhannsdóttir. Lífið 24. apríl 2021 07:00
Ingó, Doctor Victor og Gummi Tóta með annað sumarlag Tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor, gaf í dag út lagið Gírinn ásamt bræðrunum Ingó Veðurguð og Gumma Tóta, en það er annað lagið sem þeir félagar gefa út saman. Lífið 23. apríl 2021 13:30
„Tilfinningin er hreint út sagt alveg mögnuð“ Eldgosið við Fagradalsfjall spilar stórt hlutverk í nýju myndbandi píanóleikarana og tónskáldsins Eydísar Evensen. Lagið Bylur er af samnefndri plötu Eydísar, sem kom út í dag. Platan er gefin út af Sony útgáfufyrirtækinu XXIM Records. Tónlist 23. apríl 2021 13:00
Kaleo flutti lag hjá Jimmy Kimmel í húsnæði Máls og Menningar Í gærkvöldi kom íslenska sveitin Kaleo fram í einum vinsælasta spjallþætti heims, Jimmy Kimmel Live. Lífið 23. apríl 2021 12:31
Lag um mikilvægasta framtíðarmál jarðarbúa Í dag er alþjóðardagur Móður jarðar og þá er um allan heim m.a. fjallað um mengun jarðar sem er eitt mikilvægasta framtíðarmál jarðarbúa. Lífið 22. apríl 2021 11:00
Friðrik Dór bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður og Hafnfirðingur, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Friðrik, einnig þekktur sem Frikki Dór, var sæmdur titlinum við hátíðlega athöfn í bænum í dag. Menning 21. apríl 2021 20:51
Maðurinn á bak við Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart látinn Popp- og rokklagahöfundurinn Jim Steinman er látinn, 73 ára að aldri. Steinman samdi ógleymanleg lög eins og Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart. Tilkynning um andlátið var birt á Facebook síðu lagahöfundarins litríka. Lífið 21. apríl 2021 10:30
Morrissey reiður út í Simpsons: „Hvar eru lögin sem vernda mig?“ Breski söngvarinn Morrissey sakar aðstandendur bandarísku teiknimyndaþáttanna um Simpson-fjölskylduna um „hatur“ í sinn garð eftir að gert var grín að honum í nýjum þætti. Handritshöfundur þáttarins hefur þó sagt að persónan sem fór fyrir brjóstið á söngvaranum sé ekki eingöngu byggð á honum. Bíó og sjónvarp 20. apríl 2021 11:37
Gaf út lag og myndband um eldgosið Tónlistarkonan Elíza Newman hefur gefið út lag sem ber heitir Fagradalsfjall og fjallar það um eldgosið í Geldingadölum. Lífið 20. apríl 2021 07:01
Pale Moon gefur út hjá AU! Records á Spáni Hljómsveitin Pale Moon var að senda frá sér lagið Parachutes. Lagið er upplífgandi en á sama tíma pínu sljóvgandi. Pale Moon var að skrifa undir samning við AU! Records á Spáni þar sem þau búa og er ný plata væntanleg í haust. Tónlist 19. apríl 2021 14:31
Bríet sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaunum Bríet, Haukur Gröndal, Hjaltalín og Ingibjörg Turchi voru hvað sigursælust þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Verðlaunin voru veitt í Norðurljósum Hörpu í kvöld og var hátíðinni streymt í beinni á RÚV. Tónlist 17. apríl 2021 22:51
Skýtur föstum skotum á Íslensku tónlistarverðlaunin Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Flóra íslenskra tónlistarmanna er tilnefnd til verðlaunanna, en þar á meðal er ekki Herra Hnetusmjör, einn allra vinsælasti tónlistarmaður landsins. Lífið 17. apríl 2021 14:00
Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Lífið 17. apríl 2021 09:12
Tróna á toppnum með sitt fyrsta lag í tvo áratugi PartyZone gaf í dag út nýjan topplista þar sem fyrsta lag frá sveitinni Masters At Work í 20 ár trónir á toppnum. Tónlist 16. apríl 2021 20:00
Föstudagsplaylisti Flaaryr Reykvíkingurinn Diego Manatrizio gerir tilraunakennda tónlist undir nafninu Flaaryr, oftar en ekki vopnaður „undirbúnum“ klassískum gítar sem hann þjösnast á á ýmsa vegu og lúppar svo í marglaga tónverk. Tónlist 16. apríl 2021 15:41
Covid setti strik í reikninginn Brennivín er fyrst lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar Blóðmör sem ber nafnið Í Skjóli Syndanna. Lífið 16. apríl 2021 13:30
Herra Hnetusmjör hótar að teppa Reykjanesbrautina Herra Hnetusmjör rappari hótar að efna til mótmæla með því að stífla alla Reykjanesbrautina, ef tilslakanir á landamærunum leiða til þess að veiran stingi sér niður á Íslandi á nýjan leik. Lífið 16. apríl 2021 08:57
Var búinn að sætta sig við það að eignast aldrei börn Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari landsins og hefur verið það í nokkur ár. Hann er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Lífið 16. apríl 2021 07:01
Systkinabörn gera það gott í raftónlistartvíeykinu Congo Bongo Á dögunum kom út fyrsta platan frá raftónlistartvíeykinu Congo Bongo sem var stofnuð af þeim Hreini Elíassyni og Sigurmoni Hartmanni Sigurðssyni. Tónlist 15. apríl 2021 16:30
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez hætt saman Ofurparið Jennifer Lopez og Alex Rodriguez heyrir nú sögunni til. Parið hefur slitið tveggja ára trúlofun sinni og segist í sameiginlegri yfirlýsingu hafa áttað sig á því að betur færi á því að þau væru vinir en par. Lífið 15. apríl 2021 14:01
Kaleo gefur út myndband sem tekið var upp við eldgosið Í byrjun apríl sendi Kaleo frá sér lagið Skinny en það er fimmta lagið sem sveitin gefur út af komandi plötu sveitarinnar. Lífið 14. apríl 2021 14:36
Lífverðir Bieber þurftu að athuga með lífsmörk þegar hann svaf Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er í opinskáu viðtalið við tímaritið GQ þar sem hann fer sannarlega um víðan völl. Lífið 14. apríl 2021 11:30