Júlíus verður næsti þjálfari Valsliðsins Júlíus Jónasson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik hjá Val. Júlíus mun taka við liðinu að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. Handbolti 27. apríl 2010 12:30
Fleiri stórstjörnur snúa aftur til FH - Kristján ráðinn íþróttastjóri Kristján Arason hefur verið ráðinn íþróttastjóri handknattleiksdeildar FH en hann mun koma að þjálfun meistaraflokksliðs karla og sinna einnig unglingaflokkum félagsins. Einar Andri Einarsson verður áfram þjálfari liðsins. Þetta kom fyrst fram á mbl.is. Handbolti 27. apríl 2010 09:30
Valsmenn í úrslit annað árið í röð eftir framlengingu - myndasyrpa Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta eftir 30-26 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í gær. Handbolti 27. apríl 2010 08:45
Umfjöllun: Valsmenn á leið í úrslitaslaginn á móti Haukum Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin. Handbolti 26. apríl 2010 23:28
Óskar Bjarni segir framtíð sína óljósa „Nei það er ekki alveg á hreinu hvað ég geri,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur liðsins gegn Akureyri í kvöld er hann var spurður um framtíð sína en ljóst er að Óskar mun ekki stýra Valsliðinu næsta vetur. Handbolti 26. apríl 2010 23:01
Hlynur Morthens: Kominn tími á að fá bikarinn aftur í Reykjavík „Fannst þér ég ekki góður?,” spurði markvörðurinn snjalli, Hlynur Morthens, fréttamann vísi eftir sigur Vals gegn Akureyri í kvöld. Leikurinn endaði í framlengingu þar sem Valsmenn kláruðu dæmið en lokatölur í Vodafone-höllinni, 30-26. Handbolti 26. apríl 2010 22:51
Árni Þór: Hundfúll og hálf orðlaus „Ég var ekki ánægður með framlenginguna hjá okkur og veit bara ekki hvað gerist hjá okkur. Við vorum alveg í séns undir lokin en náðum bara ekki að skora,” sagði Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Akureyri, eftir tap gegn Valsmönnum í framlengingu í kvöld, 30-26. Handbolti 26. apríl 2010 22:49
Valsmenn héldu hreinu í framlengingunni og eru komnir í úrslit Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratiitlinn í N1 deild karla í handbolta með 30-26 sigri á Akureyri í framlengdum oddaleik í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Staðan var 26-26 eftir venjulegan leiktíma en Hlynur Morthens, markvörður Vals, fór á kostum í framlengingunni og hélt marki sínu hreinu. Handbolti 26. apríl 2010 21:20
Úrslitaleikur Vals og Akureyrar í kvöld - Hvernig verður mætt í Vodafone-höllina? Valur og Akureyri mætast í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni N-1 deildar karla í handbolta. Um hreinan úrslitaleik er að ræða um sæti í úrslitarimmunni við Hauka. Handbolti 26. apríl 2010 14:15
Júlíus Jónasson í viðræðum við Val Júlíus Jónasson hefur verið í viðræðum við að taka við liði Vals undanfarna daga. Júlís sagði við Vísi í dag að viðræður ættu að klárast á allra næstu dögum. Handbolti 26. apríl 2010 13:30
Óskar Bjarni hættir með Val Óskar Bjarni Óskarsson mun hætta þjálfun Vals eftir tímabilið. Óskar stýrir liðinu gegn Akureyri í kvöld í undanúrslitum Íslandsmótsins í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitarimmunni. Handbolti 26. apríl 2010 09:30
Grótta mætir Aftureldingu í úrsliti umspilsins Grótta er komið í úrslit í umspilskeppni í N1-deildar karla eftir sigur á Víkingi í kvöld, 29-26. Handbolti 25. apríl 2010 22:04
Fögnuður Valsmanna - myndir Valur fagnaði í dag sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna í 27 ár og var gleðin ósvikin. Handbolti 25. apríl 2010 22:00
Rúnar Sigtryggsson: Ótrúlegt hvernig HSÍ tæklar þessi mál Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leiknum gegn Val í gær. Akureyringar töpuðu 25-31 en liðin mætast í úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum við Hauka annað kvöld. Handbolti 25. apríl 2010 15:00
Óskar Bjarni: Lofa sigri ef við fyllum húsið á mánudaginn Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, leyfði sínum mönnum að spila frjálsan bolta í leiknum gegn Akureyi, og hann var stoltur maður eftir 25-31 sigur Handbolti 24. apríl 2010 23:07
Jónatan: Liðin eiga að vera á núlli hjá dómurunum þegar leikurinn byrjar Jónatan Magnússon, fyrirliði Akureyrar, var ómyrkur í máli eftir tapið gegn Val í kvöld. Hann gagnrýnir dómara leiksins harkalega. Handbolti 24. apríl 2010 22:56
Umfjöllun: Valur stóðst áhlaup Akureyrar Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag. Handbolti 24. apríl 2010 22:24
Valur knúði fram oddaleik Valur vann í kvöld sigur á Akureyri, 31-25, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í úrslitakeppni N1-deild karla. Handbolti 24. apríl 2010 21:47
Elías Már: Við ætlum að klára þetta „Þetta var kannski óþarfi að hleypa HK svona nálægt undir lokin en þeir eru með gott lið og það er seygla í þessu og við erum að spila finnst mér frekar ílla sóknarlega eiginlega allan leikinn. Handbolti 24. apríl 2010 18:52
Sveinbjörn: Fúlir í kvöld en brosum kannski á morgun „Það er hundleiðinlegt að eiga fínan dag annan leikinn í röð en það dugar ekki," sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, eftir tap gegn Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitaviðureign N1-deild karla í handbolta. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Hauka 19-21 og HK-menn eru á leið í sumarfrí. Handbolti 24. apríl 2010 18:35
Umfjöllun: Haukar á leið í úrslitarimmuna eftir sigur í Digranesinu Haukar unnu 19-21 sigur á HK í Digranesinu í undanúrslitum Íslandsmót karla í handbolta í dag. Leiknum var að ljúka en lokamínúturnar voru æsispennandi. Handbolti 24. apríl 2010 17:26
Ragnar líklega ekki meira með HK Ólíklegt er að Ragnar Hjaltested muni spila meira með HK á tímabilinu en hann meiddist í leik liðsins gegn Haukum í gær. Handbolti 23. apríl 2010 16:15
Haukar lögðu HK-inga - myndasyrpa Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, skemmti sér konunglega á leik Hauka og HK í undanúrslitum N1-deildar karla í gær. Handbolti 23. apríl 2010 07:00
Akureyri sótti sigur á Hlíðarenda - myndasyrpa Akureyringar lögðu leið sína í bæinn í gær og unnu sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildarinnar. Handbolti 23. apríl 2010 06:00
Aron: Markverðirnir frábærir Aron Kristjánsson hrósaði markvörðum beggja liða eftir sigur Hauka á HK í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld, 22-20. Handbolti 22. apríl 2010 21:54
Vilhelm Gauti: Erum ekki dyramottur fyrir Haukana Vilhelm Gauti Bergsveinsson segir að herslumuninn hafi vantað upp á hjá sínum mönnum í HK gegn Haukum í kvöld. Handbolti 22. apríl 2010 21:45
Umfjöllun: Birkir Ívar vann þessa lotu Engu líkara var en að markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum og Sveinbjörn Pétursson, HK, háðu einvígi þegar liðin mættust í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Handbolti 22. apríl 2010 21:11
Rúnar: Kláruðum þetta þó ýmislegt hafi verið á móti okkur „Þetta var mjög ánægjulegur sigur," sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, sem vann frábæran sigur á Hlíðarenda í dag. Akureyri getur nú tryggt sér í úrslit með því að leggja Valsmenn norðan heiða á laugardag. Handbolti 22. apríl 2010 19:30
Umfjöllun: Akureyringar í sumarskapi gegn Valsmönnum Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Handbolti 22. apríl 2010 17:15
Magnús spáir Val og HK í úrslitin Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli. Handbolti 22. apríl 2010 12:00