Atli: Gott að vera á toppnum í fríinu Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld en hann hefði viljað þau bæði. Akureyri gerði jafntefli ,23-23, gegn Haukum í 11.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum í lokin en jafntefli varð niðurstaðan. Handbolti 16. desember 2010 21:15
FH lagði HK í Krikanum FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs er þeir lögðu HK, 22-20, í Krikanum í kvöld. Handbolti 16. desember 2010 20:59
Umfjöllun: Endurfæddir Valsmenn stöðvuðu sigurgöngu Fram Valsmenn stöðvuðu tíu leikja sigurgöngu Fram með 29-28 sigri í æsispennandi leik í Vodafonehöllinni í kvöld. Sturla Ásgeirsson skoraði sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok en Hlynur Morthens varði eins og berserkur á lokamínútum leiksins. Handbolti 16. desember 2010 20:56
Umfjöllun: Akureyri tapaði stigi gegn Haukum Haukar og Akureyri skildu jöfn ,23-23, á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tíman og bæði lið fengu tækifæri í lokin til þess að gera út um leikinn. Liðin spiluðu líklega besta varnarleik sem sést hefur á Íslandi í mörg ár og gríðarleg barátta einkenndi bæði lið. Handbolti 16. desember 2010 20:13
Þrír sigrar í röð hjá Valsmönnum - myndir Valsmenn eru búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína eftir að Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkarðsson tóku við liðinu af Júlíusi Jónassyni. Liðið vann fyrsti sigra á Selfoss í bæði deild og bikar og fylgdi því síðan eftir með glæsilegum tíu marka sigri á HK í Digranesinu í gær. Handbolti 13. desember 2010 08:30
Sturla: Okkur langaði meira í sigurinn „Við erum að ná að binda vörnina saman og þá erum við komnir með stöðuga markvörslu. Með svona vörn og markvörslu erum við illviðráðanlegir," sagði Sturla Ásgeirsson leikmaður Vals eftir tíu marka sigurinn gegn HK. Handbolti 12. desember 2010 18:57
Reynir: Kortlögðum Akureyringa mjög vel Reynir Þór Reynisson var stoltur af strákunum sínum eftir góðan sigur á Akureyri í dag. Góður undirbúningur skipti sköpum að hans sögn en Fram vann leikinn 30-34. Handbolti 12. desember 2010 18:48
Atli: Spilamennskan var léleg Atli Hilmarsson var eðlilega ekki ánægður með leik sinna manna í Akureyri í dag. Það tapaði fyrsta leik sínum í vetur, fyrir Fram, 30-34. Handbolti 12. desember 2010 18:43
Kristinn: Eins og hrunin spilaborg „Valsmenn ætluðu sér bara sigurinn í dag en við vorum ekki ákveðnir í hvað við ætluðum að gera,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir að liðið tapaði fyrir Val í dag með tíu marka mun. Handbolti 12. desember 2010 18:42
Haraldur: Stefnum á titilinn Haraldur Þorvarðarson, línumaður og fyrirliði Fram, átti góðan leik þegar liðið vann Akureyri 30-34 í N1-deild karla í dag. Hann segir að liðið stefni á titil og ekkert annað. Handbolti 12. desember 2010 18:34
FH-ingar unnu örugglega á Selfossi FH-ingar unnu öruggan sex marka sigur á Selfossi, 38-32 í N1 deild karla í handbolta í dag og eru því með jafnmörg stig og Hk og Haukar í 3. til 5. sæti deildarinnar. FH voru með fjögurra marka forskot í hálfleik, 20-16. Handbolti 12. desember 2010 17:51
Umfjöllun: Framarar fyrstir til að leggja Akureyringa Fram varð fyrsta liðið til að vinna Akureyri í N1-deild karla þegar liðið vann góðan fjögurra marka sigur í dag, 30-34. Handbolti 12. desember 2010 17:45
Valsmenn burstuðu HK-inga í Digranesinu Valsmenn unnu tíu marka stórsigur á HK, 32-22, í N1 deild karla í handbotla í Digranesi í dag. Valsmenn hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína síðan að Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkarðsson tóku við liðinu af Júlíusi Jónassyni. Handbolti 12. desember 2010 17:22
Afturelding auðveld bráð Hauka Haukar unnu sigur á Aftureldingu 28-24 í fyrsta leik 10. umferðar N1-deildar karla í kvöld. Heimamenn voru með leikinn í sínum höndum allan tímann og voru með forystu frá upphafi til enda. Handbolti 10. desember 2010 21:17
Ísland tapaði fyrir Svíþjóð og mætir Noregi á morgun Svíþjóð vann Ísland 31-26 í Heimsbikarnum í handbolta í kvöld. Sænska liðið var 19-14 yfir í hálfleik. Það er því ljóst að Ísland mun leika gegn Noregi um þriðja sætið á mótinu á morgun en heimamenn í Svíþjóð leika gegn Dönum í úrslitum. Handbolti 7. desember 2010 20:59
FH naumlega í undanúrslitin með sigri á ÍR FH-ingar eru komnir í undanúrslit Eimskips-bikars karla í handbolta en þeir lentu í kröppum dansi gegn ÍR í íþróttahúsinu Austurbergi í kvöld. FH vann á endanum sigur 24-23. Handbolti 6. desember 2010 21:05
Akureyri í undanúrslit - myndir Topplið N1-deildar karla, Akureyri, komst auðveldlega í undanúrslit Eimskipsbikarsins er Norðamenn völtuðu yfir Víkinga í Víkinni. Handbolti 6. desember 2010 07:00
Valdimar skaut Valsmönnum í undanúrslit Valur komst í kvöld í undanúrslit Eimskipsbikars karla er liðið lagði Selfoss, 25-29, á Selfossi. Heimamenn voru yfir í hálfleik, 14-12. Handbolti 5. desember 2010 20:54
Oddur: Mjög spennandi verkefni sem tekur nú við „Það er frábært að vera komnir svona langt," sagði Akureyringurinn Oddur Gretarsson eftir að liðið vann Víking örugglega og tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarsins. Handbolti 5. desember 2010 18:37
Róbert eftir tapið gegn Akureyri: Þetta var bara gaman fyrir okkur Róbert Sighvatsson, þjálfari Víkinga, segist taka jákvæðu punktana úr leiknum gegn Akureyri í dag. Norðanmenn unnu stórsigur. Handbolti 5. desember 2010 18:35
Akureyri komið í undanúrslit Akureyri, topplið N1-deildarinnar, átti ekki í vandræðum með að leggja Víking, sem er við botninn í 1. deildinni, í Fossvoginum í dag. Lokatölur urðu 18-34 og eru norðanmenn því komnir áfram í bikarnum. Handbolti 5. desember 2010 17:19
Reynir: Hrikalega flottur karakter Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, var að vonum kátur eftir að hans menn höfðu tryggt sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikarsins með sigri á bikarmeisturum Hauka. Handbolti 4. desember 2010 17:27
Fram sló út bikarmeistarana Fram er komið í undanúrslit í Eimskipsbikar karla eftir sigur á bikarmeisturum Hauka, 32-31, í Safamýrinni í dag. Þetta var fyrsti leikurinn í átta liða úrslitum keppninnar. Handbolti 4. desember 2010 17:16
Sveinbjörn: Óbilandi trú og sigurvilji Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, var ánægður með sigurinn á Aftureldingu í N1-deild karla í gær. Handbolti 3. desember 2010 12:45
Hafþór: Fleiri sigurleikir framundan Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, segir að það séu fleiri sigurleikir framundan hjá Mosfellingum þó svo að liðið hafi aðeins unnið einn leik af níu til þessa í N1-deild karla. Handbolti 3. desember 2010 12:00
Nýju þjálfararnir komu Valsliðinu af botninum - myndir Valsmenn unnu 26-25 sigur á Selfossi í botnslag í N1 deild karla í gær og komust með því úr botnsæti deildarinnar þar sem þeir hafa verið nær allt tímabilið til þessa. Handbolti 3. desember 2010 08:45
Níu sigrar í röð hjá Akureyri - myndir Topplið Akureyrar hélt sigurgöngu sinni áfram í N1 deild karla í gærkvöldi með 25-24 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum. Akureyri hefur nú fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en norðanmenn eru búnir að vinn fyrstu níu leiki sína í N1 deildinni. Handbolti 3. desember 2010 08:30
Hlynur: Mikilvægur sigur fyrir okkur í botnbaráttunni „Ég er ánægður en alveg gjörsamlega búinn á því,“ sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals, eftir sigurinn á Selfyssingum í kvöld. Valur vann mikilvægan sigur á Selfyssingum 26-25 í sannkölluðum botnslag. Hlynur átti frábæran leik og varði 21 skot en mörg þeirra voru algjör dauðafæri. Handbolti 2. desember 2010 22:34
Sebastian: Hlynur var okkur of erfiður Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfyssinga, hafði blendnar tilfinningar í lokin eftir að hafa tapað gegn Valsmönnum í kvöld en Selfyssingar léku sennilega sinn besta leik á tímabilinu. Valur bar sigur úr býtum gegn Selfoss, 26-25, í 9.umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram að Hlíðarenda. Handbolti 2. desember 2010 22:29
Óskar Bjarni: Höfðum alltaf góð tök á leiknum Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Valsmanna, var sáttur með stigin í kvöld og ánægður með leik sinna manna. Valur landaði mikilvægum sigri í botnbaráttunni í kvöld en þeir báru sigur úr býtum gegn Selfyssingum 26-25 í 9.umferð N1-deildar karla en leikurinn fór fram að Hlíðarenda. Handbolti 2. desember 2010 22:12