Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. Handbolti 3. maí 2023 19:30
Stoltur af systur sinni og segir hana yfirburða leikmann í deildinni Orri Freyr Þorkelsson fylgist stoltur með systur sinni blómstra með Haukum í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Hann segir hana besta leikmann deildarinnar. Handbolti 3. maí 2023 14:01
Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. Handbolti 3. maí 2023 10:34
Fyrirliðinn framlengir við Fram Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, hefur framlengt samning sinn til ársins 2025. Handbolti 2. maí 2023 17:00
Tryllt tölfræði Elínar Klöru í úrslitakeppninni Hin átján ára Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum með Haukum í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Handbolti 2. maí 2023 14:31
Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. Handbolti 2. maí 2023 13:31
Hvað verður um stjörnurnar á Selfossi ef liðið fellur? Ekki liggur fyrir hver framtíð leikmannanna sem hafa samið við Selfoss verður ef liðið fellur niður í Grill 66 deildina. Handbolti 2. maí 2023 11:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Valur 24-25 | Valskonur jöfnuðu metin í gríðarlega spennandi leik Valskonur jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta með 25-24 sigri í öðrum leik liðanna í Mýrinni í Garðabænum í kvöld. Handbolti 1. maí 2023 18:25
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 25-24 | Haukar unnu með minnsta mun í spennutrylli Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. Handbolti 1. maí 2023 18:00
„Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. Handbolti 1. maí 2023 17:18
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Haukar 29-22 | Eyjakonur taka forystuna ÍBV vann nokkuð öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í dag, 29-22. Handbolti 29. apríl 2023 19:29
Umfjöllun og viðtöl: Valur – Stjarnan 28-32 | Stjörnukonur stálu heimaleiknum í framlengingu Valur tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistartitilinn í handbolta kvenna. Leikið var á Hlíðarenda og fóru leikar svo að Stjarnan sigraði 28-32 eftir framlengdan leik. Handbolti 29. apríl 2023 18:37
„Þegar vörnin smellur saman hjá okkur verður þetta miklu einfaldara“ „Ég er mjög glöð að hafa náð að klára þetta sérstaklega í framlengingunni. Mér fannst við koma sterkari inn í framlenginguna og ætluðum við að klára þetta. Ég er mjög sátt að vera allavega komin með einn sigur.“ Sagði sátt og glöð Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir frábæran sigur Stjörnunnar á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Handbolti 29. apríl 2023 18:10
Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann: „Við gefum bara skít í þetta“ Undanúrslitin á Íslandsmóti kvenna í handbolta, Olís-deildinni, hefjast í dag. ÍBV og Valur eru líklegustu liðin til að fara alla leið segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein besta handboltakona Íslands í gegnum tíðina og sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hún segist einnig telja að kvennaboltinn sé vanræktur ef tekið er mið af karlaboltanum. Handbolti 29. apríl 2023 08:01
„Meira hungur í henni heldur en mér“ Haukakonur komust í undanúrslit Olís deildar kvenna í handbolta með því að sópa óvænt út Íslandsmeisturum Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Handbolti 28. apríl 2023 11:01
„Snýst um að hámarka virði vörunnar“ Ekki liggur fyrir hvar Olís-deildir karla og kvenna í handbolta verða sýndar á næsta tímabili. Sjónvarpssamningar eru lausir. Handbolti 26. apríl 2023 09:02
Strax byrjað að skipuleggja næsta tímabil þó liðið sé í undanúrslitum Lið Hauka í Olís deild kvenna í handbolta hefur þegar hafið að safna liði fyrir komandi tímabil. Handbolti 24. apríl 2023 18:17
Leggja til breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla Lögð verður fram tillaga um breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla á ársþingi HSÍ sem verður haldið næsta sunnudag. Handbolti 24. apríl 2023 14:00
Hafdís staðfestir brottför frá Fram Hafdís Renötudóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, er á förum frá Fram. Hún hefur verið orðuð við Val. Handbolti 24. apríl 2023 13:31
Hafdís sögð vera á leið yfir lækinn til Vals Hafdís Renötudóttir, markvörður íslenska landsliðsins og Fram í Olís deild kvenna í handbolta, ku vera á leið til Vals. Handbolti 24. apríl 2023 09:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 33 - 22 KA/Þór | Stjarnan sendi KA/Þór í sumarfrí Stjarnan sendi lið KA/Þórs í sumarfrí með sigri í oddaleik liðanna í úrslitakeppni Olís deildar kvenna í dag. Leiknum lauk með ellefu marka sigri Stjörnunnar, 33-22, í leik sem var í raun aldrei í hættu. Handbolti 23. apríl 2023 15:15
Elín Klara(ði) meistarana með frammistöðu upp á tíu Elín Klara Þorkelsdóttir var hetja Hauka þegar þeir slógu Íslandsmeistara Fram úr leik í sex liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Handbolti 21. apríl 2023 12:01
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór – Stjarnan 34-18 | Stjörnunni kafsiglt fyrir norðan KA/Þór vann stórsigur á Stjörnunni í KA heimilinu í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu og unnu þær að lokum 14 marka sigur, lokatölur 34 - 18 og liðin á leið í oddaleik í Garðabænum næstkomandi sunnudag. Handbolti 20. apríl 2023 19:45
Höfum ekki áhuga á að fara í sumarfrí strax „Þetta var okkar langbesti leikur í vetur“, sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 14 marka sigur á Stjörnunni norður á Akureyri í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni en leikurinn endaði 34 - 18 og var sigur heimakvenna aldrei í hættu. Sport 20. apríl 2023 19:17
Umfjöllun og viðtöl: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Handbolti 20. apríl 2023 18:00
„Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. Handbolti 20. apríl 2023 17:28
Umfjöllun og viðtöl: Fram – Haukar 20-26 | Óvæntur stórsigur gestanna Haukar sigruðu Fram, 26-20, í fyrsta leik liðanna í 6-liða úrslitum Olís deildar kvenna í Úlfarsárdal í kvöld. Haukakonur leiða nú einvígið eftir sannfærandi sigur og eru einu skrefi nær undanúrslitum. Handbolti 17. apríl 2023 22:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan – KA/Þór 24-19 | Garðbæingar byrja vel Stjarnan vann góðan fimm marka sigur á KA/Þór í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Handbolti 17. apríl 2023 20:45
„Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn“ Jafnt var í fyrri hálfleik 10-10 en KA/Þór misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik og endaði leikurinn 24-19. Handbolti 17. apríl 2023 20:20
Sigurgeir nýr þjálfari Stjörnunnar Sigurgeir Jónsson er nýr þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta. Hann hefur störf í sumar og tekur við af Hrannari Guðmundssyni sem er á útleið. Handbolti 11. apríl 2023 16:15