Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Júlíus verður næsti þjálfari Valsliðsins

    Júlíus Jónasson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik hjá Val. Júlíus mun taka við liðinu að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valsmönnum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valsmenn á leið í úrslitaslaginn á móti Haukum

    Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Óskar Bjarni segir framtíð sína óljósa

    „Nei það er ekki alveg á hreinu hvað ég geri,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur liðsins gegn Akureyri í kvöld er hann var spurður um framtíð sína en ljóst er að Óskar mun ekki stýra Valsliðinu næsta vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Árni Þór: Hundfúll og hálf orðlaus

    „Ég var ekki ánægður með framlenginguna hjá okkur og veit bara ekki hvað gerist hjá okkur. Við vorum alveg í séns undir lokin en náðum bara ekki að skora,” sagði Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Akureyri, eftir tap gegn Valsmönnum í framlengingu í kvöld, 30-26.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn héldu hreinu í framlengingunni og eru komnir í úrslit

    Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratiitlinn í N1 deild karla í handbolta með 30-26 sigri á Akureyri í framlengdum oddaleik í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Staðan var 26-26 eftir venjulegan leiktíma en Hlynur Morthens, markvörður Vals, fór á kostum í framlengingunni og hélt marki sínu hreinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Óskar Bjarni hættir með Val

    Óskar Bjarni Óskarsson mun hætta þjálfun Vals eftir tímabilið. Óskar stýrir liðinu gegn Akureyri í kvöld í undanúrslitum Íslandsmótsins í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitarimmunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valur stóðst áhlaup Akureyrar

    Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Elías Már: Við ætlum að klára þetta

    „Þetta var kannski óþarfi að hleypa HK svona nálægt undir lokin en þeir eru með gott lið og það er seygla í þessu og við erum að spila finnst mér frekar ílla sóknarlega eiginlega allan leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sveinbjörn: Fúlir í kvöld en brosum kannski á morgun

    „Það er hundleiðinlegt að eiga fínan dag annan leikinn í röð en það dugar ekki," sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, eftir tap gegn Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitaviðureign N1-deild karla í handbolta. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Hauka 19-21 og HK-menn eru á leið í sumarfrí.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Akureyringar í sumarskapi gegn Valsmönnum

    Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Magnús spáir Val og HK í úrslitin

    Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli.

    Handbolti