Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Pallíettur, pils og Pea­ky Blinders ein­kenna jóla­tískuna í ár

Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu og jólatónleikar, jólahlaðborð, jólaboð og hinir ýmsu viðburðir því á næsta leyti. Það er því ekki seinna vænna að byrja huga að því hverju skal klæðast yfir hátíðirnar. Vísir ræddi við Evu Birnu Ormslev, eina fremstu tískudrottningu landsins, um hvað verður heitast í jólatískunni í ár.

Jól
Fréttamynd

Hátt í þúsund manns mættu á foropnun Nocco

„Fyrstu voru mætt hérna klukkutíma fyrir opnun. Röðin teygði sig langt út á götu og taldi stöðugt hundrað manns. Þetta eru magnaðar viðtökur og maður man hreinlega ekki eftir öðru eins,“ segir Arnar Freyr Ársælsson, markaðsstjóri Nocco en foropnun á Pop-Up verslun Nocco var opnuð á Hafnartorgi á sunnudaginn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Raf Simons leggur upp laupana

Fatahönnuðurinn Raf Simons hefur tilkynnt að vor- og sumarlína samnefnds fatamerkis hans sé sú síðasta sem kemur út. Simons hefur unnið til fjölda fatahönnunarverðlauna í gegnum tíðina en það er enn óljóst hvað framtíð hans ber í skauti sér. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Marimekko kápa frá langömmu í miklu uppáhaldi

Guðný Margrét Magnúsdóttir, alltaf kölluð Magga Magnúsdóttir, er á sínu lokaári í fatahönnun við Listaháskólann og vakti athygli á dögunum fyrir hönnun sína á sokkum fyrir Amnesty International. Hún heldur mikið upp á kápu frá langömmu sinni og fann sinn persónulega stíl fyrir um tveimur árum síðan. Magga Magnúsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sóun er dottin úr tísku!

Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda.

Skoðun
Fréttamynd

Myndaveisla: Sköpuðu nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum

Verkefnið Misbrigði VIII er unnið af nemendum í fatahönnun á öðru ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Tískusýning Misbrigða fór fram 3. nóvember síðastliðinn og á morgun, 18. nóvember, kl 16:00 opna nemendur sýningu í húsnæði Listaháskólans við Þverholt 11 með flíkunum og nánari upplýsingum um hverja línu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eigandi Eikund í VEST

Hönnunarbúðin VEST fagnar tveggja ára afmæli nú í janúar. Rúmgóður sýningarsalur VEST sker sig sannarlega úr og minnir helst á listgallerý þar sem hágæða tímalausa hönnun frá Ítalíu, Noregi og Svíþjóð fær að njóta sín. Andrúmsloftið er rólegt og þægilegt og kaffið frábært. Nýlega hefur VEST kynnt hið einstaka Norksa fyrirtæki Eikund í verslun sinni að Ármúla, 17.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Þriðja hæð Kringlunnar straujuð og endurgerð

Á næstu dögum opnar Kringlan nýtt og glæsilegt svæði á 3ju hæð. Paolo Gianfrancesco frá THG Arkitektum bauð Arnari Gauta í heimsókn og útskýrði metnaðarfullar gjör breytingar á hæðinni sem hefur verið gríðarleg áskorun fyrir arkitekta og verkfræðinga.

Samstarf
Fréttamynd

„Ástin er blind“

Parið Karlotta Halldórsdóttir og Skúli Bragi Geirdal fékk hugmynd um að opna hönnunarstúdíó þar sem þau sátu í eldhúsinu heima hjá sér einn daginn. Þeirra fyrsta verkefni er punktaleturs-veggplaköt í samstarfi við Blindrarfélag Íslands en hluti af ágóðanum fer til félagsins. 

Lífið
Fréttamynd

Umhverfissinnar uggandi yfir áhrifum Shein

Fatasmásölurisinn Shein hefur rutt sér rúms á íslenskum markaði. Föt fyrirtækisins hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Ungir umhverfissinnar hafa áhyggjur af stöðunni og markaðstorg fyrir notaðar flíkur hefur tekið vörur fyrirtækisins úr umferð.

Innlent