Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valur vann botnslaginn gegn Selfossi

    Valur bar sigur úr býtum gegn Selfoss 26-25 í botnslagnum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var æsispennandi í lokin en reynsla Valsmanna skilaði þeim sigrinum að lokum. Valsliðið heldur áfram að bæta leik sinn og náði í gríðarlega mikilvæg stig. Hlynur Morthens fór hamförum í marki heimamanna og varði 21 skot,en Selfyssingar voru í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá honum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kristinn: Misstum liðsheildina

    Kristinn Guðmundsson, aðstoðarþjálfari HK, sagði að liðsheildin hjá sínum mönnum hafi ekki verið upp á marga fiska gegn Fram í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukarnir hefndu með stórsigri í Krikanum - myndir

    Íslands- og bikarmeistarar Hauka sýndu styrk sinn í níu marka stórsigri á FH, 25-16, í Kaplakrika í Hafnarfjarðarslagnum í N1 deild karla í kvöld. Haukar hefndu þar með fyrir níu marka tap fyrir FH á Ásvöllum í október síðastliðunum með því að vinna FH-ingar með sama mun á þeirra heimavelli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar unnu níu marka stórsigur á FH í Krikanum

    Haukar jöfnuðu FH að stigum með því að vinna sigur í Hafnarfjarðarslagnum í Kaplakrika í kvöld, lokastaðan 16-25. Þeir lögðu grunninn að sigrinum með því að skora sjö mörk í röð í kringum hálfleikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Heimir Guðjóns fer hamförum á grillinu

    Þegar þessi orð eru skrifuð er hálftími í slag erkifjendanna FH og Hauka í N1-deildinni í handbolta. FH-ingar voru í gær verðlaunaðir fyrir góða umgjörð á leikjum sínum en í leiknum í kvöld er öllu til tjaldað.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur Bjarki: Við vinnum Akureyri næst

    HK-ingurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson var í hádeginu valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferðanna í N1-deild karla. Ólafur Bjarki hefur leikið virkilega vel með HK það sem af er vetri og er vel að nafnbótinni kominn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Halldór Ingólfsson: Menn læra af þessu

    „Við vorum að keppa við lið sem er mun betra en okkar lið. Við þurftum að spila yfir getu til að halda í við þá en náðum því ekki í dag,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, sem steinlágu fyrir Grosswallstadt á Ásvöllum í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Auglýsa eftir stuðningi

    Síðari leikur Hauka og þýska úrvalsdeildarliðins Grosswallstadt, sem landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson spilar með, fer fram á Ásvöllum klukkan 17.00 í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Logi: Héldum partý eftir skellinn á móti Akureyri

    Logi Geirsson og félagar í FH komust aftur á sigurbraut í N1 deildinni með átta marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Logi var rólegur í leiknum en hann var mjög sáttur með sigurinn. Hann segir að partý eftir skellinn á móti Akureyri um síðustu helgi hafi hjálpað mönnum að rífa sig upp.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur: Við þurfum að rífa okkur upp

    Ólafur Guðmundsson var markahæstur hjá FH-ingum í átta marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld og hann var mjög ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir skell á móti Akureyri á heimavelli um síðustu helgi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bjarni: Ég vil biðja Rothöggið opinberlega afsökunar

    Bjarni Aron Þórðarson var markahæstur hjá Aftureldingu í tapinu á móti FH í kvöld en hann var allt annað en ánægður í leikslok og bað stuðningsmannasveit liðsins afsökunar á frammistöðu liðsins. FH vann nýliðana örugglega með átta mörkum að Varmá, 27-19.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Logi fer í pásu eftir Haukaleikinn

    Logi Geirsson ætlar að taka sér hvíld frá handbolta eftir leik FH og Hauka á þriðjudaginn. Logi hefur verið að drepast í öxlinni upp á síðkastið, hefur ekkert getað æft og ekkert getað skotið í leikjunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar: Höfum ekki verið rassskelltir fyrr en núna

    Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar var allt annað en sáttur með leik sinna manna í átta marka tap fyrir FH á heimavelli í kvöld. Afturelding komst lítið áleiðis gegn sterkri vörn Hafnarfjarðarliðsins í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sebastían: Vandamálið er andlegt

    Við vorum aldrei inn í þessum leik, ekkert frekar en í öllum heimaleikjunum okkar í vetur,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss, eftir tapið gegn Fram í kvöld. Selfyssingar töpuðu 30-38 gegn Fram í áttundu umferð N1 deild-karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Halldór Jóhann: Mikið sjálfstraust komið í liðið

    „Þetta var fínn sigur hjá okkur en við spiluðum ekki vel í seinni hálfleiknum,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, leikmaður Fram, eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1 deild-karla í kvöld.

    Handbolti