Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Haukar geta orðið deildarmeistarar í kvöld - heil umferð í N1 deild karla

    Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld verði úrslitin þeim hagstæð en þá fer fram næstsíðasta umferðin í N1 deild karla í handbolta. Vinni Haukarnir Aftureldingu á sama tíma og nágrannar þeirra í FH tapa stigum á móti HK þá næla Haukar í þriðja titilinn á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 24-24 | FH-ingar komnir í úrslitakeppnina

    FH-ingar unnu upp fimm marka forskot HK í seinni hálfleik og tryggðu sér 24-24 jafntefli og um leið öruggt sæti í úrslitakeppninni þegar FH og HK mættust í spennandi leik í Kaplakrika í N1 deild karla í kvöld. HK var 17-12 yfir í hálfleik og FH komst síðast yfir í leiknum í stöðunni 6-5 þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar unnu í Digranesi - myndir

    Haukar komust aftur á topp N1-deildar karla í gærkvöld er liðið lagði HK í Digranesi. Á sama tíma tapaði FH á Akureyri og missti þar með toppsætið í hendur nágranna sinna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 24-20

    Valsmenn unnu í kvöld fjögurra marka heimasigur, 24-20 á Aftureldingu í N1 deildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og virkuðu bæði lið frekar áhugalaus í leiknum. Sigurinn er þó kærkominn Valsmönnum enda eygja þeir ennþá litla von á sæti í úrslitakeppninni. Þeir þurfa þó að klára síðustu tvo leiki sína í deildinni ásamt því að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 20-26

    Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigfús biðst afsökunar

    Sigfús Sigurðsson, leikmaður Vals hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir tap Vals á móti Fram í N1 deild karla í gær en hann gagnrýndi þar dómara leiksins þá Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólaf Pétursson.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH-ingar unnu léttan sigur á botnliði Gróttu

    FH-ingar endurheimtu toppsætið með öruggum þrettán marka sigur á Gróttu, 31-18, í N1 deild karla í kvöld en Haukar voru klukkutíma á toppnum eftir sigur á Akureyri fyrr í kvöld. FH-ingar tóku öll völd í fyrri hálfleik og féllu ekki sömu gryfju og nágrannar þeirra á dögunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigfús: Fram vann þetta á heimadómgæslu

    "Ég er mjög ánægður með tveggja marka tap þrátt fyrir að hafa verið tveimur til þremur mönnum færri allan leikinn," sagði Sigfús Sigurðsson allt annað en sáttur við dómgæsluna í Safamýrinni í dag er Fram lagði Val með tveggja marka mun í mikilvægum leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 30-28

    Framarar sigruðu granna sína í Val í Reykjavíkurslagnum í N1-deildinni í handbolta karla í dag. Lokatölurnar urðu 30-28 í leik sem var spennandi langt fram í síðari hálfleik þegar Framarar sigu fram úr. Gríðarlega mikilvægur fyrir Framara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru aftur á móti í slæmum málum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hádramatík þegar Valsmenn unnu toppliðið - myndir

    Valsmenn héldu lífi í voninni um sæti í úrslitakeppni N1 deildar karla með 28-27 sigri á FH í 17. umferð N1 deildar karla í kvöld. Valsmenn hafa þar með náð í þrjú stig af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum sínum á móti toppliðum deildarinnar. Valsliðið tók stig af Haukum í umferðinni á undan en það jafntefli kostaði Haukana toppsætið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Grótta vann mjög óvæntan sigur á Haukum

    Botnlið Gróttu fagnaði sínum fyrsta sigri í vetur þegar liðið vann þriggja marka sigur á bikarmeisturum Hauka, 23-20, á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Haukarnir lentu mest sjö mörkum undir og hið unga lið Gróttu hélt síðan út í lokin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-28 | Akureyri í toppbaráttuna

    Akureyri vann sinn fjórða leik í röð í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á HK í Höllinni á Akureyri. HK var fyrir leikinn búið að vinna báða deildarleiki liðanna í vetur. Akureyringar komust upp fyrir HK og upp í þriðja sætið með þessum sigri en norðanmenn eru búnir að vinna sjö af síðustu átta deildarleikjum sínum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK vann skyldusigur á Gróttu

    Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. HK vann nauman sigur á botnliði Gróttu, 33-30. Gróttumenn eru því enn að bíða eftir fyrsta sigrinum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-24

    FH komst upp að hlið Hauka á toppi N1-deildar karla í kvöld. FH vann þá Fram á meðan Haukar gerðu jafntefli gegn Val.FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Er Fram með tak á FH?

    Þrír leikir fara fram í N1-deild karla í handbolta í kvöld og flestra augu verða á leik FH og Fram í Kaplakrika.

    Handbolti