Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Í þættinum í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum skyggingar. Skyggingar vefjast oft fyrir mörgum og við erum oft pínu hrædd við þær,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar fer Rakel yfir það hvernig best er að skyggja andlitið svo andlitsdrættir njóti sín sem best. Tíska og hönnun 4. október 2024 14:01
„Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“ Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla. Innlent 4. október 2024 12:42
Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Skíðastökk er heiti vetrarlínu Moomin Arabia árið 2024. Línan sýnir Múmínsnáða á harðastökki á skíðum og inniheldur krús og skál auk fleiri fallegra muna t.d. sængurföt og handklæði í stíl. Línan verður aðeins fáanleg í takmörkuðu upplagi á Íslandi frá föstudeginum 11. október 2024. Lífið samstarf 4. október 2024 12:00
Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Rammagerðin ehf., sem rekur samnefndar gjafavöruverslanir, hagnaðist um 76 milljónir króna í fyrra. Tekjur ársins voru 41 prósenti meiri en árið áður, alls 2,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 3. október 2024 10:05
Maðurinn á bak við Tripp Trapp-stólinn látinn Peter Opsvik, norskur hönnuður, lést á mánudaginn 85 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hönnun sína á Tripp Trapp-stólnum fyrir börn sem hefur lengi vel verið gífurlega vinsæll á Íslandi og víðar. Erlent 2. október 2024 20:28
Draumur Lilju rættist á tískuvikunni í París „Þetta er algjör draumur að rætast,“ segir Lilja Birgisdóttir, einn af stofnendum ilmverslunarinnar Fischersunds. Hún og hennar teymi fögnuðu tískuvikunni í París á dögunum í virtu versluninni Dover Street parfums market þar sem ilmvötn Fischersunds fóru í sölu. Lífið 2. október 2024 15:03
„Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner kom tískusýningargestum á óvart í gær þegar hún lokaði sýningu franska tískuhússins Coperni með stæl. Kylie gekk tískupallinn síðust allra, rokkaði svartan galakjól og minnti á illgjarna Disney drottningu. Tíska og hönnun 2. október 2024 13:04
Ævintýralegt líf í Stanford en saknar Vesturbæjarlaugar Vísindakonan og ofurskvísan Áshildur Friðriksdóttir er 28 ára gömul og stundar doktorsnám í hinum eftirsótta og virta háskóla Stanford í Kaliforníu. Hún sér framtíðina fyrst og fremst fyrir sér á rannsóknarstofunni að skoða kristalbyggingar í smásjánni. Samhliða því hefur hún mikla ástríðu fyrir tísku og hætti í listaháskólanum Parsons í New York til þess að færa sig yfir í verkfræðina. Lífið 2. október 2024 07:00
Laufey og Júnía í fremstu röð í París Ofurtvíburarnir Laufey Lin og Júnía Lin eru miklir heimsborgarar og stöðugt á faraldsfæti. Laufey kláraði nýverið langt tónleikaferðalag með síðasta stoppi á stórri tónlistarhátíð í Maryland og fagnaði með því að fljúga til höfuðborgar hátískunnar og hitta systur sína á tískuviku í París. Lífið 1. október 2024 13:01
„Það er einhver sjarmi yfir París sem er ekki annarsstaðar“ Helga Guðrún Hrannarsdóttir verður í desember fyrsti Íslendingurinn til að ljúka námi í tískumarkaðsfræði og -samskiptum frá ESMOD, elsta tískuháskóla Frakklands. Undanfarin þrjú ár hefur hún upplifað drauminn í hátískuborginni París. Lífið 28. september 2024 11:52
Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. Lífið 25. september 2024 17:01
Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. Atvinnulíf 23. september 2024 07:02
Alþingismerkið hafi aldrei verið heilagt Prófessor í grafískri hönnun segir nýtt merki Alþingis mjög vel heppnað. Eðlilegt sé að merki taki breytingum og í hans huga hafi Alþingismerkið aldrei verið heilagt. Innlent 22. september 2024 12:06
Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, segir persónulegan stíl sinn í stöðugri þróun og hefur gaman að því að klæðast litum. Amma Ásgerðar hefur sömuleiðis haft mótandi áhrif á tískuáhugann hjá henni en Ásgerður er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 21. september 2024 11:31
„Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ „Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja,“ segir listræni stjórnandinn Júnía Lin sem er jafnframt tvíburasystir Laufeyjar Lin. Tónlist 21. september 2024 07:03
Einfalt og frísklegt útlit fyrir hlaupið „Í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum það hvernig við getum haft okkur til án þess að vera að farða okkur endilega,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar sýnir Rakel hvernig hægt er að ná fram frísklegu útliti fyrir útivistina án mikillar fyrirhafnar. Lífið 20. september 2024 14:01
Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. Innlent 19. september 2024 11:24
MZ Skin – Lúxus húðvörur sem byggja á vísindum og fagurfræði MZ Skin er húðvörumerki sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem eitt af fremstu lúxusmerkjunum á markaðnum. Merkið var stofnað af Dr. Maryam Zamani, þekktum augnlækni og húðlækni, sem er sérfræðingur í meðferðum tengdum öldrun húðar og fagurfræðilegum lausnum á sviði lýtalækninga. Lífið samstarf 19. september 2024 10:09
Kátir tískukarlar hjá Kölska Stórglæsilegir gæjar komu saman föstudaginn þréttanda september þegar Kölski hélt heljarinnar veislu í tilefni af því að liðin eru sex ár frá stofnun merkisins. Tíska og hönnun 18. september 2024 20:01
Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Stjörnurnar skinu skært í hátísku á rauða dreglinum í gærkvöldi. Tilefnið var Emmy verðlaunahátíðin sem fór fram í nótt í Peacock leikhúsinu í Los Angeles. Tíska og hönnun 16. september 2024 13:09
Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Tískuáhugakonan og fagurkerinn Helga Jóhannsdóttir er búsett á Snæfellsnesi og er með stórglæsilegan stíl, bæði þegar það kemur að klæðaburði og heimili. Helga á tvö börn og segist aðeins hafa týnt persónulega stílnum sínum eftir barneignir sem hún hefur hægt og rólega verið að endurheimta á síðustu árum. Tíska og hönnun 14. september 2024 11:33
Matarboð hins fullkomna gestgjafa Gestrisni, ljúfir tónar, notaleg lýsing, fallega dekkað borð og framsetning ljúffengra rétta eru grunnatriði þegar kemur að hinni fullkomnu matarupplifun. Hér að neðan má finna uppskriftir að þriggja rétta veislu ásamt nokkrum einföldum ráðum til að gera matarboðið sem eftirminnilegast. Lífið 14. september 2024 10:01
Heitustu haust- og vetrartrendin 2024 Haustinu fylgir alltaf spennandi uppfærsla í fataskápnum. Stuttbuxurnar og sandalarnir fara ofan í skúffu og þykkar peysur, kápur og hlýlegri flíkur dregnar fram. Lífið samstarf 13. september 2024 08:37
Mætti á nærfötunum einum klæða Geimfarar og fáklæddar stórstjörnur voru meðal þeirra sem létu sjá sig á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA sem fram fór í nótt. Tíska og hönnun 12. september 2024 12:50
Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Ofurparið Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, og Lína Birgitta eigandi íþróttamerkisins Define the line eru búin að eiga stórkostlegar stundir í New York undanfarna daga. Lína Birgitta var með vel heppnaða sýningu á tískuvikunni og Gummi Kíró stelur senunni í hátískuhönnun. Tíska og hönnun 11. september 2024 11:31
Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tískuunnendur bíða gjarnan spenntir eftir því að sjá hvaða klæðnað embættismenn velja fyrir tilefnið. Tíska og hönnun 10. september 2024 20:02
Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Halla Tómasdóttir forseti Íslands setti Alþingi í fyrsta sinn í dag. Mikil tilhlökkun ríkir gjarnan yfir klæðaburði embættismanna á þessum degi og valdi Halla að versla við Frú Hrafnhildi fyrir tilefnið. Tíska og hönnun 10. september 2024 14:22
Hafdís segir Emmy tilnefninguna „smá súrrealíska“ Förðunarfræðingurinn Hafdís Pálsdóttir skein skært á Emmy verðlaununum um síðustu helgi þar sem hún og teymið hennar fengu tilnefningu. Blaðamaður ræddi við hana um ferilinn, tilnefninguna og stóra kvöldið. Lífið 10. september 2024 11:31
Myndaveisla: Húrrandi fjör í stórafmæli Húrra „Á stórafmælum er mikilvægt að fagna vel og það gerðum við svo sannarlega,“ segja Jón Davíð Davíðsson og Sindri Jensson eigendur Húrra. Tískuverslunin fagnaði tíu ára afmæli um helgina með pomp og prakt. Lífið 9. september 2024 20:02
Laufey prýðir forsíðu Vogue Rísandi stórstjarnan Laufey hefur sannarlega átt risastórt ár og meðal annars unnið til Grammy verðlauna, selt upp á tónleika um allan heim og mætt á Met Gala. Hún prýðir nú forsíðu hátískublaðsins Vogue sem þykir mjög eftirsóknarvert. Tíska og hönnun 9. september 2024 15:59