Haukar unnu dramatískan sigur í toppslagnum Boðið var upp á mikla dramatík á lokamínútum leiks Hauka og Vals í Olís-deild kvenna í dag. Sigurmarkið kom úr víti en Valskonur klikkuðu svo úr tveimur vítum í kjölfarið. Handbolti 21. október 2023 18:39
Fram lokaði leiknum og jafnaði ÍBV að stigum Tveimur leikjum var að ljúka í Olís deild kvenna. Góðir endasprettir einkenndu sigrana þegar ÍR vann 28-23 gegn Stjörnunni og ÍBV tapaði 20-23 gegn Fram. Handbolti 21. október 2023 15:39
Valskonur áfram með fullt hús stiga og ÍBV vann í Breiðholti Íslandsmeistarar Vals eru áfram með fullt hús stiga í Olís deild kvenna í handbolta. Valskonur unnu öruggan tólf marka sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur í Garðabæ 18-30. Þá vann ÍBV þriggja marka sigur á ÍR í Breiðholti, 27-30. Handbolti 5. október 2023 22:06
Gott gengi Hauka heldur áfram Haukar hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið vann góðan sex marka sigur á KA/Þór í kvöld, lokatölur 26-20. Handbolti 5. október 2023 19:30
Öruggur sigur Fram í grannaslagnum Fram sótti Aftureldingu heim í kvöld í Olís-deild kvenna. Gestirnir úr Úlfarsárdalnum unnu öruggan sigur og náðu þar með í þriðja sigur sinn á tímabilinu. Handbolti 4. október 2023 21:46
Jafntefli í botnslag KA/Þórs og Stjörnunnar KA/Þór og Stjarnan þurfa að bíða áfram eftir sínum fyrsta sigri í Olís-deild kvenna í handbolta en botnliðið skildu jöfn í kvöld, 24-24. Handbolti 29. september 2023 19:56
Þórey Anna með sjö mörk í öruggum sigri Vals Íslandsmeistarar Vals áttu ekki í miklum vandræðum gegn nýliðum ÍR í Olís deild kvenna í kvöld. Lokatölur 30-20, Íslandsmeisturunum í vil. Handbolti 27. september 2023 21:27
Anna Úrsúla aftur heim í Gróttu Handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tók aftur fram skóna í haust og hefur verið að spila með Valskonum í Olís deild kvenna í handbolta á þessu tímabili. Hún er líka komin á nýjan stað utan handboltavallarins. Handbolti 27. september 2023 09:30
ÍBV ekki í vandræðum með Aftureldingu ÍBV vann átta marka sigur á Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur í Vestmannaeyjum 32-24. Handbolti 25. september 2023 20:46
Stjarnan og KA/Þór enn stigalaus á botni Olís-deildarinnar Fram og ÍR unnu sigra í leikjum dagsins í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Nýliðar ÍR náðu í sinn annan sigur á tímabilinu. Handbolti 23. september 2023 18:01
Afturelding á toppinn, jafntefli hjá HK og KA, Haukar vinna Aftureldingu Í Olís deild karla kreisti Afturelding fram tveggja marka sigur á Fram á lokamínútum leiksins og HK gerði æsispennandi jafntefli við KA þar sem lokamark leiksins var skorað eftir að venjulegum leiktíma lauk. Þrátt fyrir frábæra markvörslu unnu Haukar 25-22 Aftureldingu gegn í Olís deildar kvenna Handbolti 21. september 2023 22:04
Umfjöllun og viðtal: Valur - ÍBV 23-21 | Valur eina ósigraða lið deildarinnar Valur vann tveggja marka sigur á ÍBV í stórleik þriðju umferðar Olís-deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Valskonur náðu að sigla þessu heim á endanum og sigruðu 23-21. Handbolti 19. september 2023 22:20
Búsett í Danmörku en flýgur heim í leiki með Aftureldingu Handknattleikskonan Sylvía Björt Blöndal hefur farið vel af stað með Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta og skorað 14 mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hún er hins vegar búsett í Danmörku og þarf því að fljúga til Íslands til að spila leiki liðsins. Handbolti 18. september 2023 13:02
Afturelding vann Stjörnuna með minnsta mun Afturelding vann Stjörnuna með eins marks mun í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 29-28. Handbolti 16. september 2023 18:35
Öruggir sigrar hjá Fram og ÍBV Fram og ÍBV unnu örugga sigra í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Fram vann sjö marka sigur gegn nýliðum ÍR og ÍBV lagði Hauka með átta marka mun. Handbolti 16. september 2023 15:38
Umfjöllun: Valur 36 - 17 KA/Þór | Þægilegt hjá meisturunum Íslandsmeistarar Vals stórsigur á KA/Þór í 2. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur 36-17. Handbolti 15. september 2023 20:40
Leik lokið: Valur - Fram 29-20 | Valur vann afar sannfærandi sigur gegn Fram Valur bar sigurorð af Fram, 29-20, þegar liðin leiddu saman hesta sína í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í dag. Handbolti 9. september 2023 17:50
Elín Klara skoraði tíu mörk í sigri Hauka Haukar unnu tveggja marka útisigur gegn Stjörnunni 26-28 í 1. umferð Olís deildar kvenna. Sport 9. september 2023 17:45
„Við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla“ Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Val er spáð deildarmeistaratitlinum kvennamegin. Handbolti 5. september 2023 20:01
Aron leiðir FH til sigurs og Val líka spáð yfirburðum Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Handbolti 5. september 2023 12:40
Valskonur eru meistarar meistaranna Valur er meistari meistaranna eftir öruggan sjö marka sigur gegn ÍBV í Meistarakeppni HSÍ í kvöld, 30-27. Handbolti 1. september 2023 19:00
Veðrið setur strik í reikninginn og Meistarakeppni HSÍ verður flýtt Meistarakeppni HSÍ, þar sem Íslands- og bikarmeistarar síðasta tímabils mætast í upphafi keppnistímabils, hefur verið flýtt vegna slæmrar veðurspár. Handbolti 29. ágúst 2023 17:31
„Skil ekki af hverju það hafa ekki verið fleiri konur“ Arna Valgerður Erlingsdóttir mun stýra KA/Þór í Olís-deild kvenna í vetur. Hún segir að fram undan sé ákveðinn uppbyggingarfasi hjá liðinu. Sport 25. ágúst 2023 08:30
Olís-deildirnar í myndavélum með gervigreind Það eru innan við tvær vikur í að Olís-deildirnar í handbolta renni af stað en þrátt fyrir það hefur ekki enn verið kynnt hvernig sjónvarpsmálum verður háttað í vetur. Handbolti 25. ágúst 2023 07:30
Arna Valgerður tekur við KA/Þór Arna Valgerður Erlingsdóttir hefur verið ráðin þjálfari KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Hún tekur við af Andra Snæ Stefánssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár. Handbolti 19. ágúst 2023 14:45
Óli Stef hefur áhyggjur af stöðu mála: „Vona að HSÍ sé ekki að gera upp á bak“ Íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson hefur áhyggjur af því hvernig mál standa varðandi sýningarrétt á Olís deildum karla og kvenna í handbolta. Hann vill ekki að þessum málum „sé klúðrað með einhverju kæruleysi“ en nú, þremur vikum fyrir upphaf komandi tímabils er ekki víst hvar deildirnar munu “eiga heima.“ Handbolti 17. ágúst 2023 09:00
Aron mætir bikarmeisturunum í fyrsta leik Fyrsti leikur Arons Pálmarssonar á Íslandsmótinu í handbolta eftir heimkomuna til FH verður gegn bikarmeisturum Aftureldingar. Olís-deild kvenna hefst á stórleik á Hlíðarenda. Handbolti 13. júlí 2023 13:31
Morgan Marie verður áfram á Hlíðarenda Morgan Marie Þorkelsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Íslandsmeistara Vals í handbotla kvenna og verður þar með hið minnsta í herbúðum félagsins til ársins 2025. Sport 11. júlí 2023 07:00
Fram fær markvörð frá Val Andrea Gunnlaugsdóttir hefur samið við Fram og mun leika með liðinu í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Frá þessu greindi Fram á föstudag. Handbolti 7. júlí 2023 19:00
Haukar byrjaðir að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum Haukar hafa þegar hafið að safna liði fyrir næsta tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Á föstudagskvöld var Ingeborg Furunes kynnt til leiks en sú hefur undanfarin ár spilað í efstu deild Noregs. Handbolti 30. júní 2023 22:45