Björgvin Páll ætti að vera búinn að verja miklu fleiri skot Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kemur ekki allt of vel út í nýrri Xs tölfræði HB Statz handboltatölfræðivefarins. Handbolti 10. janúar 2023 16:00
Hörður fær fyrrverandi rússneskan landsliðsmann Harðverjar ætla ekki að gefa sæti sitt í Olís-deildinni eftir baráttulaust og hafa samið við rússneskan leikmann. Handbolti 6. janúar 2023 14:35
Hvalreki á fjörur Víkinga Víkingur hefur fengið góðan liðsstyrk í baráttunni um að komast upp í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 5. janúar 2023 09:58
Annáll Olís-deildar karla: Valsmenn öðrum framar Sportsíldin var sýnd á Stöð 2 Sport á gamlársdag þar sem farið var yfir allt það helsta í íþróttalífinu á árinu. Tímabilið í Olís-deild karla var gert upp en Valsmenn unnu alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili. Handbolti 2. janúar 2023 07:00
Eyjamenn bæta við sig markverði Lið ÍBV í Olís deild karla í handbolta hefur bætt við sig markverði fyrir komandi átök á nýju ári. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins. Handbolti 31. desember 2022 13:46
Snorri Steinn framlengir við Val Snorri Steinn Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við þrefalda meistara Vals út tímabilið 2024-25. Handbolti 30. desember 2022 15:16
„Spurningin er ekki hvort heldur hvenær hann muni taka þessa deild yfir“ Heimkoma Arons Pálmarssonar, eins besta handbolta- og íþróttamanns Íslands, undnafarinn áratug hefur eðlilega vakið mikla athygli. Hvaða áhrif mun heimkoman hafa á Olís deild karla í handbolta og FH? Handbolti 24. desember 2022 11:02
„Ekki annað hægt heldur en að leggjast á allar árar og klára dæmið“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í Olís-deild karla, segist upphaflega ekki hafa haft mikla trú á því að Aron Pálmarsson væri á leið til liðsins. Hann hafi þó farið að trúa því þegar líða fór á og vonast til þess að þessi frábæri leikmaður geti hjálpað FH að taka næsta skref. Handbolti 23. desember 2022 07:10
Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld. Handbolti 22. desember 2022 21:37
„Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. Handbolti 22. desember 2022 21:08
Aron formlega kynntur til leiks hjá FH Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu. Handbolti 22. desember 2022 20:15
Bein útsending: FH kynnir Aron til leiks Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi FH þar sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson verður kynntur til leiks hjá félaginu. Handbolti 22. desember 2022 19:00
Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. Handbolti 22. desember 2022 07:44
Jónatan um brotthvarf sitt frá KA: „Engin dramatík í þessu“ Jónatan Magnússon mun hætta sem þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta að tímabilinu loknu. Jónatan segir ástæðuna einfalda, hann hafi verið lengi með liðið og tími til kominn að fá inn ferskt blóð. Að sama skapi segir hann að arftaki sinn muni taka við góðu búi enda sé vel staðið að öllu hjá KA. Handbolti 21. desember 2022 07:01
„Lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér“ Karlalið Vals í handbolta fagnar fríinu eftir mikið álag síðustu vikur. Meiðsli hafa hrjáð liðið síðustu vikur en liðið er þrátt fyrir það efst í Olís-deildinni, komið áfram í bikarnum og á góðan möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni á nýju ári. Handbolti 19. desember 2022 11:31
Jónatan mun hætta með KA að tímabilinu loknu Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta, mun segja starfi sínu lausu þegar tímabilinu lýkur í vor. Handbolti 15. desember 2022 16:30
Handkastið: Eyjamenn róa öllum árum að því að fá Daníel Frey Eyjamenn eru í markvarðarleit og renna hýru auga til Daníels Freys Andréssonar sem leikur í Danmörku. Arnar Daði Arnarsson greindi frá þessu í Handkastinu fyrr í vikunni. Handbolti 15. desember 2022 10:02
Benedikt Gunnar óbrotinn Benedikt Gunnar Óskarsson meiddist í blálokin á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi, þriðjudag. Óttast var að leikmaðurinn gæti verið ristarbrotinn en svo er ekki. Handbolti 14. desember 2022 23:31
Völva Seinni bylgjunnar: „Verða rosalega tæpir en munu ekki komast í úrslitakeppnina“ Það gerðist margt og mikið í jólaþætti Seinni bylgjunnar. Jóhann Gunnar Einarsson, Jói Kling, mætti á svæðið og spáði fyrir um hvað myndi gerast í Olís deild karla eftir áramót. Handbolti 14. desember 2022 22:30
Rúnar blæs á sögusagnirnar: „Það hefur enginn haft samband“ Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV í Olís-deild karla, segist ekki kannast við það að lið á höfuðborgarsvæðinu hafi haft samband við hann undanfarna daga. Handbolti 13. desember 2022 17:33
Handkastið: Næsti áfangastaður Rúnars gæti komið mjög á óvart Stórskyttan Rúnar Kárason flytur frá Vestmannaeyjum á fasta landið eftir þetta tímabil. Þetta herma heimildir Arnars Daða Arnarssonar. Handbolti 13. desember 2022 11:31
„Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að einhverju leyti sáttur með stigið sem hans menn fengu í kvöld. Liðið atti þar kappi við FH í hálfleikaskiptum leik sem endaði 29-29. Handbolti 12. desember 2022 22:45
„Þetta er bara eitthvað eitt atriði“ Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var skiljanlega svekktur eftir tap liðsins gegn Gróttu í Olís deild karla. Leikurinn stál í stál allt þangað til undir lokin þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og vann í kjölfarið þriggja marka sigur í Breiðholti, 25-28. Handbolti 12. desember 2022 22:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - FH 29-29 | Gestunum tókst ekki að vinna níunda leikinn í röð Í kvöld mættust nágrannaliðin Stjarnan og FH í TM höllinni í Garðabæ í síðasta leik beggja liða í Olís-deildinni árið 2022. Var leikurinn spennandi í síðari hálfleik og endaði með sanngjörnu jafntefli að lokum, l29-29 í TM höllinni. Handbolti 12. desember 2022 21:46
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grótta 25-28 | Gestirnir skoruðu síðustu þrjú mörkin og tóku stigin tvö ÍR hefði með sigri í kvöld hleypt miklu lífi í botnbaráttu Olís deildar karla í handbolta en Grótta reyndist sterkari á lokakaflanum og vann þriggja marka sigur, lokatölur 25-28. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 12. desember 2022 21:30
Tók meðvitaða ákvörðun um að gefa dómurum vinnufrið Handboltaþjálfarinn Bjarni Fritzson segir að sýn hans á störf dómara í handbolta hafi algjörlega breyst eftir að hann starfaði sem sérfræðingur í sjónvarpi. Handbolti 12. desember 2022 11:31
„Sýndum að við getum unnið lið fyrir ofan okkur“ Selfoss vann Fram 32-30 í síðasta deildarleik ársins. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var afar ánægður með sigurinn í viðtali eftir leik. Sport 10. desember 2022 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Fram 32-30 | Þriðji heimasigur Selfyssinga Selfoss vann tveggja marka sigur á Fram 32-30. Selfoss byrjaði seinni hálfleik betur og á lokamínútunum skellti Vilius Rasimas, markmaður Selfyssinga, í lás. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 10. desember 2022 19:30
Umfjöllun: KA - Haukar 28-29 | Haukar fara með sætan sigur í farteskinu í jólafríið Haukar fóru með sigur af hólmi, 28-29, þegar liðið atti kappi við KA-menn í Olís deild karla í handbolta í KA-heimilinu á Akureyri í dag. Handbolti 10. desember 2022 17:54
„Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok er hans menn gerðu jafntefli gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals að Varmá í kvöld. Lokatölur 30-30 í æsispennandi leik. Handbolti 9. desember 2022 23:50