Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hefna bikarmeistarnir?

    Stórleikur átta liða úrslita bikarkeppni kvenna í handbolta fer fram á Ásvöllum í kvöld þegar bikarmeistarar Hauka taka á móti Stjörnunni. Þetta verður annar leikur liðanna á fimm dögum en Stjarnan vann deildarleik liðanna í Ásgarði með sex marka mun á laugardaginn, 21-15.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan upp að hlið Valsstúlkna

    Stjörnustúlkur komust í dag upp að hlið Valsstúlkna á toppi DHL-deildar kvenna í handbolta með því að leggja Hauka af velli á heimavelli sínum, 21-15. Um sannkallaðan toppslag var að ræða því fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig. Valur, Stjarnan og Grótta hafa öll fengið 18 stig en Grótta hefur spilað tveimur leikjum meira en tvö fyrstnefndu liðin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hauka lögðu ÍBV

    Einn leikur var á dagskrá í DHL-deild kvenna í kvöld. Haukastúlkur lögðu ÍBV 35-28 á Ásvöllum. Liðin eru á svipuðu róli í deildinni en Haukar eru í fjórða sætinu með 16 stig, en ÍBV í því fimmta með 11 stig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK náði jafntefli við Val

    Þrír leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld. HK náði 29-29 jafntefli við topplið Vals á útivelli, Stjarnan skellti Gróttu 26-10 á útivelli og þá vann Fram sömuleiðis útisigur á botnliði Akureyrar. Valur er á toppnum með 18 stig eftir 11 leiki, Stjarnan hefur 16 stig eftir 10 leiki, Grótta hefur 16 stig eftir 12 leiki og Haukar hafa 14 stig eftir 11 leiki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gróttu tókst ekki að komast á toppinn

    Gróttustúlkum tókst ekki að komast á toppinn í DHL deild kvenna í handbolta í dag þegar liðið tapaði naumlega 27-26 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum. Valur er enn á toppnum með 17 stig og á leik til góða á Gróttu sem er í öðru sæti með 16 stig. Stjarnan og Haukar koma næst í þriðja og fjórða sæti með 14 stig og ÍBV er í því fimmta með 11 stig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði Stjörnuna

    Valsstúlkur skelltu sér á toppinn í dhl deild kvenna í handbolta í dag með 22-16 sigri í leik liðanna í Ásgarði í dag. Valur var yfir 10-6 í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tap fyrir Portúgal

    Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM sem fram fer í Rúmeníu þegar liðið lá 33-29 fyrir Portúgal. Portúgalska liðið hafði yfirhöndina frá upphafi til enda og hafði yfir 16-8 í hálfleik. Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Ísland og Hrafnhildur Skúladóttir 6 mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ísland lagði Asera

    Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann sigur á Aserum í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Rúmeníu í dag 31-28. Íslenska liðið var yfir 18-13 í hálfleik. Hanna Stefánsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir íslenska liðið í dag og Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 5 mörk. Liðið mætir Portúgölum klukkan 15 að íslenskum tíma á föstudaginn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Handboltinn stendur höllum fæti í Hafnarfirði

    Handboltinn í Hafnarfirði stendur afar höllum fæti og skulda handknattleiksfélög Hauka og FH þar í bæ samtals 113 milljónir króna. Handknattleiksdeildir félaganna eru komnar í þrot og hafa leitað aðstoðar bæjaryfirvalda. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri og Fram mætast í 8-liða úrslitunum

    Í dag var dregið í 8-liða úrslit SS-bikarsins í handbolta í karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki er aðeins einn úrvalsdeildarslagur þar sem Akureyri tekur á móti Íslandsmeisturum Fram. Stórleikurinn í kvennaflokki er án efa viðureign Hauka og Stjörnunnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan lagði Hauka á Ásvöllum

    Stjarnan lagði Hauka 28-26 í leik liðanna í DHL deild kvenna í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Rakel Bragadóttir var markahæst hjá Stjörnunni með 8 mörk, þar af 4 úr vítum og þær Anna Blöndal og Jóna Ragnarsdóttir skoruðu 5 hvor. Ramune Pekerskyte skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Sandra Stojkovic skoraði 7 mörk. Stjarnan er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar en Haukar í 4. sætinu, en Stjarnan á 2 leiki til góða.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan yfir gegn Haukum

    Stjörnustúlkur hafa yfir 15-12 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðsins gegn Haukum á Ásvöllum í DHL deild kvenna. Rakel Bragadóttir, Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Anna Blöndal hafa skorað 3 mörk hver fyrir Stjörnuna en Sandra Stojkovic hefur skorað 4 mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte 3 mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsstúlkur á toppnum

    Kvennalið Vals hefur náð þriggja stiga forystu á toppi DHL deildarinnar eftir öruggan 28-20 sigur á Fram í Laugardalshöllinni í dag. Haukar lögðu Akureyri á útivelli 27-21. Valur hefur þriggja stiga forskot á Gróttu á toppi deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH sá aldrei til sólar gegn Val

    Valur vann öruggan sigur á FH í DHL-deildkvenna í gær þegar liðin mættust í Kaplakrika í gær. Lokatölur urðu 21-30 þar Valsstúlkur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði FH

    Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld, en leik ÍBV og Stjörnunnar var frestað vegna veðurs. Valur lagði FH örugglega í Kaplakrika 30-21, Fram vann HK 31-30 í hörkuleik og Grótta vann Akureyri 22-16 fyrir norðan. Valur er í efsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 8 leiki og Grótta í öðru með 12 stig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Leik ÍBV og Stjörnunnar frestað

    Þrír leikir fara fram í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld en leik ÍBV og Stjörnunnar sem fara átti fram í Eyjum hefur verið frestað vegna ófærðar. Akureyri og Grótta eigast við á Akureyri og er sá leikur þegar hafinn, en klukkan 19 mætast FH og Valur í Kaplakrika og þá tekur Fram á móti HK.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsstúlkur á toppinn

    Kvennalið Vals skellti sér á toppinn í DHL deild kvenna í dag með sigri á Akureyri 27-20 í Laugardalshöll. Markahæst í liði Vals var Hildigunnur Einarsdóttir með 10 mörk en Ester Óskarsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Akureyri. Valur er í toppsætinu með 11 stig en Stjarnan hefur 10 stig í öðru sætinu en á leik til góða.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Grótta lagði Hauka

    Þrír leikir fóru fram í efstu deild kvenna í handbolta í dag. Grótta lagði Hauka örugglega 27-22, Natasja Damljamovic og Eva Kristinsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir Gróttu en Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sandra Stokovic skoruðu 7 hvor fyrir Hauka.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar lögðu ÍBV

    Það var sannkallaður stórleikur á dagskrá í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld þegar Haukar sóttu ÍBV heim í Vestmannaeyjum. Haukastúlkur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturunum 29-26. Þá voru tveir leikir í ss bikarnum. Stjarnan burstaði HK 38-25 og FH lagði Akureyri 25-16.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Grótta burstaði Fram

    Einn leikur var á dagskrá í ss bikar kvenna í handbolta í kvöld. Grótta burstaði Fram 28-15 á Seltjarnarnesi eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-5. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með fimm mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukastúlkur lögðu HK

    Einn leikur fór fram í DHL deild kvenna í kvöld. Haukar unnu þar sannfærandi útisigur á HK í Digranesi 26-39. Haukar hafa hlotið 6 stig í 4 leikjum í deildinni en HK hefur aðeins unnið einn leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Grótta á toppnum

    Einn leikur fór fram í DHL deild kvenna í handknattleik í kvöld. Gróttustúlkur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með auðveldum sigri á HK 32-24 og hefur liðið unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Leik kvöldsins frestað

    Leik Hauka og Stjörnunnar í DHL-deild kvenna sem fara átti fram í kvöld klukkan 20 hefur verið frestað og fer hann fram á sama tíma annað kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan stöðvaði Gróttu

    Eftir að hafa sigrað í þremur fyrstu þremur deildarleikjum sínum brotlenti kvennalið Gróttu í Ásgarði í gær. Leikurinn var jafn og spennandi lengi vel en í síðari hálfleik keyrðu Stjörnustúlkur yfir gesti sína, skoruðu níu mörk í röð og sigruðu á endanum 35-28.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur og Fram unnu

    Valsstúlkur lögðu HK að velli í Digranesi 23-33 og Framstúlkur unnu Akureyri í Safamýrinni 29-21.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Grótta lagði Íslandsmeistarana

    Gróttustúlkur byrja leiktíðina vel í DHL deild kvenna í handbolta en þær lögðu sjálfa Íslandsmeistarana 26-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í kvöld. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með 7 mörk, Sandra Paegle skoraði 5 og Kristín Þórðardóttir skoraði 4 mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þrír leikir í kvöld

    Þrír leikir fara fram í DHL-deildinni í handbolta í kvöld, tveir í karlaflokki og þá verður leikur Gróttu og ÍBV í kvennaflokki spilaður klukkan 19 á Seltjarnarnesi eftir að leiknum var frestað í gær. Í karlaflokki mætast Stjarnan og HK í Ásgarði klukkan 19 og Fram tekur á móti Haukum í Framhúsinu klukkan 20.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram skellti Haukum

    Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handknattleik. Fram vann óvæntan útisigur á Haukum 21-20, Valur lagði Stjörnuna 22-20 í Laugardalshöll og FH lagði lið Akureyrar 21-18 fyrir norðan.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Leik Gróttu og ÍBV frestað

    Leik Gróttu og ÍBV sem fara átti fram á Seltjarnarnesi nú klukkan 19 hefur verið frestað vegna ófærðar til og frá Vestmannaeyjum. Leikurinn verður þess í stað á dagskrá annað kvöld klukkan 19 ef veðurguðirnir lofa.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þriðja umferðin hefst í kvöld

    Í kvöld hefst þriðja umferð DHL-deildar kvenna í handknattleik með fjórum leikjum. Í Laugardalshöll mætast Valur og Stjarnan klukkan 20 og á sama tíma eigast við Haukar og Fram að Ásvöllum. Klukkan 19 eigast við Akureyri og FH í KA heimilinu fyrir norðan og Grótta mætir ÍBV á Seltjarnarnesi.

    Handbolti