Spilar með bróður sínum og fyrir föður sinn hjá Keflavík Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson hefur samið við Keflavík. Þar hittir hann fyrir föður sinn, Pétur Ingvarsson, og bróður, Sigurð. Körfubolti 10. maí 2024 17:04
„Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var daufur í dálkinn þegar Andri Már Eggertsson tók hann tali eftir stórt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld en lokatölur leiksins urðu 96-71. Körfubolti 8. maí 2024 22:04
„Þetta var bara sturlað“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var mættur í viðtal til Andra Más Eggertssonar eftir stórsigur á Keflavík í kvöld, 96-71. Körfubolti 8. maí 2024 21:46
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Keflavík 96-71 | Gulklæddir flengdu Keflvíkinga Grindavík fékk Keflavík í heimsókn í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla. Gestirnir jöfnuðu einvígið í dramatískum leik í Keflavík en voru eins og skugginn af sjálfum sér í kvöld. Körfubolti 8. maí 2024 18:31
„Gamaldags boxbardagi frá fyrstu mínútu“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir eins stigs sigur á Njarðvík, 68-67. Hann var feginn því hvoru megin sigurinn lenti í jöfnum leik. Körfubolti 7. maí 2024 22:31
„Dómur þarna í restina sem ákveður úrslitin“ Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við súrt eins stigs tap, 68-67, gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld en úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga var ekki sáttur við dómgæsluna undir lokin. Körfubolti 7. maí 2024 22:05
Uppgjör: Valur - Njarðvík 68-67 | Ekki fallegt en það telur Valur lagði Njarðvík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var ekki sá fallegasti og Valur skoraði aðeins átta stig í öllum fjórða leikhluta. Það kom ekki að sök í kvöld og Valur er komið 2-1 yfir í einvíginu. Körfubolti 7. maí 2024 21:05
Áflogaseggir fá ekki að mæta aftur á völlinn Það sauð upp úr í Keflavík um helgina er heimamenn tryggðu sér ævintýralegan sigur á Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar karla. Körfubolti 6. maí 2024 14:03
Búið að fjarlægja auglýsingarnar af gólfinu í Smáranum Auglýsingar á gólfi íþróttahússins í Smáranum hafa verið teknar í burtu eftir slysið sem varð í síðasta leik í húsinu. Körfubolti 5. maí 2024 15:12
Hetja Keflvíkinga hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum Slóveninn Urban Oman var maður kvöldsins í Blue höllinni í Keflavík í gær þegar hann tryggði liði sínu 84-83 sigur á Grindavík með því að skora þriggja stiga flautukörfu um leið og leiktíminn rann út. Hann sá til þess að staðan er 1-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Körfubolti 5. maí 2024 10:00
„Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var mjög stóískur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir sigur hans manna í ansi dramatískum leik en Keflavík lagði Grindavík 83-84 með flautukörfu í kvöld. Körfubolti 4. maí 2024 23:16
„Við gleymum okkur á veiku hliðinni“ Augnabliks einbeitingarleysi kostaði Grindvíkinga sigurinn í kvöld þegar Urban Oman skoraði flautukörfu sem tryggði Keflvíkingum eins stigs sigur í einvígi liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla. Lokatölur í Keflavík í kvöld 83-84. Körfubolti 4. maí 2024 22:41
Uppgjör: Keflavík - Grindavík 84-83 | Ótrúlegur endir og allt jafnt í einvíginu Keflvíkingar tóku á móti Grindvíkingum í leik tvö í viðureign liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla en Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn í Smáranum þar sem hart var tekist á. Keflvíkingar leika án Remy Martin sem meiddist í þeim leik en það virtist ekki há þeim mikið. Körfubolti 4. maí 2024 21:15
„Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 4. maí 2024 11:31
DeAndre Kane sleppur við bann og spilar í kvöld Grindvíkingar munu njóta krafta DeAndre Kane í kvöld í öðrum leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Kane fer ekki í bann en fær peningasekt fyrir hegðun sína í fyrsta leiknum. Körfubolti 4. maí 2024 08:43
„Þetta er ekki boðlegt finnst mér“ Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir vinnubrögð KKÍ vegna máls DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur. Formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur tjáði sig einnig um málið á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Körfubolti 4. maí 2024 07:00
„Þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn“ Benedikt Guðmundsson sagði mikið af mistökum hafa einkennt leik Njarðvíkur og Vals í dag. Hann sagði aðra leikmenn eiga að geta tekið við keflinu ef Chaz Williams á ekki sinn besta dag. Körfubolti 3. maí 2024 21:59
„Það er búið að vera okkar merki í allan vetur að spila vörn“ Andri Már Eggertsson var mættur í viðtöl í Ljónagryfjunni í kvöld og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sat fyrir svörum eftir sigur hans manna á Njarðvík í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla, 69-78. Körfubolti 3. maí 2024 21:55
Uppgjörið: Njarðvík - Valur 69-78 | Deildarmeistararnir læstu vörninni Deildarmeistar Vals jöfnuðu einvígið gegn Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni í kvöld í leik þar sem hart var tekist á. Varnarleikur Valsmanna var til fyrirmyndar að þessu sinni en Njarðvíkingar skoruðu aðeins tíu stig síðustu tíu mínútur leiksins. Körfubolti 3. maí 2024 18:31
Geta unnið fjóra í röð í fyrsta sinn í heilan áratug Njarðvíkingar geta stigið stórt skref í átt að úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val í Ljónagryfjunni í kvöld en þeir væru þá komnir í 2-0 og vantaði því aðeins einn sigur úr næstu þremur leikjum til að vinna einvígið. Körfubolti 3. maí 2024 14:15
Jaka áfram í Keflavík næstu þrjú árin Keflvíkingar hafa framlengt samning sinn við Jaka Brodnik og verður hann leikmaður liðsins næstu þrjú árin. Körfubolti 3. maí 2024 13:52
„Of mörg tilfelli sem hafa komið upp“ Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn. Körfubolti 3. maí 2024 08:00
Sló í myndavél og gæti fengið bann Það skýrist væntanlega á morgun hvort og þá hve langt leikbann DeAndre Kane fær vegna hegðunar sinnar eftir að honum var vísað úr húsi í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur, í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 2. maí 2024 12:32
Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. Körfubolti 2. maí 2024 08:01
PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 1. maí 2024 19:46
„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. Körfubolti 1. maí 2024 10:31
Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. Körfubolti 1. maí 2024 08:58
Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. Körfubolti 30. apríl 2024 23:15
„Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. Körfubolti 30. apríl 2024 21:57
„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. Körfubolti 30. apríl 2024 21:43