Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 26-37 | FH-ingar tryggðu sér annað sætið ÍR er í fallsæti á meðan FH er í baráttu um 2. sæti Olís-deildar karla. ÍR-ingar komast upp úr fallsæti með sigri svo lengi sem KA-menn vinna ekki Frammara á sama tíma. Handbolti 5. apríl 2023 21:08
Umfjöllun og viðtöl: KA - Fram 26-28 | Örlög KA-manna ráðast í lokaumferðinni KA misstókt að tryggja sæti sitt áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð eftir 26-28 tap gegn Fram fyrir norðan nú kvöld. Heimamenn byrjuðu mun betur en tókst ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Framarar unnu sætan sigur. KA er því einu stigi á undan ÍR fyrir lokaumferðina en annað þessara liða mun falla. Fram áfram í 4. sæti eftir sigurinn. Handbolti 5. apríl 2023 21:07
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 37-24 | Eyjamenn sigldu Hauka í kaf ÍBV valtaði yfir Hauka, 37-24, þegar liðin leiddu saman hesta sína í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Handbolti 5. apríl 2023 20:54
Úrslitin standa og Grótta heldur enn í veika von um úrslitakeppnissæti HSÍ hafnaði í gær kröfum handknattleiksdeildar Hauka sem kærði framkvæmd leiks liðsins gegn Gróttu í Olís-deild karla í handbolta þann 23. mars síðastliðinn. Eins marks sigur Gróttu, 27-28, stendur því og liðið heldur enn í veika von um sæti í úrslitakeppninni. Handbolti 5. apríl 2023 13:30
Hetjan í bikarúrslitaleiknum framlengir við Aftureldingu Úkraínumaðurinn Igor Kopishinsky hefur framlengt samning sinn við bikarmeistara Aftureldingar til tveggja ára. Handbolti 4. apríl 2023 14:30
Einar „rekinn“ í beinni: „Bitnar á blóðþrýstingnum og röddinni“ Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir tilkynnti um það í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að Einar Jónsson, einn af sérfræðingum hennar í þættinum, hefði verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta. Handbolti 4. apríl 2023 13:30
Einar mun stýra báðum meistaraflokkum Fram Einar Jónsson mun stýra Fram í bæði Olís deild karla í handbolta sem og Olís deild kvenna á næstu leiktíð. Frá þessu greindi félagið nú í kvöld. Handbolti 3. apríl 2023 23:31
Krufði stóra SMS málið: „Finnst hann fara algjörlega yfir strikið“ Handboltasérfræðingurinn Theodór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins þar sem hann fór ítarlega yfir það sem hefur gengið á á milli Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar undanfarna daga. Handbolti 3. apríl 2023 07:00
„Myndi segja að deildin okkar væri á mjög góðum stað hvað þetta varðar“ „Það hefur verið umræða að undanförnu með körfuboltann og útlendingana þar. Olís deildin er í hina áttina, alveg byggð upp á Íslendingum. Þetta er frábær vettvangur fyrir unga og góða leikmenn til að móta sinn leik og verða betri,“ sagði Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar. Handbolti 2. apríl 2023 08:00
Fram sá til þess að Hörður er enn án sigurs Fram vann Hörð frá Ísafirði með fjögurra marka mun í Olís deild karla í handbolta. Lokatölur í Úlfarsárdal 34-30 Fram í vil. Handbolti 1. apríl 2023 21:45
Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. Sport 1. apríl 2023 20:20
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 31-36 | Ótrúlegur sigur Hauka Haukar unnu frábæran sigur á deildarmeisturum Vals og þurfa nú aðeins sigur gegn Herði til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Valsmenn virka hins vegar þreyttir og misstu tvo leikmenn út í kvöld. Handbolti 1. apríl 2023 19:45
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 24-33 | Úrslitakeppnisvon Gróttu veikist ÍBV vann afar öruggan níu marka sigur er liðið sótti Gróttu heim í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur 24-33, en tapið þýðir að Grótta þarf helst að vinna báða leikina sem liðið á eftir til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Handbolti 1. apríl 2023 15:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Í kvöld lék Afturelding sinn fyrsta heimaleik eftir að hafa hampað Powerade-bikarnum fyrir tæplega tveimur vikum. Andstæðingurinn voru ÍR-ingar sem berjast fyrir lífi sínu í Olís-deildinni. Endaði leikurinn með fimm marka sigri heimamanna en sýndi það ekki rétta mynd af gangi leiksins. Lokatölur 27-22. Handbolti 31. mars 2023 22:17
„Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið“ Stjarnan fékk skell í síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta þegar laut í parket fyrir ÍR. Það er morgunljóst að Patrekur Jóhannesson og leikmenn Stjörnuliðsins hafi farið vel yfir það tap í vikunni sem leið frá þeim leik þar til liðið fékk Selfoss í heimsókn í kvöld. Handbolti 31. mars 2023 22:04
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Handbolti 31. mars 2023 21:48
Bjarni Fritzson: Við vorum í basli ÍR tókst ekki að setja enn frekari pressu á lið KA í fallbaráttunni í Olís-deildinni í kvöld. ÍR-ingar töpuðu nefnilega með fimm marka mun gegn nýkrýndum bikarmeisturum Aftureldingar, 27-22. Handbolti 31. mars 2023 21:40
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-26 | KA-menn gætu endað daginn í fallsæti KA tapaði sjötta deildarleik sínum í röð er liðið heimsótti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-26 og KA gæti farið inn í helgina í fallsæti. Handbolti 31. mars 2023 20:49
Sigursteinn Arndal: „Vissulega var ekki allt frábært í okkar leik í dag“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sáttur með sigurinn er liðið vann eins marks sigur á KA 28-27 í Olís-deild karla í kvöld. Handbolti 31. mars 2023 20:15
Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. Handbolti 31. mars 2023 19:07
Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. Handbolti 31. mars 2023 17:26
Tímabilið hugsanlega búið hjá Stefáni Tímabilinu er mögulega lokið hjá handboltamanninum Stefáni Rafni Sigurmannssyni hjá Haukum. Handbolti 30. mars 2023 12:57
Vonbrigðamenn í Olís: Franska undrabarnið, einn sá dýrasti og sá sem átti að breyta Stjörnunni Í síðasta þætti Handkastsins valdi Theodór Ingi Pálmason þá fimm leikmenn sem hafa valdið mestum vonbrigðum í Olís-deild karla í vetur. Listinn var sem hér segir. Handbolti 29. mars 2023 14:30
Benedikt varð eftir heima Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, er ekki með hópnum sem er staddur í Göppingen og mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í dag. Hann glímir við meiðsli. Handbolti 28. mars 2023 07:16
Árni Bragi valdi Aftureldingu fram yfir Val Árni Bragi Eyjólfsson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu til næstu þriggja ára. Greint er frá þessu á Facebooksíðu Aftureldingar en Árni Bragi hafnaði tilboði frá Íslandsmeisturum Vals. Handbolti 26. mars 2023 10:45
KA verði að losa sig við Jónatan ef liðið ætlar ekki að falla Eftir afar slæmt gengi á árinu eru KA-ingar í bullandi fallbaráttu fyrir lokasprettinn í Olís-deild karla í handbolta. KA og fráfarandi þjálfari liðsins, Jónatan Magnússon, voru til umræðu í seinasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Handbolti 26. mars 2023 07:00
Umfjöllun: ÍBV - Fram 24-27 | Framarar sóttu tvö mikilvæg stig til Eyja Framarar gerðu sér lítið fyrir og unnu 27-24 sigur á ÍBV þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í Olísdeild karla í dag. Fram er nú aðeins einu stigi á eftir ÍBV í töflunni. Handbolti 25. mars 2023 15:35
Umfjöllun: Hörður - FH 30-40 | FH-ingar ekki í neinum vandræðum með Hörð FH vann öruggan tíu marka útisigur gegn Herði 30-40. Eftir rólegan fyrri hálfleik skipti FH um gír í seinni hálfleik og Hörður átti engin svör. Handbolti 25. mars 2023 15:10
Haukar kæra framkvæmd leiksins gegn Gróttu Handknattleiksdeild Hauka hefur kært framkvæmd leiksins gegn Gróttu síðastliðinn fimmtudag en þetta hefur HSÍ staðfest í samtali við Vísi. Handbolti 25. mars 2023 12:25
„Vonandi verður þetta gott skref fyrir mig“ „Þetta er búið að vera í samtali við þennan klúbb í einhverjar vikur. Endanlega í dag var þetta klárt,“ sagði Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta en í dag var staðfest að hann muni taka við sænska liðinu Skövde í sumar. Handbolti 25. mars 2023 07:00