Haukar tóku toppsætið með sér úr Safamýrinni - myndir Haukar eru komnir á toppinn í N1 deild karla í handbolta eftir 27-25 sigur á Fram í toppslagnum í Safamýrinni í gærkvöldi. Haukar hafa nú tveimur stigum meira en Framarar. Handbolti 25. nóvember 2011 08:30
Það er allt vitlaust út af þessu Gríðarlegur munur er á félagaskiptagjaldi í stóru íþróttunum þremur. Á meðan það getur kostað hátt í hálfa milljón að fá mann að utan til Íslands í handboltanum er grunngjaldið í fótboltanum aðeins 2.000 kr. KKÍ er nýbúið að hækka gjaldið vegna útlendinga. Handbolti 25. nóvember 2011 08:00
Jóhann Gunnar meiddist í kvöld: 80% líkur á að krossbandið sé slitið Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að meiðast virkilega illa þegar aðeins ein mínúta var liðin af leik Fram og Hauka í N1 deild karla í Safamýri í kvöld. Handbolti 24. nóvember 2011 20:18
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar - 25-27 Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða. Handbolti 24. nóvember 2011 14:27
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 21-30 HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi. Handbolti 24. nóvember 2011 14:25
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 24-33 Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt. Handbolti 24. nóvember 2011 14:20
Þrettán marka bæting á tíu dögum - myndir FH og Akureyri gerðu 29-29 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í Kaplakrika í gærkvöldi en fyrir aðeins tíu dögum hafði FH unnið þrettán marka sigur, 34-21, í bikarleik liðanna á sama stað. Handbolti 24. nóvember 2011 08:45
Heimir Örn: Raggi Njáls ætlar að koma með comeback ársins Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, sagði eftir jafntefli liðsins við FH í kvöld að Akureyringar lumi mögulega á leynivopni sem eigi eftir að reynast liðinu vel í deildinni í vetur. Handbolti 23. nóvember 2011 21:42
FH-ingar styrkja son Hermanns Fannars Einn leikur fer fram í N1-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti Akureyri. 500 krónur af miðaverði mun renna í minningarsjóð í nafni Loga Þórs Hermannssonar sem er sonur Hermanns Fannars Valgarðssonar FH-ings en hann féll frá á dögunum. Handbolti 23. nóvember 2011 15:15
Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 29-29 Íslandsmeistarar FH og deildarmeistarar Akureyrar skildu í kvöld jöfn í æsispennandi leik í Kaplakrika þar sem jafnt var á nánast öllum tölum eftir kaflaskipta byrjun. Handbolti 23. nóvember 2011 11:14
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 22-21 Haukar unnu nauman 22-21 sigur á HK á Ásvöllum í dag. Haukar lyfta sér með sigrinum í toppsæti N1-deildarinnar með jafn mörg stig og Fram en leik til góða. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, var besti maður vallarins með 21 skot varið. Handbolti 20. nóvember 2011 00:01
Sigfús: Þarf bara að taka aðeins af varaforðanum Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum. Handbolti 18. nóvember 2011 08:45
Fram flaug á toppinn - myndir Fram er í toppsæti N1-deildar karla eftir dramatískan sigur á Íslandsmeisturum FH í Safamýri í gær. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Framarar mörðu sigur undir lokin. Handbolti 18. nóvember 2011 06:30
Þrándur: Rjúpan er að fara illa með okkur Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar, segir að menn verði að fara að hvíla sig um helgar í staðinn fyrir að fara á rjúpnaveiði helgi eftir helgi. Þrátt fyrir gamansaman tón var Þrándur ekki sáttur með leikinn gegn Akureyri í kvöld. Handbolti 17. nóvember 2011 21:33
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 34-26 Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla og eru nú aðeins einu stigi frá fjórða sætinu eftir öruggan átta marka sigur á Gróttu, 34-26, í Vodafonehöllinni í kvöld. Valsmenn voru með gott forskot allan leikinn en baráttuglaðir Gróttumenn hættu aldrei og misstu aldrei vonina fyrr en í blálokin. Handbolti 17. nóvember 2011 15:56
Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 34-33 Topplið Fram vann dramatískan sigur, 34-33, á FH í stórleik kvöldsins í N1-deild karla. Úrslitin réðust á lokamínútunni þar sem Róbert Aron Hostet skoraði sigurmarkið áður en skot Andra Bergs Haraldssonar sigldi framhjá rétt áður lokaflautið gall. Handbolti 17. nóvember 2011 15:54
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri-Afturelding 34-26 Akureyri komst aftur á sigurbraut í kvöld þegar Norðanmenn unnu góðan sigur, 34-26, á Aftureldingu. Handbolti 17. nóvember 2011 15:51
Gylfi bjargaði Haukum í Eyjum Haukar urðu í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Eimskipsbikars karla er Haukarnir mörðu sigur, 17-19, á ÍBV í Eyjum. Handbolti 16. nóvember 2011 21:10
Grótta kom á óvart í Mosfellsbænum - myndir Grótta gaf gagnrýnendum langt nef í gær er liðið snéri töpuðum leik sér í hag og komst áfram í 16-liða úrslit Eimskipsbikarsins. Handbolti 15. nóvember 2011 06:30
Valur marði sigur á ÍR 1. deildarlið ÍR stóð í N1-deildarliði Vals er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins í kvöld. Handbolti 14. nóvember 2011 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Grótta 25-27 Grótta vann upp átta marka forystu Aftureldingar í Mosfellbænum í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Eimskipsbikars karla með tveggja marka sigri 25-27 eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik 17-13. Handbolti 14. nóvember 2011 17:05
Þrettán marka rassskelling í Krikanum - myndir FH-ingar fóru á kostum á móti Akureyri í gær og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Eimskipsbikarsins með 34-21 sigri á norðanmönnum. Handbolti 14. nóvember 2011 08:30
Umfjöllun: FH - Akureyri 34-21 FH fór létt með að slá Akureyri út úr Eimskipsbikarnum, en liðið sigraði norðanmenn 34-21 í 16-liða úrslitum, leikurinn fór fram í Kaplakrika í dag. Sigurinn var aldrei í hættu og Fimleikafélagið mun sterkari aðilinn í leiknum. Ólafur Gústafsson fór mikinn í liði FH og skoraði 9 mörk. Handbolti 13. nóvember 2011 17:10
Stefán: Við megum ekki hlusta á fólkið í kringum okkur Stefán Arnarson, þjálfari Vals, var óhress með margt þrátt fyrir 32-25 sigur Vals á HK í toppslag í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Stefán skilur ekkert í umræðunni um Valsliðið og segir það heldur ekki boðlegt hvað liðin eru að spila fáa leiki í deildini í vetur. Handbolti 12. nóvember 2011 16:00
Fyrsti sigur Valsmanna síðan í september - myndir Valsmenn fögnuðu langþráðum og óvæntum sigri þegar þeir unnu 31-27 sigur á HK í N1 deild karla i handbolta í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. HK-liðið var fyrir leikinn búið að ná í níu af tíu mögulegum stigum í fimm síðustu leikjum sínum í deildinni. Handbolti 11. nóvember 2011 07:00
Einar: Þetta var ekki handbolti heldur box Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ákaflega ósáttur eftir tapið á heimavelli gegn Aftureldingu í kvöld. Bæði út í dómara leiksins sem og strákana sína. Handbolti 10. nóvember 2011 22:18
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 31-27 Valur vann kærkominn sigur á HK á heimavelli sínum í kvöld í spennandi og skemmtilegum leik. Valur náði frumkvæðinu á síðustu mínútum fyrir hálfleiks og hélt því út leikinn þó litlu hafi munað að HK kæmist yfir þegar skammt var eftir. Frábær lokasprettur Vals í lok beggja hálfleika lagði grunninn að sigrinum. Handbolti 10. nóvember 2011 15:23
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Grótta 39-24 Akureyri fagnaði langþráðum sigri í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann fimmtán marka stórsigur á Gróttu, 39-24, í Höllinni á Akureyri. Handbolti 10. nóvember 2011 15:21
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 20-23 Afturelding vann afar óvæntan 20-23 sigur á Fram er liðin mættust í Safamýri í kvöld. Davíð Svansson markvörður var hetja þeirra. Handbolti 10. nóvember 2011 15:20
Búið að fresta leik FH og Hauka Búið er að fresta stórleik FH og Hauka vegna sviplegs fráfalls manns úr Hafnarfirði. Leikurinn átti að fara fram í Krikanum á morgun. Handbolti 9. nóvember 2011 14:51