Jafnt hjá Val og Stjörnunni Valur og Stjarnan gerðu jafntefli 32-32 í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstir í liði Vals með 7 mörk hvor, en Tite Kalandadze skoraði mest fyrir Stjörnuna eða 6 mörk. Sport 29. nóvember 2005 22:45
Stjarnan leiðir í hálfleik Stjarnan hefur þriggja marka forystu í hálfleik gegn Val í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Patrekur Jóhannesson þurfti að fara meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið þungt högg á höfuðið. Sport 29. nóvember 2005 20:45
Valur og Stjarnan mætast í kvöld Í kvöld fer fram einn leikur í DHL-deild karla í handbolta, en það er leikur Vals og Stjörnunnar sem frestað var á sínum tíma vegna þáttöku Vals í Evrópukeppninni. Valur getur styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri í kvöld og hefst leikurinn klukkan 20 og verður í Laugardalshöllinni. Sport 29. nóvember 2005 18:00
Fram sigraði ÍR Fram vann góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handbolta í Austurbergi í kvöld, 38-32. Sergiy Serenko skoraði 8 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson og Jóhann Einarsson skoruðu 7 hvor, en hjá heimamönnum voru þeir Ólafur Sigurjónsson og Andri Númason með sex mörk hvor. HK sigraði FH í Digranesi 29-26. Sport 20. nóvember 2005 21:01
Naumur sigur Hauka Haukar unnu nauman sigur á Víkingi/Fjölni í Grafarvogi í dag 30-28 og komust fyrir vikið í þriðja sæti deildarinnar. Þá vann topplið Vals auðveldan sigur á Selfyssingum 38-27. Sport 19. nóvember 2005 20:00
Stjarnan sigraði ÍBV Einum leik er lokið í DHL-deild karla í handbolta í dag, Stjarnan tók á móti ÍBV í Ásgarði og sigraði 39-36 í miklum markaleik, þar sem jafnt var í hálfleik 19-19. Patrekur Jóhannesson fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði 13 mörk, en Ólafur Víðir Ólafsson og Goran Kuzmanovdki skoruðu 9 mörk hvor fyrir Eyjamenn. Sport 19. nóvember 2005 16:15
KA sigraði Aftureldingu Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handknattleik í kvöld. KA menn unnu góðan sigur á Aftureldingu nyrðra, 30-24 og komust þar með í fjórða sæti deildarinnar. Það var Goran Guic sem var atkvæðamestur í liði KA og skoraði 9 mörk, en Ernir Arnarsson skoraði 7 mörk fyrir Aftureldingu. Sport 18. nóvember 2005 22:30
Valur á toppinn Valsmenn skelltu sér á toppinn í DHL-deild karla í kvöld með góðum sigri á Fram í Laugardalshöllinni 27-24, eftir að staðan hafði verið 12-13 í hálfleik. ÍBV og KA skyldu jöfn 32-32 í Eyjum, en leik Hauka og Stjörnunnar lauk einnig með jafntefli, 28-28. Sport 16. nóvember 2005 21:30
Valur tekur á móti Fram Það verður sannkallaður toppslagur í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í kvöld, þegar Valur tekur á móti Fram í Laugardalshöllinni. Fram er í toppsæti deildarinnar með 14 stig, en Valur kemur næst með 12 stig. ÍBV tekur á móti KA í Eyjum og þá leika Haukar og Stjarnan á Ásvöllum klukkan 20, en hinir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 16. nóvember 2005 18:45
Eradze frá keppni í rúma viku Meiðslin sem markvörður Stjörnunnar, Roland Valur Eradze, varð fyrir í leiknum gegn Val í 16-liða úrslitum SS-bikars karla í síðustu viku reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en hann mun vera frá í rúma viku. Sport 14. nóvember 2005 07:15
Tveir leikir á dagskrá í kvöld Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Selfossi í Árbænum og í Kaplakrika taka FHingar á móti ÍR. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:15. Sport 11. nóvember 2005 19:00
Afturelding sigraði í Eyjum Enn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í dag. Afturelding gerði góða ferð til Eyja og sigraði ÍBV 27-20 eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson var maður leiksins og varði vel í marki Mosfellinga. Sport 6. nóvember 2005 20:00
Hlynur sá um Stjörnuna Lærisveinar Sigurðar Sveinssonar í Fylki unnu góðan sigur á Stjörnunni í DHL-deild karla í handknattleik í dag 21-19. Markahæstur hjá Fylki var Eymar Kruger með sex mörk, en Patrekur Jóhannesson skoraði 6 fyrir Stjörnuna. Maður leiksins var þó án efa Hlynur Morhens í marki Fylkis, en hann varði 24 skot í leiknum. Sport 5. nóvember 2005 18:55
Fram lagði Selfoss Nokkrir leikir fóru fram í DHL-deild karla og kvenna í kvöld. Í kvennaflokki unnu Valsstúlkur sigur á Fram með 30 mörkum gegn 26. Í karlaflokki fóru fram þrír leikir, Þór og FH skyldu jöfn 25-25, HK lagði Víking/Fjölni 32-28 og Fram sigraði Selfoss á útivelli 28-27. Sport 4. nóvember 2005 22:00
Valur á toppinn Valsmenn skelltu sér á topp DHL-deildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir sigruðu ÍBV 38-34 í Laugardalshöll. ÍR bar sigurorð af Víkingi/Fjölni 31-28 á útivelli, FH vann Selfoss 36-29, Afturelding sigraði HK 27-24, Fylkir burstaði KA 33-25 og Fram og Stjarnan skildu jöfn í Garðabænum 26-26. Leik Þórs og Hauka er enn ólokið, en hann hófst ekki fyrr en klukkan 20. Sport 2. nóvember 2005 21:15
Tveir leikir í kvöld Þór bar sigurorð af Víkingi/Fjölni á Akureyri í DHL deild karla í kvöld 31-26. Þá sigruðu Haukastúlkur Gróttu á Ásvöllum í hörkuleik 23-22 og lyftu sér í annað sæti deildarinnar. Sport 23. október 2005 22:05