Hlín tekur við rektorsstöðunni af Berki Hlín Jóhannesdóttir hefur tekið við stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands af Berki Gunnarssyni. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Berki sem var settur rektor fyrir rúmu ári síðan. Innlent 8. september 2023 10:16
Tefldi í símanum frekar en að fylgjast með tónleikum Drake Körfuboltamaðurinn Derrick Rose virðist nægilega mikill aðdáandi tónlistarmannsins Drake til þess að gera sér ferð að sjá rapparann sem ættaður er frá Kanada en þó ekki nægilega mikill aðdáandi til að fylgjast með tónleikunum sjálfum. Körfubolti 8. september 2023 09:30
Forréttindi að fá að vera rotta af og til Þórey Birgisdóttir, leikkona sló nýverið í gegn fyrir frammistöðu sína í leikverkinu Sund sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíói. Á sama tíma leikur hún rottuna Pílu í Draumaþjófinum og stendur í framkvæmdum á íbúð sem hún fékk vægast sagt á heilann. Lífið 8. september 2023 07:00
Köld Reykjavík, sætar stelpur og svefnleysi innblástur Fyrsta plata hljómsveitarinnar Spacestation hefur hlotið góðar viðtökur. Ætlunin er að endurvekja rokkhljóm sjöunda áratugarins og skapa „tónlist fyrir fallegt fólk“. Tónlist 7. september 2023 23:19
Jimmy Fallon biðst afsökunar: „Mér líður svo illa“ Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon hefur beðið núverandi og fyrrverandi starfsmenn sína afsökunar á því að hafa stuðlað að „baneitraðri“ vinnustaðamenningu á setti í þáttunum The Tonight Show. Honum segist líða gríðarlega illa. Lífið 7. september 2023 22:59
Hundrað ára dansari í Reykjanesbæ Þó hann sé orðinn hundrað ára gamall þá lætur hann það ekki stoppa sig við að dansa því það gerir hann með nokkrum hressum konum einu sinni í viku. Hér erum við að tala um Gunnar Jónsson, fyrrverandi sjómann í Reykjanesbæ. Lífið 7. september 2023 20:38
„Stærsta ævintýri lífs míns“ Söngleikurinn Níu líf hefur slegið nýtt met í sögu Borgarleikhússins en síðustu helgi fór fjöldi gesta yfir 105 þúsund. Leikstjóri og höfundur verksins, Ólafur Egill Egilsson segir heillastjörnu hafa fylgt sýningunni frá upphafi. Lífið 7. september 2023 20:01
Sagður bera ábyrgð á baneitraðri vinnustaðamenningu Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar. Lífið 7. september 2023 16:36
Kamilla sópar til sín verðlaunum á ýmsum sviðum Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru afhent í Höfða í dag við hátíðlega athöfn. Kamilla Kjerúlf lögfræðingur hlaut verðlaunin en hún bar sigur úr bítum fyrir handritið Leyndardómar draumaríkisins. Menning 7. september 2023 15:11
„Gat ekki ímyndað mér að ég gæti orðið leikari“ Leikarinn og myndlistarmaðurinn Kolbeinn Arnbjörnsson hefur mundað pensilinn frá unga aldri. Á sama tíma dreymdi hann um að verða leikari. Menning 7. september 2023 07:00
Frumsýndu lag og boðuðu fyrstu nýju plötuna í tæpa tvo áratugi Rokkgoðsagnirnar í The Rolling Stones frumsýndu í dag nýtt lag og tónlistarmyndband og boðuðu útgáfu nýrrar plötu, þeirrar fyrstu frá árinu 2005. Tónlist 6. september 2023 23:11
Björk gefur út ævintýralegt myndband Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon. Lífið 6. september 2023 13:44
Hoffmannsstígur verður að Elísabetarstíg Stígur á milli Hringbrautar og Sólvallagötu verður nefndur í höfuðið á Elísabetu Jökulsdóttur skáldi. Til stóð að kenna stíginn við Pétur Hofmann. Elísabet segist orðlaus og þakklát að stígurinn, sem liggur meðfram húsi sem hún bjó í áratugum saman, verði kenndur við hana. Innlent 6. september 2023 13:41
Hvernig Taylor Swift gæti hjálpað Bellingham að vinna eftirsótt verðlaun Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift virðist ætla að hafa stór áhrif á valið á besta unga fótboltamanni Evrópu. Fótbolti 6. september 2023 10:01
„Þetta er það ljótasta sem einhver gæti sagt um mig“ Birgitta Líf Björnsdóttir tók gagnrýni á fyrstu seríu raunveruleikaþáttanna LXS, í útvarpsþættinum Lestinni í Ríkisútvarpinu, afar nærri sér. Þetta má sjá í broti úr fyrsta þætti annarrar seríu þáttanna sem frumsýnd er í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2+. Lífið 6. september 2023 07:00
Guðbergur Bergsson er látinn Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Menning 6. september 2023 06:15
Snöruðu Héðni upp á gamla stallinn við Hringbraut Búið er að koma Héðni Valdimarssyni aftur fyrir við Hringbraut þar sem hann hafði staðið keikur í áratugi. Styttan var tekin niður fyrir fimm árum síðan, svo athygli vakti. Innlent 5. september 2023 10:59
Hafa selt þrjú hundruð þúsund miða „Það má segja að þetta séu ýktar útgáfur af okkur sjálfum. Við erum góðir vinir og höfum unnið mjög mikið saman,“ segir Bjarni Haukur Þórsson, leikari og höfundur gamanleiksins Pabbinn finnur afann þar sem hann og Sigurður Sigurjónsson fara á kostum. Lífið samstarf 5. september 2023 10:06
Gary Wright er látinn Gary Wright, söngvari og lagahöfundur, er látinn 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Weaver og Love is Alive. Lífið 5. september 2023 09:57
Það sem þú vissir ekki um LXS stelpurnar Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefja göngu sína á miðvikudaginn á Stöð 2. Í þáttunum verður fylgst með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í gegnum lífsins ólgusjó. Lífið 4. september 2023 20:01
Söngvari Smash Mouth látinn Söngvari Smash Mouth, Steve Harwell, er látinn. Hljómsveitin var þekkt fyrir smelli eins og All Stars og Walkin on on the Sun. Söngvarinn hóf líknandi meðferð fyrr í vikunni. Lífið 4. september 2023 15:58
„Verðum að hafa hugrekki til að stoppa þegar við erum komin út í algjöran skurð.“ Stofnandi True North er uggandi vegna hvalveiða við Íslandsstrendur og hefur verulegar áhyggjur af vaxandi andstöðu áhrifafólks í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu vegna málsins. Lögmaður fyrirtækisins segir skilningsleysi einkenna viðbrögð stjórnvöld eftir að krafa þeirra um lögbann á starfsemina var send til baka. Innlent 4. september 2023 13:16
Hvetur krakka til að læra sporin og senda sér myndband Söngkonan og kvikmyndagerðarkonan Sylvia Erla Melsted stendur fyrir nýju verkefni í tengslum við barnabók sína um hundinn Oreo. Hún hvetur alla krakka til að taka þátt og verða hluti af tónlistarmyndbandi sínu. Lífið 4. september 2023 11:38
Heitustu trendin í haust Septembermánuður er genginn í garð, litir náttúrunnar fara að taka breytingum, yfirhafnirnar eru orðnar þykkari og umferðin er farin að þyngjast. Það þýðir bara eitt, haustið er komið með sinni einstöku litadýrð, rútínu og tískubylgjum. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um hvað er heitast fyrir haustið í margvíslegum flokkum. Lífið 4. september 2023 07:00
Ísfirðingar útvega lóð undir lendingarstað fyrir geimverur Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu nefndar um stofnun lóðar undir listaverkið Lendingarstað fyrir geimskip á Seljalandsdal fyrir ofan bæinn. Innlent 3. september 2023 08:00
Patrik á toppnum Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, jafnan þekktur sem prettyboitjokko, situr á toppi Íslenska listans á FM í þessari viku ásamt Luigi með lagið Skína. Tónlist 2. september 2023 17:01
Ritdómur um leikrit True North Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins. Skoðun 1. september 2023 19:02
Sprite Zero Klan og Ásgeir Orri eiga bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu Sprite Zero Klan stóðu uppi sem sigurvegarar í Skúrnum, keppninni um bestu nýju útgáfuna af gamla góða SS pylsulaginu. Lífið samstarf 1. september 2023 11:53
Skulfu á beinunum á forsýningu Kulda Fjöldi fólks skalf á beinunum á forsýningu íslensku hrollvekjunnar Kulda í Smárabíói í gærkvöldi. Kvikmyndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur frá árinu 2012. Lífið 1. september 2023 09:58
Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Innlent 1. september 2023 09:38