Steinunn á von á öðru barni Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði fráfarandi Íslandsmeistara Fram í handbolta, á von á sínu öðru barni en hún tilkynnti um þetta á Instagram í dag. Handbolti 16. maí 2023 10:34
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Valur 23-30 | Valskonur taka forystuna Valur vann gríðarlega mikilvægan sjö marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 23-30. Handbolti 12. maí 2023 22:26
Sagan ekki með Eyjakonum: Sjaldgæft að vinna sama lið í báðum úrslitum Úrslitaeinvígi ÍBV og Vals í Olís deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin mætast í fyrsta leik úrslitaeinvígisins úti í Vestmannaeyjum. Handbolti 12. maí 2023 13:01
„Ótrúlegt að það séu þrjú ár síðan þetta lið átti ekki að vera til“ Kvennalið ÍR í handbolta kom flestum á óvart með því að vinna Selfoss í fimm leikja seríu og tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lærimeyjar Sólveigar Láru Kjærnested verða þar með eina lið ÍR í efstu deild í boltaíþrótt. Handbolti 12. maí 2023 08:00
Haukar fá sigursælan Stefán til starfa með Díönu Stefán Arnarson, sigursælasti þjálfari úrvalsdeildar kvenna í handbolta á þessari öld, verður að öllum líkindum tilkynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs Hauka á næstunni. Hann mun væntanlega stýra liðinu með Díönu Guðjónsdóttur, sem verið hefur aðalþjálfari síðustu tvo mánuði með farsælum hætti. Handbolti 11. maí 2023 15:27
„Ég átti ekki von á þessu svona“ Sigurður Bragason er búinn að koma Eyjakonum í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna og einu skrefi nær því að vinna þrennuna á þessu tímabili. Handbolti 11. maí 2023 10:30
ÍR vann og Selfoss spilar í næstefstu deild á næstu leiktíð Selfoss og ÍR mættust í oddaleik um sæti í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Fór það svo að ÍR vann leik kvöldsins með þriggja marka mun, 30-27, og spilar í efstu deild á næstu leiktíð. Handbolti 10. maí 2023 21:46
Samningslaus Díana: „Ég er sultuslök“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, sagðist sultuslök og stolt af sínu liði er hún ræddi við Seinni bylgjuna eftir að ljóst var að Haukar væru dottnir úr leik í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið komst nokkuð óvænt alla leið í undanúrslit. Handbolti 10. maí 2023 20:01
ÍBV getur komist í úrslitaeinvígi tvö kvöld í röð Eyjakonur tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í gærkvöldi og Eyjakarlarnir geta leikið það eftir í kvöld. Handbolti 10. maí 2023 13:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 27-23 | Eyjakonur í úrslit eftir sigur í framlengdum oddaleik ÍBV er á leið í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna eftir nauman fjögurra marka sigur gegn Haukum í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur 27-23 eftir framlengdan leik, en ÍBV mætir Val í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 9. maí 2023 21:16
Geta bæði endað átján ára bið í hreinum úrslitaleik í Eyjum ÍBV og Haukar spila í dag úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta og fer leikurinn fram úti í Vestmannaeyjum. Handbolti 9. maí 2023 16:30
Hrifist mjög af liðinu sem hann ætlar að slá út í kvöld: „Stórt hrós á Díönu“ „Þetta er bara úrslitaleikur. Fyrir annað liðið þá er ekkert á morgun. Það er allt undir og mikil spenna í okkur,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fyrir oddaleikinn í kynngimögnuðu einvígi liðsins við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Handbolti 9. maí 2023 13:01
Hildur Lilja til liðs við nýliða Aftureldingar Hildur Lilja Jónsdóttir hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir Aftureldingar en liðið mun spila í Olís deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Frá þessu greindi Afturelding á samfélagsmiðlum sínum. Handbolti 8. maí 2023 17:00
Selfoss knúði fram oddaleik Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Staðan í einvíginu er 2-2 og því oddaleikur framundan á Selfossi á miðvikudag. Handbolti 7. maí 2023 20:40
„Handboltinn á þessu stigi er ótrúlega skemmtilegur“ Sara Sif Helgadóttir var hin kátasta eftir leik Stjörnunnar og Vals enda varði hún átján skot (49 prósent) í sjö marka sigri Valskvenna, 20-27, sem eru komnar í úrslit Olís-deildarinnar. Handbolti 6. maí 2023 19:26
Hanna eftir lokaleikinn á einstökum ferli: „Ég geng sátt frá borði“ Hanna Guðrún Stefánsdóttir lék í dag sinn síðasta leik á löngum og glæsilegum ferli sem hófst um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Stjarnan tapaði þá fyrir Val, 20-27, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Handbolti 6. maí 2023 19:17
Umfjöllun og myndir: Stjarnan - Valur 20-27 | Valskonur í úrslit í fimmta sinn í röð Valur er kominn í úrslit Olís-deildar kvenna í handbolta í fimmta sinn í röð eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld, 20-27. Valskonur unnu einvígið, 3-1, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli. Valur mætir annað hvort ÍBV eða Haukum í úrslitum. Handbolti 6. maí 2023 19:00
Díana: Erum í þessu til að skapa ævintýri „Við byrjuðum að prófa þetta á móti Fram og okkur fannst þetta helvíti skemmtilegt og ákváðum að gera þetta aftur núna,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka eftir að liðið vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir framlengdan leik. Handbolti 6. maí 2023 17:12
Umfjöllun og viðtal: Haukar - ÍBV 29-26 | Haukakonur knúðu fram oddaleik í Eyjum Haukar höfðu betur í framlengingu gegn ÍBV í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og grípa þurfti til framlengingar. Haukar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og unnu að lokum 29-26. Handbolti 6. maí 2023 17:00
Ræddu illviðráðanlegt vandamál Garðbæinga: „Ég bara skil þetta ekki“ Það hefur verið viðloðandi leik kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta nú í langan tíma að liðið byrjar leiki sína afar illa. Það hefur gengið erfiðlega fyrir þjálfarateymi liðsins að finna lausnir á þessu vandamáli sem var til umræðu í nýjasta þætti Kvennakastsins. Handbolti 6. maí 2023 11:01
Felist tækifæri í brekkunni sem Stjarnan gæti átt fram undan Í vikunni var greint frá því að vænta mætti töluverðra breytinga á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili. Aðalstyrktaraðili deildarinnar, TM, hverfur á braut og ljóst að félagið mun þurfa að sníða sér stakk eftir vexti. Handbolti 5. maí 2023 19:00
„Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar“ Lena Margrét Valdimarsdóttir er í sérstakri stöðu sem leikmaður Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta, en búin að semja við Selfoss sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á sama tíma. Handbolti 5. maí 2023 12:35
Birna Berg handarbrotin: „Vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta“ Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, er handarbrotin. Þrátt fyrir það vonast hún til að geta tekið þátt í úrslitum Olís-deildar kvenna, komist Eyjakonur þangað. Handbolti 5. maí 2023 10:30
„Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna“ Andri Snær Stefánsson segir að undanfarin þrjú ár hafi verið stórkostleg með kvennalið KA/Þórs í handbolta. Hann lætur af störfum og segist stoltur af félaginu og leikmönnum sínum. Handbolti 5. maí 2023 09:01
„Óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna“ Talsverðar breytingar verða á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili enda þarf félagið að sníða sér stakk eftir vexti eftir að aðalstyrktaraðilinn hvarf á braut. Handbolti 4. maí 2023 13:30
Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. Handbolti 4. maí 2023 13:01
Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. Handbolti 4. maí 2023 09:00
Selfoss heldur í vonina um sæti í efstu deild Selfoss hélt sér á lífi í umspili um sæti í Olís-deild kvenna í handknattleik með öruggum sigri á ÍR á heimavelli í kvöld. ÍR leiðir 2-1 í einvíginu. Handbolti 3. maí 2023 21:47
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. Handbolti 3. maí 2023 21:09
Lena Margrét: Engin ákvörðun komin um hvað gerist ef Selfoss fellur Lena Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekkt eftir eins marks tap gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Lena er búin að semja við Selfoss fyrir næsta tímabil en taldi það ekki vera truflandi í einvíginu gegn Val. Sport 3. maí 2023 20:12