Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Fluttu verkið við gosstöðvarnar

Óháði kórinn flutti tónverkið Drunur - Lýsingar úr Kötlugosi eftir tónskáldið og dagskrárgerðarmanninn Friðrik Margrétar Guðmundsson við gosstöðvarnar í gærkvöldi og var flutningurinn tekin upp á myndband.

Lífið
Fréttamynd

Strand­­gestir í Vestur­bænum í stríði við einka­bílinn

Hljómsveitin BSÍ sem samanstendur af Juliusi Pollux Rothlaender og Sigurlaugu Thorarensen gefur í dag út sína fyrstu stóru plötu. Í rauninni eru þetta tvær plötur í einni, því hvor hlið plötunnar hefur að geyma sinn hljóðheim og standa þær báðar sem sér útgáfa, en saman endurspegla þær breytilegan hljóm dúósins.

Tónlist
Fréttamynd

Þessi komust áfram í úrslit Eurovision

Þau tíu ríki sem komust áfram frá fyrra undankvöldi Söngvakvöldi evrópskra sjónvarpsstöðva eru Noregur, Ísrael, Rússland, Aserbaídsjan, Malta, Litháen, Kýpur, Svíþjóð, Belgía og Úkraína.

Tónlist
Fréttamynd

Maðurinn á bak við „Vi er røde, vi er hvide“ er fallinn frá

Danski tónlistarmaðurinn Michael Bruun er látinn, sjötugur að aldri. Bruun er einna þekktastur fyrir að hafa samið og framleitt lagið Re-Sepp-Ten, með laglínuna „Vi er røde, vi er hvide“ í viðlaginu. Lagið ómaði í kringum leiki danska landsliðsins á HM í knattspyrnu 1986 og raunar löngu eftir það og gerir enn.

Lífið
Fréttamynd

Guðný María gefur út lag og myndband um Tinder

„Þetta var lokaverkefnið mitt í raftónlist í vor, en ég hef verið í stöðugu námi í FÍH og MÍT síðustu tvo vetur og meira að segja síðasta sumar líka,“ segir tónlistarkonan Guðný María Arnþórsdóttir sem frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við lagið Tinder.

Tónlist
Fréttamynd

Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju

Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar.

Menning