Detroit 2 - Philadelphia 1 Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons, þekkir Allen Iverson hjá Philadelphia betur en flestir, eftir að hann þjálfaði hann í sex ár og gat því varað leikmenn sína við því að Iverson kæmi ákveðinn til leiks í nótt. Þeir áttu hinsvegar engin svör við stórleik hans og Iverson leiddi sína menn til sigurs 115-104. Sport 30. apríl 2005 00:01
NBA á Sýn um helgina Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. Sport 29. apríl 2005 00:01
Boston 1 - Indiana 2 Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. Sport 29. apríl 2005 00:01
Miami 3 - New Jersey 0 Þrátt fyrir hetjulega baráttu og mikla dramatík í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, eru New Jersey Nets komnir ofan í djúpa holu í einvíginu við Miami Heat. Engu liði í sögu NBA hefur tekist að vinna sjö leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0, en Nets eru komnir í þá stöðu eftir 108-105 tap í tvöfaldri framlengingu. Sport 29. apríl 2005 00:01
Dallas 1 - Houston 2 Lið Dallas Mavericks virtist vera á leið í sumarfrí þegar liðið lenti 10 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Houston Rockets í nótt. Dirk Nowitzki var þó ekki á því að gefast upp og lenda undir 3-0 í einvíginu og leiddi lið Dallas á 20-0 sprett undir lokin sem nægði til 106-102 sigurs. Sport 29. apríl 2005 00:01
Chicago 2 - Washington 0 Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. Sport 28. apríl 2005 00:01
Phoenix 2 - Memphis 0 Lið Memphis hefur lagt upp með að taka fast á liði Phoenix í viðureignum liðanna, því það er talin eina vonin til að leggja þá að velli. Þetta herbragð gekk næstum því upp hjá Memphis í nótt, en Phoenix Suns sýndu úr hverju þeir eru gerðir og sigruðu, 108-103. Sport 28. apríl 2005 00:01
San Antonio 1 - Denver 1 San Antonio Spurs mættu ákveðnir til annars leiksins við Denver í nótt og ætluðu greinilega ekki að fara til Denver með tvö töp á bakinu. Spurs voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum í leik tvö og unnu auðveldan 104-76 sigur. Staðan er því jöfn í einvíginu 1-1. Sport 28. apríl 2005 00:01
Arenas lofar að leika betur Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hefur lofað að leika betur en í fyrsta leiknum, þegar hans menn mæta Chicago öðru sinni í úrslitakeppni austurdeildarinnar í kvöld. Arenas og Antawn Jamison, sem báðir eru stjörnuleikmenn, náðu sér alls ekki á strik í fyrsta leiknum og heita að bæta fyrir það í kvöld. Sport 27. apríl 2005 00:01
Seattle 2 - Sacramento 0 Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Sport 27. apríl 2005 00:01
Miami 2 - New Jersey 0 Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. Sport 27. apríl 2005 00:01
Detroit 2 - Philadelphia 0 Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. Sport 27. apríl 2005 00:01
Jackson fundar með Bryant Samkvæmt nýjustu fregnum frá Bandaríkjunum gætu unnendur körfuboltans átt von á að sjá Phil Jackson, einn sigursælasta þjálfara allra tíma, leggja leið sína á ný í NBA-körfuboltann. Sport 27. apríl 2005 00:01
Marion verður líklega með í kvöld Hinn kraftmikli framherji Phoenix Suns, Shawn Marion, mun að öllum líkindum leika með liði sínu í kvöld þegar Suns taka á móti Memphis Grizzlies í öðrum leik liðanna í kvöld. Marion tognaði á hendi í fyrsta leiknum þegar honum var skellt í gólfið, en segist vonast til að verða með í kvöld. Sport 27. apríl 2005 00:01
McGrady refsar Dallas Háloftafuglinn Tracy McGrady hjá Houston Rockets, er búinn að fara illa með lið Dallas í fyrstu tveimur leikjum liðanna og hefur verið maðurinn á bak við óvænta 2-0 forystu Rockets. Hann kórónaði niðurlæginguna með hrikalegri troðslu yfir hinn 230 cm háa miðherja Dallas, Shawn Bradley. Sport 27. apríl 2005 00:01
Denver heimtar virðingu Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. Sport 27. apríl 2005 00:01
Boston 1 - Indiana 1 Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79. Sport 26. apríl 2005 00:01
Dallas 0 - Houston 2 Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeykið þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas. Sport 26. apríl 2005 00:01
San Antonio 0 - Denver 1 Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio. Sport 25. apríl 2005 00:01
Brown ekki á leið til Cavaliers Joe Dumars, forseti Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, bauð fréttamönnum upp á hnitmiðað svar þegar hann var spurður hvort Dan Gilbert, eigandi Cleveland Cavaliers hefði rætt við þjálfarann Larry Brown um að taka við framkvæmdastjórastöðu liðsins. Sport 25. apríl 2005 00:01
Molar dagsins Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle. Sport 25. apríl 2005 00:01
Miami 1 - New Jersey 0 Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap. Sport 25. apríl 2005 00:01
Phoenix 1 - Memphis 0 Stormsveit Phoenix Suns hefur oft leikið betur en á sunnudagskvöld þegar liðið mætti Memphis Grizzlies í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Það kom ekki að sök, því Suns unnu auðveldan 114-103 sigur og hafa náð 1-0 forystur í einvíginu. Sport 25. apríl 2005 00:01
Chicago 1 - Washington 0 Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik. Sport 25. apríl 2005 00:01
Seattle 1 - Sacramento 0 Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu 87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum. Sport 24. apríl 2005 00:01
Boston 1 - Indiana 0 Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins. Sport 24. apríl 2005 00:01
Dallas 0 - Houston 1 Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni. Sport 24. apríl 2005 00:01
Detroit 1- Philadelphia 0 Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu. Sport 24. apríl 2005 00:01
O´Neal tæpur fyrir fyrsta leikinn Shaquille O´Neal, miðherji Miami Heat hefur enn ekki geta æft með liði sínu vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum og óvíst þykir um þáttöku hans í fyrsta leiknum við New Jersey á sunnudagskvöld. Sport 23. apríl 2005 00:01
Mourning gefur launin sín Alonzo Mourning, miðherji Miami Heat í NBA deildinni, hefur ákveðið að gefa árslaun sín hjá félaginu til góðgerðamála. Þorri peninganna mun fara til nýrnaveikra barna, en Mourining er sjálfur nýrnaþegi. Sport 23. apríl 2005 00:01