Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Sjáðu langþráðan Eurovision-flutning Daða Freys

Daði Freyr Pétursson flutti í fyrsta sinn lag á Eurovision-sviði í kvöld, þrátt fyrir að hafa í tvígang verið valinn fulltrúi Íslands í keppninni. Daði Freyr heillaði áhorfendur á úrslitakvöldi keppninnar í Liverpool með lagi úr smiðju bresku stúlknasveitarinnar Atomic Kitten.

Lífið
Fréttamynd

Kærastan fegin að hafa kynnst Patrik fyrir Prettyboitjokko

Tónlistarmaðurinn og poppstjarnan Patrik Atlason, þekktur undir listamannanafninu Prettyboitjokko, og Friðþóra Sigurjónsdóttir eru eitt heitasta par landsins. Ást þeirra hefur blómstrað síðan þau byrjuðu að slá sér upp í síðbúinni sumarást í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Tók U-beygju eftir krabba­meins­greiningu og gerðist húð­flúrari

„Þetta var svo mikið sjokk. Ég man að það kom ekki orð upp úr mér í tíu mínútur,“ segir tónlistarmaðurinn, húðflúrslistamaðurinn og kvikmyndatökumaðurinn Gunnar Ingi Jones. Hann greindist með krabbamein 27 ára gamall en náði blessunarlega bata á skömmum tíma. Hann segir andlegu áhrifin hafa komið mánuðum seinna en þessi lífsreynsla hafi kennt honum mikilvægi jákvæðs hugarfars. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra nánar frá lífinu og listsköpuninni.

Lífið
Fréttamynd

Diljá komst ekki áfram

Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Allt orðið að einhverjum Excel-æfingum

Prófessorar lýstu yfir miklum áhyggjum af stöðu safnamála og sameiningu skjalasafna á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. Fjárhagslegir hagsmunir ráði för en menningarhlutverkið mæti afgangi.

Innlent
Fréttamynd

Tækifæri tónlistarinnar

Í einni stærstu tónlistarviku ársins er viðeigandi að skrifa um þau risastóru skref sem við höfum tekið á Alþingi síðustu daga, í þágu íslenskt tónlistarlífs.

Skoðun
Fréttamynd

Lesum fyrir börnin okkar

Um daginn hittum við konan mín yndislegan deildarstjóra á leikskóla yngra barnsins okkar. Ég hjó eftir því að deildarstjórinn nefndi sérstaklega að það sæist á syni okkar að við læsum fyrir hann. Í lestrarstund sæti hann spakur og hlustaði af áhuga, sem væri ekki algilt um krakka nútildags, margir þeirra hefðu ekki lengur eirð í sér til að hlusta á fullorðna lesa fyrir þá.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið mun rukka vegna tilfærslu héraðsskjalasafna

Menningarmálaráðherra segir að ríkið muni rukka þau sveitarfélög sem í sparnaðarskyni hafa ákveðið að loka sínum héraðsskjalasöfnun og færa Þjóðskjalasafni Íslands lögbundin verkefni þeirra. Ráðherra hefur skipað starfshóp um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu landsins. Vanda þurfi til verka við varðveislu sögu þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Hann er alltaf bara litli strákurinn minn“

„Ég er eiginlega ekkert að fatta það að hann sé vinsæll. Kannski líka að það er svo einfalt að vera þekktur á Íslandi. Hann gerir allt sem hann vill og það er ekkert vesen eða áreiti,“ segir Hekla Aðalsteinsdóttir flugfreyja og mamma tónlistarmannsins Arons Can Gultekin.

Lífið
Fréttamynd

Ástar-haturs sam­band við Reykja­vík varð að lagi

„Ég komst að því nýlega að ég ætti í ástar-haturs sambandi við Reykjavík, borgina sem ég hef búið í rúmlega 70% af ævinni,“ segir tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Einar Lövdahl, sem var að senda frá sér lagið Reykjavík, ó, Reykjavík.

Tónlist
Fréttamynd

Óperu­stjarnan Grace Bumbry er látin

Bandaríska óperusöngkonan Grace Bumbry er látin, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar.

Menning
Fréttamynd

Frændur og ungir feður: Búa til ævintýri þar sem söguhetjan eru börnin sjálf

„Dóttir mín elskar að lesa. Og mér finnst mjög annt um þann tíma sem ég les með henni því þetta er ákveðin gæðastund. Hún vill samt mikið stjórna því hvað við erum að lesa og þar af leiðandi erum við oft að lesa sömu bækurnar. Ég vissi að hún myndi elska að eiga bók með nafninu sínu þar sem hún væri sjálf í aðalhlutverki,“ segir Sölvi Víðisson, annar stofnandi Ævintýri.is, en þar er hægt að panta sérhannaðar bækur fyrir hvert barn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Átti að hafa borðað elsk­huga í morgun­mat því hún var komin með leið á honum“

„Grýla hefur oft verið nefnd fyrsti femínisti Íslands. Hún var rosalega kraftmikil og lifandi og átti fullt af elskhugum. Þá byrjuðu þessar sögusagnir um hana,“ segir listakonan og ljósmyndarinn Berglind Rögnvalds, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind hefur meðal annars unnið listrænt verkefni um Grýlu, þar sem hún velti fyrir sér hvernig Grýla hefði verið ef hún hefði fengið að blómstra.

Menning
Fréttamynd

Ína Berg­lind vann Söng­keppni Sam­fés

Ína Berglind Guðmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Nýjung á Egilsstöðum stóð uppi sem sigurvegari í Söngkeppni Samfés í gær. Söng hún frumsamda lagið Tilgangslausar setningar. 

Lífið
Fréttamynd

Prettyboitjokko grátbað um annað lag

Tónlistarmaðurinn Prettyboitjokko hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið. Fyrst með samnefndu lagi, Prettyboitjokko, sem hann frumflutti í mars síðastliðnum, en í gær kom svo út fyrsta smáskífan. Listamaðurinn, sem heitir réttu nafni Patrekur Atlason, tók sér sviðsnafnið í upphafi ferils síns.

Lífið
Fréttamynd

Langar stundum að verða slaufað

„Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 

Lífið
Fréttamynd

Friðurinn úti hjá MÍR

Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug.

Innlent