Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Krefjast þess að á­kvörðunin verði endur­skoðuð

Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi hefur lýst furðu sinni á samþykktum sem gerðar voru nýlegar á fundi bæjarstjórnar í sveitarfélaginu er varða starfsemi menningarhúsa í bænum. Er þess krafist að ákvarðanirnar verði endurskoðaðar. 

Innlent
Fréttamynd

Freyja gerð ó­dauð­leg með styttu í Osló

Reist hefur verið stytta af vandræðarostungnum Freyju í Osló, höfuðborg Noregs. Freyja var aflífuð í ágúst á síðasta ári vegna ágengni almennings og ferðamanna þar sem hún dvaldi á smábátabryggju nærri Osló.

Erlent
Fréttamynd

Lærði ensku til að geta skilið Back­street Boys

Sýrlensk-kanadíski rithöfundurinn Danny Ramadan er staddur hér á landi og fór á Backstreet Boys-tónleikana í gærkvöldi með forsetafrúnni Elizu Reid. Að sögn Elizu lærði Ramadan ensku til þess að geta skilið texta Backstreet Boys. 

Lífið
Fréttamynd

„Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari“

Stefán Grímsson, tónlistarmaður og skáld, er látinn 73 ára að aldri. Hann lést miðvikudaginn 26. apríl eftir tveggja vikna legu á spítala. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum Draumi.

Innlent
Fréttamynd

Beef: Hökkuð í spað

Ég fékk skilaboð frá vini mínum sem mælti með þáttunum Beef á Netflix, hann sagðist ekki hafa getað hætt og vakað til klukkan 3 um nótt að klára. Maður fær slík meðmæli ekki oft, því hóf ég áhorf.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Var fimm­tán ára þegar hún skrifaði undir fyrsta er­lenda plötu­samninginn

„Tónlistin hefur alltaf verið í umhverfinu hjá mér. Ég upplifði aldrei augnablikið þar sem ég ákvað að nú ætlaði ég að byrja, það var engin fyrsta skóflustunga,“ segir tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, sem hefur gert öfluga hluti í heimi tónlistarinnar og verið með annan fótinn í erlendu senunni frá unglingsaldri. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og tilverunni.

Tónlist
Fréttamynd

Mikki refur og Karíus og Baktus á Sólheimum í Grímsnesi

Það eru margar litríkar persónur á Sólheimum í Grímsnesi þessa dagana eins og Mikki refur og Rauðhetta, Karíus og Baktus og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan. Hér erum við að tala um uppfærslu Leikfélags Sólheima á leikritinu „Skógarbrúðkaup“.

Menning
Fréttamynd

Katy Perry tapaði gegn Katie Perry

Söngkonan Katy Perry tapaði í dag máli sem ástralski tískuhönnuðurinn Katie Taylor höfðaði gegn henni. Taylor selur föt sín undir merkinu „Katie Perry“ sem er fæðingarnafn hennar. Þarf söngkonan að greiða nöfnu sinni skaðabætur fyrir varning sem hún seldi í tengslum við tónleikaferðalag sitt árið 2014.

Lífið
Fréttamynd

Hollywood muni laðast að Gufu­nesi

Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vinna að framhaldi Dodgeball

Vinna er hafin að framhaldi Dodgeball: A true underdog story, grínmyndarinnar vinsælu frá 2004. Vince Vaughn mun snúa aftur í aðalhlutverki myndarinnar og mun hann mögulega einnig framleiða hana.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Cor­d­en stimplaði sig út með hjart­næmum skila­boðum

Spjallþáttur breska þáttastjórnadans James Corden lauk göngu sinni í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi eftir átta ár á skjánum. Í þessum síðasta þætti kvaddi Corden áhorfendur, meðal annars aðstoð söngvarans Harry Styles og leikarans Will Ferrell og þá kom Joe Biden Bandaríkjaforseti sérstökum skilaboðum á framfæri.

Lífið
Fréttamynd

Sagði einn frægasta brandara Fóstbræðra í Succession

Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í nýjustu seríunni af Succession, sem sýnd er á Stöð 2. Hann nýtti tækifærið í nýjasta þættinum og sagði einn þekktasta brandarann úr smiðju Fóstbræðra. Horfa má á atriðið neðar í fréttinni. Jóhannes segist aldrei hafa upplifað eins einstakt tökuferli og í HBO þáttunum vinsælu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Rihanna fetar í fótspor Ladda

Barbadoska söngkonan Rihanna mun talsetja fyrir Strympu í nýrri mynd Paramount um Strumpana frá Strumpalandi. Hún fetar þar með í fótspor Katy Perry, Demi Lovato og Ladda sem talaði fyrir alla Strumpana í sjónvarpsþáttum um litlu bláu verurnar.

Lífið
Fréttamynd

Kann vel við að búa í ferðatösku

Hafdís Eyja Vésteinsdóttir segir ástríðu sína fyrir dansi alltaf hafa verið til staðar en áhuginn hafi kviknað í kringum tónlistina sem hún var alin upp við.

Lífið
Fréttamynd

Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa

Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hám­horfið: Á hvað eru ís­lenskar söng­konur að horfa?

Það kannast líklega flestir við það að hafa legið uppi í sófa og flett í gegnum Netflix í leit að góðum sjónvarpsþáttum, þegar allt í einu er liðinn klukkutími og þú hefur ekki enn fundið neitt. Ástæðan er ekki skortur á úrvali, síður en svo, heldur er framboðið svo mikið að það getur verið yfirþyrmandi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Upp­sagnir í Kópa­vogi og stöðu­gildum fækkað

Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ.

Innlent
Fréttamynd

Carri­e Brads­haw snýr aftur

Hinar vinsælu vinkonur Carrie, Miranda og Charlotte snúa aftur á skjáinn í júní í „spin-off“ þáttunum And Just Like That. HBO birti sýnishorn í dag þar sem má sjá nýjum vinum bregða fyrir - sem og gömlum kærasta.

Bíó og sjónvarp