Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Íhugar nú að stofna hönnunarfyrirtæki

Hin 11 ára Alba Mist hefur verið að hanna skartgripi í heil tvö ár þrátt fyrir ungan aldur og opnaði nýlega Instagram-síðuna þar sem hún selur handverk sitt. "Fyrir tæplega tveimur árum fór ég að hanna ýmislegt sjálf í höndunum. Sauma, hekla, prjóna og teikna. Ég hef alltaf föndrað,“ segir Alba.

Lífið
Fréttamynd

Fer eigin leiðir í förðuninni

Guðrún Sortveit förðunarfræðingur spáir því að dökkir augnskuggar og varagloss verði áberandi í haustförðuninni. Hún segir að ljósir og mattir litir séu á útleið en hárauður komi sterkur inn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Laumast í fataskáp foreldranna

Ragnheiður María Benediktsdóttir, önnur tveggja hljómsveitarmeðlima RuGl, hefur gaman af því að spá í tísku liðinna ára. Síðustu tónleikar RuGl í bili verða í gróðurhúsi Norræna hússins á sunnudag.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Þetta er glæný og sjúklega spennandi sérverslun“

„Við erum fimm hönnuðir og einn mynd- og hjóðlistarmaður sem komum að versluninni og við erum að selja okkar eigin hönnun ásamt því að kaupa inn vörur frá spennandi fólki um allan heim. Vörurnar sem um ræðir spanna vítt svið, sem dæmi erum við með heimilisvörur, lampa, flíkur, tímarit, plötur, ilmvötn, skartgripi og fleira spennandi.“

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tískan í stúkunni á Wimbledon

Wimbledon-mótið í tennis stendur þessa stundina yfir í Lundúnum og af því tilefni flykkist fólk á völlinn til að fylgjast með tennisstjörnum keppa, hvort sem það hefur áhuga á íþróttinni eða ekki. Og stjörnurnar nýta áhorfendastú

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sagði svo oft „akkúrat“ í símann

Nýverið var hönnunarverslunin Akkúrat opnuð í Aðalstræti og það sem vekur sérstaka athygli þeirra sem koma inn í verslunina er hversu skemmtilega búðin er innréttuð enda er rýmið prýtt dásamlegu gólfteppi svo dæmi sé tekið.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Góð viðbót í hönnunarflóru landsins

Samningar hafa tekist á milli íslensku húsgagnaverslunarinnar vinsælu Snúrunnar og dönsku keðjunnar Bolia. Bolia hefur verið starfandi í fimmtán ár og má nú finna í Svíþjóð, Hollandi og á fleiri stöðum. Rakel­ Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, er að vonum í skýjunum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Má vera sæt og fín í útilegu

Hvernig stígur kona fersk og fögur út úr tjaldi eftir baðleysi í Guðs grænni náttúrunni og langar gleðinætur undir bláhimni? Snyrtifræðingurinn Sunna Björk Karlsdóttir kann við því svarið og gefur hér nokkur góð ráð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kortleggja ilm íslenskrar náttúru

Hönnuðirnir Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir kortleggja nú ilm íslenskrar náttúru og eima jurtir á Hönnunarsafni Íslands. Gestir geta fylgst með rannsókninni og fundið ilminn af náttúrunni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Reyndi að fá freknur með sigti

Mosfellska mærin Guðrún Ýr Eyfjörð er töff týpa sem missteig sig þó aðeins á fermingardaginn. Hún kallar sig GDRN að sviðsnafni, menntar sig í djassi og vekur nú athygli fyrir smellinn sinn, Ein.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kaupir bara það sem honum líkar

Daði Lár Jónsson fékk áhugann á skóm í vöggugjöf en pabbi hans, Jón Kr. Gíslason körfuboltagoðsögn, sá til þess að hann væri alltaf vel skóaður þegar hann var lítill. Hann á nú hátt í 80 pör og eins og pabbinn er hann einlægur Nike-aðdáandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eru alltaf í klappliðinu og standa saman

Hönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir, eigandi Trendnet.is, sameinuðu krafta sína og eru að senda frá sér boli með jákvæðum skilaboðum. Með verkefninu ætla þær að leggja Kvennaathvarfinu lið og vekja fólk til umhugsunar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þar sem töfrarnir gerast

Systurnar Rebekka og Rakel Ólafsdætur opnuðu nýlega verslun á Langholtsvegi undir nafninu RÓ naturals en þar selja þær bæði hönnun Rakelar og húðvörur Rebekku.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kerti sem koma skilaboðum til skila

Kertalínan byggir á sömu hugmynd og PyroPet-kertin- þegar vaxið bráðnar kemur í ljós eitthvað óvænt. Nýja kertalínan kallast "I Just Wanted To Tell You“ eða "Mig langaði bara að segja þér“ á íslensku.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sneakertískan í sumar

Lífið fékk til sín nokkra strigaskógeggjara til að leggja línurnar í skótísku fyrir sumarið. Útlit, þægindi og notkun í sem flestum aðstæðum eru meðal þeirra kosta sem álitsgjafarnir voru beðnir að dæma eftir. Nike, Adidas og Gucci virðast vera merki sumarsins.

Tíska og hönnun