Höfum unnið vel í sóknarleiknum Topplið N1-deildarinnar, Haukar, mæta Fram í úrslitaleik Eimskipsbikars karla sem hefst klukkan 16.00 í dag. Liðin eru búin að mætast þrisvar í vetur og hafa Haukar unnið í tvígang. Handbolti 25. febrúar 2012 07:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 23-31 | Haukar Bikarmeistarar Haukar fögnuðu í dag sínum sjötta bikarmeistaratitli með því að leggja Fram að velli 31-23. Haukar voru sterkari aðilinn í leiknum frá fyrstu mínútu og sigurinn aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var 17-11 Haukum í vil. Handbolti 25. febrúar 2012 00:01
Hvar hita stuðningsmenn liðanna upp fyrir bikarúrslitaleikina? Úrslitaleikir Eimskipsbikarsins í handknattleik eru jafnan mikil hátíð fyrir þau lið sem taka þátt. Fjögur félög eiga fulltrúa í Höllinni þetta árið og er byrjuð að myndast mikil stemming meðal stuðningsfólks þeirra. Handbolti 24. febrúar 2012 21:45
Aron Kristjáns: Malovic hefur gjörsamlega misst sjálfstraustið Nemanja Malovic, hægri skytta karlaliðs Hauka í handknattleik, hefur átt afar erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum. Hann fór á kostum í fyrsta leik tímabilsins í haust gegn HK og gekk ágætlega framan af móti en svo hefur sigið á ógæfuhliðina. Handbolti 17. febrúar 2012 06:00
Akureyringar komnir inn á topp fjögur - myndir Akureyringar unnu sinn annan sigur á Nesinu á einni viku þegar þeir lögðu botnlið Gróttu 29-25 í N1 deild karla í kvöld en Akureyri vann 28-19 sigur á Gróttu á sama stað á fimmtudaginn var. Handbolti 16. febrúar 2012 22:39
Haukar unnu auðveldan sigur í generalprufunni - myndir Haukar unnu öruggan sex marka sigur á Fram í N1 deild karla í kvöld, 23-17, og enduðu um leið tveggja leikja taphrinu sína í deildinni. Haukar eru því áfram einir á toppnum. Handbolti 16. febrúar 2012 22:37
FH-ingar áfram stigi á eftir Haukum | Unnu Aftureldingu naumt FH-ingar unnu 26-25 sigur á Aftureldingu í N1 deild karla í handbolta í kvöld og eru áfram einu stigi á eftir toppliði Hauka. Handbolti 16. febrúar 2012 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Akureyri 25-29 Akureyri vann í kvöld góðan fjögurra marka sigur, 25-29 á botnliði Gróttu í N1-deildinni á Seltjarnarnesi. Gróttumenn stríddu Akureyringum lengi vel en reynsla og gæði Akureyringa landaði þeim sigrinum að lokum. Handbolti 16. febrúar 2012 18:15
Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 24-28 Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK. Handbolti 16. febrúar 2012 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 17-23 Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Safamýri 23-17 í leik sem einkenndist af vandræðalegum sóknarleik beggja liða. Haukar halda toppsætinu í deildinni og eru komnir á sigurbraut á nýjan leik eftir tvö töp í röð. Handbolti 16. febrúar 2012 12:28
Bjarni bestur í öðrum hluta N1-deildar karla Akureyringinn Bjarni Fritzson var valinn besti leikmaður annars hluta N1-deildar karla. Bjarni fór fyrir liði Akureyrar í umferðinni sem náði bestum árangri allra liða. Handbolti 15. febrúar 2012 12:51
Einar bað Hafstein og Gísla afsökunar Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur sent frá sér opinberlega afsökunarbeiðni á ummælum sínum eftir jafntefli Fram á móti Aftureldingu í N1 deild karla í síðustu viku. Handbolti 15. febrúar 2012 06:00
Framarar í bikarúrslitaleikinn í tíunda skipti - myndir Framarar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum í kvöld með dramatískum eins marks sigri á HK, 24-23, í Digranesi. Framarar eru þar með komnir í Höllina í tíunda skiptið en þeir hafa ekki unnið bikarinn síðan 2000 eða í tólf ár. Handbolti 13. febrúar 2012 22:06
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 23-24 | Fram í bikarúrslitin Fram mætir Haukum í úrslitum Eimskipsbikars karla eftir ótrúlegan sigur á HK 24-23 á útivelli í kvöld þar sem Sigurður Eggertsson skoraði sigurmarkið beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Handbolti 13. febrúar 2012 12:53
Afturelding náði stigi gegn Fram Framarar misstigu sig í Mosfellsbænum í kvöld er þeir fengu aðeins eitt stig gegn næstneðsta liði N1-deildarinnar, Aftureldingu. Handbolti 9. febrúar 2012 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Grótta – Akureyri 19-28 Akureyri vann öruggan sigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í kvöld. Lokatölurnar urðu 19-28 og var sigur gestanna aldrei í hættu. Akureyringar halda því 5. sætinu að loknum 14. umferðum en Grótta er enn á botninum í leit að sínum fyrsta sigri. Handbolti 9. febrúar 2012 15:26
Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 28-26 Góður seinni hálfleikur bætti upp fyrir lélega byrjun í 28-26 sigri HK á Valsmönnum í Digranesinu í kvöld. Eftir að vera 6-1 undir eftir aðeins 9 mínútur tóku heimamenn við sér og unnu að lokum 2 marka sigur. Handbolti 9. febrúar 2012 15:23
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 20-26 Topplið Hauka í N1-deild karla fer ekki vel af stað eftir EM-fríið. Liðið tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð og að þessu sinni gegn erfkifjendunum í FH á heimavelli, 20-26. Handbolti 9. febrúar 2012 15:18
Aron var mjög reiður sínum leikmönnum Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var allt annað en sáttur við sitt lið í kvöld og las liðinu heldur betur pistilinn inn í klefa eftir leik. Haukar steinlágu fyrir Val í kvöld, 25-18. Handbolti 2. febrúar 2012 22:23
Hlynur: Gott að losna við öskrin í Óskari Hlynur Morthens, markvörður Vals, sló á létta strengi eftir flottan sigur hans manna á toppliði Hauka í N1-deild karla í kvöld. Handbolti 2. febrúar 2012 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 25-27 HK vann ótrúlegan sigur á Akureyri í N1-deild karla í kvöld. Staðan var jöfn í lokin en ótrúlegt klúður Akureyringa kom í veg fyrir að þeir fengju nokkuð úr leiknum. Lokatölur 25-27. Handbolti 2. febrúar 2012 18:30
Umfjöllun og viðtöl : Fram - Grótta 23-21 Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli. Handbolti 2. febrúar 2012 15:11
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 25-18 Valsmenn nýttu greinilega EM-fríið nokkuð vel þó svo þjálfarinn, Óskar Bjarni Óskarsson, væri fjarverandi með landsliðinu í Serbíu. Þeir þurftu að rífa sig upp gegn Haukum til þess að komast aftur í baráttuna í efri hlutanum í N1-deild karla og það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Unnu sannfærandi sigur gegn andlausu Haukaliði. Handbolti 2. febrúar 2012 15:09
Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 24-20 Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það. Handbolti 2. febrúar 2012 15:06
45 daga bið endar í kvöld N1 deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir 45 daga hlé vegna jólafrís og Evrópumótsins í Serbíu. Öll átta liðin verða í eldlínunni og allir fjórir leikirnir verða í beinni á boltavakt Vísis. Handbolti 2. febrúar 2012 06:00
Tveir Hafnarfjarðarslagir á þremur dögum Karlalið Hauka og FH drógust saman í undanúrslitum Eimskipsbikarsins en drátturinn fór fram í hádeginu í gær. Leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Handbolti 27. janúar 2012 06:00
Guðlaugur og Heimir Örn báðir meiddir Varnaruxinn Guðlaugur Arnarsson, leikmaður Akureyrar, er á hækjum þessa dagana eftir að hafa farið í hnéaðgerð skömmu fyrir jól. Handbolti 4. janúar 2012 10:00
Haukar völtuðu yfir FH - myndir Hafnfirðingar troðfylltu gamla íþróttahúsið við Strandgötu í gær þegar Haukar og FH kepptu til úrslita í deildarbikar HSÍ. Handbolti 29. desember 2011 06:30
FH skellti HK í framlengdum leik Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í úrslitum deildarbikarsins í handbolta. FH vann HK í kvöld, 28-26, og mætir Haukum í úrslitum annað kvöld. Handbolti 27. desember 2011 23:16
Haukar völtuðu yfir Framara Haukar komust í kvöld í úrslit deildarbikars karla með ótrúlegum yfirburðasigri á Fram. Lokatölur 31-19 en hálfleikstölur voru 16-10. Handbolti 27. desember 2011 19:39