Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Kristinn: Mættum til leiks í síðari hálfleik

    "Þetta var virkilega súrsætur leikur, en við mættum ekki til leiks fyrir en í hálfleik,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. HK-ingar töpuðu, 32-29, fyrir Akureyri eftir að hafa verið 10 mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var hluti af 19.umferð N1-deilda karla og fór fram í Digranesinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli: Frábær stund fyrir félagið

    "Þetta er frábært fyrir félagið,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, mjög svo ánægður eftir sigurinn í kvöld. Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Akureyri Deildarmeistari eftir sigur á HK

    Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyringar voru með tíu marka forskot í hálfleik og allt leit út fyrir að HK-ingar yrðu niðurlægðir á sínum eigin heimavelli. Heimamenn komu virkilega sterkir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í aðeins eitt mark, en lengra komust þeir ekki og Akureyringar unnu sinn fyrsta titill í sögu félagsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri er deildarmeistari

    Handknattleikslið Akureyrar vann í kvöld sinn fyrsta titil í stuttri sögu félagsins. Akureyri lagði þá HK af velli, 32-29, í Digranesi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framarar fóru illa með Hauka á Ásvöllum - myndir

    Framarar fóru á kostum í tólf marka sigri á Haukum, 34-22, á Ásvöllum í gær. Framliðið sýndi þarna að liðið er búið að hrista af sér slen síðustu vikna og er greinilega komið aftur á beinu brautina eftir tvo góða sigurleiki í röð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Reynir: Fórum í naflaskoðun

    "Þetta er allt annað Framlið en menn hafa séð að undanförnu,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, eftir sigurinn í dag. Fram gjörsigraði Hauka, 34-22, í 19.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Örn: Þetta var bara afhöfðun

    "Þetta var bara afhöfðun með öllu," sagði Einar Örn Jónsson, leikmaður Haukar, eftir að lið hans hafði verið niðurlægt á sínum eigin heimavelli. Framarar gjörsamlega rústuðu Haukum 34-22 í 19.umferð N1-deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Framarar niðurlægðu Hauka á þeirra eigin heimavelli

    Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hlynur: Pálmar klárar leikinn fyrir FH

    Hlynur Morthens, markvörður Vals, stóð vaktina ágætlega í kvöld en það dugði ekki til því FH vann leikinn og svo gott sem gerði út um vonir Valsmanna á því að komast í úrslitakeppnina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Von Valsmanna afar veik

    Draumur Valsmanna um að komast í úrslitakeppni N1-deildar karla svo gott sem dó í kvöld er þeir urðu að sætta sig við tap, 30-25, gegn FH í Krikanum í kvöld. FH styrkti um leið stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Slátrun í Hveragerði

    Leik Hamars og Njarðvíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar lauk með 83-47 sigri Hamarsstúlkna. Þær tóku því 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Klárar Akureyri titilinn í kvöld?

    Heil umferð fer fram í N1-deild karla í kvöld og líkt og í síðustu umferð þá eiga Akureyringar möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn sem verður fyrsti titillinn í sögu félagsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tjörvi kom Haukum upp í fjórða sætið

    Tjörvi Þorgeirsson tryggði Haukum mikilvægan 29-28 sigur á HK á Ásvöllum í kvöld í baráttu liðanna í 4. og 5. sætinu í N1 deild karla. Með sigrinum tóku Haukar fjórða sætið af Kópavogsliðinu og unnu jafnframt sinn fyrsta sigur undir stjórn þeirra Gunnars Bergs Viktorssonar og Birkis Ívars Guðmundssonar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fjórða tap Framara í röð - FH-sigur í Safamýri

    FH vann góðan sigur á Fram í baráttunni um annað sætið í N1 deild karla, 28-33 í Safamýrinni í dag. Fram hafði undirtökin í leiknum framan af og leiddi í hálfleik, 15-14. FH komst með því upp fyrir Fram og í 2. sæti deildarinnar en Akureyri er með sex stiga forskot á toppnum.

    Handbolti