BBC og Lineker náð saman og hann snýr aftur á skjáinn Gary Lineker og BBC hafa slíðrað sverðin og hann verður á sínum stað í Match of the Day um næstu helgi. Enski boltinn 13. mars 2023 10:42
Draumurinn að sigla um heimsins höf og búa með börnin fimm um borð Kristján og Hildur búa í dag á eyjunni Menorca rétt utan við ferðamannastaðinn Mallorca. Lífið 13. mars 2023 10:30
Slökkva eldana á BBC: Viðræður ganga vel á milli Lineker og BBC Mál sjónvarpsmannsins Gary Lineker og ósætti hans við yfirmenn sína hjá BBC virðist vera að leysast eftir að allt sauð upp úr um helgina. Enski boltinn 13. mars 2023 08:42
Tæplega 98 þúsund bækur seldust 97.827 bækur seldust á Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda á Laugardalsvelli í ár sem jafngildir því að um 26 prósent allra íbúa landsins hafi náð sér í bók eða ríflega fjórðungur landsmanna. Viðskipti innlent 13. mars 2023 08:10
„Það er ekkert plan B“ Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Tónlist 13. mars 2023 08:01
Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. Lífið 13. mars 2023 07:39
Japanskur Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum látinn Japanski rithöfundurinn Kenzaburō Ōe, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1994, er látinn. Hann varð 88 ára gamall. Menning 13. mars 2023 07:30
Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. Lífið 13. mars 2023 04:08
Sara vann ekki Óskarsverðlaun Sara Gunnarsdóttir vann ekki Óskarsverðlaun fyrir teiknaða stuttmynd sína, My Year of Dicks. Teiknimyndin The Boy, the Mole, the Fox and the Horse hreppti þess í stað verðlaunin. Lífið 13. mars 2023 02:10
„Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld“ Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn, í 95. sinn, í kvöld. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks og er hún talin sérstaklega sigurstrangleg. Lífið 12. mars 2023 20:56
Framkvæmdastjóri BBC biður áhorfendur afsökunar eftir erfiðan dag Framkvæmdastjóri BBC hefur beðið áhorfendur á Bretlandseyjum afsökunar eftir að mikil truflun varð á dagskrárliðum tengdum knattspyrnu í dag vegna ákvörðun stöðvarinnar að taka sjónvarspmanninn Gary Lineker af skjánum fyrir helgina. Enski boltinn 11. mars 2023 22:30
Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar. Innlent 11. mars 2023 21:30
Hvetur stráka til að hugsa vel um útlitið Tónlistarmaðurinn Patrik var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Prettyboytjokkó, fyrir rúmri viku síðan en lagið er komið í fjórtánda sæti Íslenska listans á FM. Blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá laginu. Tónlist 11. mars 2023 17:01
Blonde valin versta myndin á Razzie-verðlaunahátíðinni Razzie-verðlaunin svokölluðu voru veitt í Hollywood nú í morgun, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1980 en skipuleggjendur lýsa þeim sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Lífið 11. mars 2023 14:01
The Lazarus Project: Aftur og aftur og aftur...og einu sinni enn Stöð 2+ hefur nú opnað streymið á bresku þáttaröðinni The Lazarus Project. Hún fjallar um George, sem óvænt er dreginn inn í atburðarás sem fæstir í heiminum vita að á sér stað: Leynileg bresk ríkisstofnun er trekk í trekk að spóla tilveru okkar til baka um sex mánuði, án þess að nokkur viti af. Gagnrýni 11. mars 2023 11:52
Leikstýrði risa kynsvalli í Exit: Hundrað naktar konur og tuttugu naktir menn Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri leikstýrði tveimur þáttum í þriðju þáttaröð af hinum geysivinsælu norsku Exit þáttunum. Gísli lýsir súrrealískum aðstæðum við gerð þáttana og nefnir dæmi um hundrað manna kynsvall þar sem strap on kom við sögu. Lífið 11. mars 2023 09:28
Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. Lífið 11. mars 2023 07:00
Missti son sinn út af Basic Instinct Leikkonan Sharon Stone segist hafa misst forræði yfir syni sínum í forræðisdeilu vegna atriðis í kvikmyndinni Basic Instinct. Hún segir áreitið eftir að myndin kom út hafa verið gífurlegt. Lífið 10. mars 2023 22:02
Lineker út í kuldann vegna ummæla á samfélagsmiðlum Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur, hefur undanfarið ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja. Hann mun ekki stýra þætti morgundagsins þar sem hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummæla á samfélagsmiðlum. Enski boltinn 10. mars 2023 19:01
Síðasta vídeóleigan í bænum lokar dyrunum Þau tíðindi verða í lok mánaðar þegar síðasta kvikmyndaleigan í fullum rekstri lokar dyrum sínum. Um er að ræða Aðalvideoleiguna við Klapparstíg þar sem Reynir Maríuson hefur staðið vaktina í á fjórða áratug. Lífið 10. mars 2023 09:59
Verður ekki með hárkollu eða augnmálningu á næstu sýningu Madama Butterfly Leikarinn Arnar Dan Kristjánsson, sem leikur í uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly, segist ekki ætla að vera með hárkollu eða augnmálningu á næstu sýningu verksins á laugardaginn - hárkollu og augnmálningu sem séu til þess fallin að líkja eftir kynþætti. „Aldrei aftur“. Lífið 10. mars 2023 08:53
Robert Blake er látinn Bandaríski leikarinn Robert Blake, sem var á sínum tíma ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni en sýknaður, er látinn. Blake varð 89 ára gamall. Erlent 10. mars 2023 07:27
„Sé mig ekki fyrir mér gera neitt annað“ Kári Egilsson er 20 ára gamall tónlistarmaður sem byrjaði sjö ára gamall að æfa á píanó og hefur ekki litið til baka síðan. Kári var að senda frá sér plötuna Palm Trees In The Snow en blaðamaður tók á honum púlsinn og fékk að heyra nánar frá sköpunargleðinni og tónlistinni. Tónlist 10. mars 2023 06:01
„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. Innlent 9. mars 2023 19:30
Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2023 Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu en fjölbreyttur hópur ólíks tónlistarfólks er tilnefnt í ár. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi, Hörpu, miðvikudaginn 22. mars næstkomandi. Kynnar á verðlaunahátíðinni verða leik- og söngdrottningin Selma Björnsdóttir og rapparinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson (Króli). Tónlist 9. mars 2023 16:46
Blómstrandi barnamenning Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi. Skoðun 9. mars 2023 16:01
Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. Tónlist 9. mars 2023 13:19
Saka Íslensku óperuna um rasisma Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. Innlent 9. mars 2023 10:09
Topol er látinn Ísraelski leikarinn Chaim Topol, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Tevye í stórmyndinni Fiðlarinn á þakinu frá árinu 1971, er látinn. Hann varð 87 ára gamall. Lífið 9. mars 2023 09:05
Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. Innlent 9. mars 2023 08:00