Feimin að eðlisfari en elskar að koma fram „Fyrstu tónleikarnir mínir voru á Músíktilraunum sem ég tók þátt í þegar ég var fimmtán. Þá var ég einmitt með stutt dansatriði, þannig að ég byrjaði mjög snemma að gera eitthvað út fyrir kassann á sviði,“ segir fjöllistakonan Gugusar. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 2. október 2023 07:00
Nýsleginn formaður situr fyrir svörum Gísli Snær Erlingsson, sem er nýtekinn við sem formaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, mun sitja fyrir svörum og ræða framtíðarsýn stofnunarinnar á opnum fundi með kvikmyndagerðarfólki á morgun, mánudag, klukkan 16 í Norræna húsinu. Menning 1. október 2023 17:01
Fór í fornfræði og guðfræði en gat ekki flúið örlögin Sigurður Ingvarsson stefndi á fræðimennsku eftir menntaskóla en gat ekki flúið þau örlög að verða leikari. Hann leikur í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Snertingu, og stígur á svið í rokksöngleiknum Eitraðri lítilli pillu eftir áramót. Í vor fór hann á sjó eftir mönun tengdaföður síns og segir það hafa verið ólýsanlega erfitt. Lífið 1. október 2023 08:00
Aðstandendur Muggs andvígir nýrri og breyttri útgáfu af Dimmalimm Útgáfufyrirtækið Óðinsauga tilkynnti fyrir skömmu að barnabókin Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, verði gefin út í nýrri útgáfu í október. Aðstandendur Muggs segja ósiðlegt að útgáfan verði undir hans nafni því verkið sé ekki eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Innlent 30. september 2023 22:37
Urmull af íslenskum myndum á hvíta tjaldinu um helgina Kvikmyndahátíðin RIFF stendur nú yfir og mun gera næstkomandi viku. Nú um helgina verða íslenskar kvikmyndir í hávegum hafðar og þónokkrar íslenskar myndir sem ekki hafa verið sýndar áður á Íslandi verða á hvíta tjaldinu um helgina. Lífið 30. september 2023 17:54
Suður-kóresk plötusnælda með eitt stærsta danslag ársins Plötusnældan og tónlistarkonan Peggy Gou hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum og troðið upp víðs vegar fyrir fjöldann allan af fólki. Tónlist 30. september 2023 17:01
Vill aðeins skoða kosti og galla útvistunar Ásdís Kristjánsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um útvistun á starfsemi Salarins, tónleikasal bæjarins. Starfshópur muni eingis skoða kosti þess og galla að útvista starfseminni. Innlent 30. september 2023 14:25
Þungar áhyggjur af útboði bæjarins á starfsemi Salarins Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum yfir áformum bæjarstjórnar Kópavogsbæjar um að bjóða út starfsemi Salarins í Kópavogi. Innlent 30. september 2023 08:38
Vala Kristín og Hildur Vala verða Anna og Elsa í söngleiknum Frosti Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir munu fara með hlutverk systranna og prinsessanna Önnu og Elsu í íslenskri útgáfu á söngleiknum Frozen sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu í mars næstkomandi. Lífið 29. september 2023 21:20
Svona var kveðjustund Guðbergs í Hörpu Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund var haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins komu fram á athöfninni sem reikna má með að sé söguleg. Innlent 29. september 2023 14:34
„Tónlistin mín er alltaf tilraunakennd“ Söngkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, eða Inki eins og hún kallar sig, gaf nýverið út lagið Svífa. Þetta er í fyrsta sinn sem hún semur á íslensku. Lífið 29. september 2023 14:01
Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. Menning 29. september 2023 12:02
„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“ Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs. Innlent 29. september 2023 12:00
Nýtt líf Öldu Lóu Alda Lóa Leifsdóttir er að senda frá sér sína fyrstu heimildamynd: Togolísu. Hún er skilin við mann sinn sósíalistaleiðtogann Gunnar Smára Egilsson, hefur hafið djáknanám og er að taka saman efni í bók um hugvíkkandi efni. Menning 29. september 2023 08:01
Hlær bara að hrútskýringum Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 29. september 2023 07:00
Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. Innlent 29. september 2023 06:27
Heimaleikurinn verðlaunaður í Malmö Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut Áhorfendaverðlaun Nordisk Panorama, stærstu heimildarmyndahátíð Norðurlandanna á þriðjudagskvöld. Bíó og sjónvarp 28. september 2023 16:47
Aníta Briem slær sér upp Leikkonan Aníta Briem og Hafþór Waldorff hafa verið að slá sér upp undanfarna mánuði samkvæmt heimildum fréttastofu. Parið lét vel hvort að öðru á kaffihúsinu Kaffi Vest í dag en þau hafa unnið náið saman í kvikmyndageiranum. Lífið 28. september 2023 14:00
Springsteen frestar tónleikum vegna alvarlegs magasárs Bruce Springsteen og hljómsveit hans E Street Band hafa frestað öllum tónleikum sem fyrirhugaðir voru fram að áramótum. Ástæðan er magasárssjúkdómur sem rokkstjarnan bandaríska glímir við. Lífið 28. september 2023 13:00
Harry Potter-leikarinn Michael Gambon látinn Írsk-enski leikarinn Sir Michael Gambon er látinn, 82 ára að aldri. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt sem Albus Dumbledore. Lífið 28. september 2023 11:49
Björk með kökkinn í hálsinum þegar hún tók loks við verðlaunum Björk Guðmundsdóttir var á meðal þeirra sem hlutu verðlaun á AIM hátíðinni í London á þriðjudaginn. Björk var valin hlustendaverðalaunum sem besti flytjandinn. Lífið 28. september 2023 11:31
Aníta Briem fer á kostum í nýjum þáttum Ný stikla úr þáttunum Svo lengi sem við lifum er frumsýnd á Vísi í dag. Þættirnir eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. Bíó og sjónvarp 28. september 2023 09:09
Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. Innlent 27. september 2023 20:48
Örn Árnason hlaut fyrstu heiðursverðlaun UngRIFF Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti Erni Árnasyni, leikara, fyrstu heiðursverðlaun UngRIFF í dag. Verðlaunin hlaut hann fyrir framlag sitt til íslenskrar barnamenningar, sér í lagi á sviði kvikmynda og talsetninga. Lífið 27. september 2023 15:52
Gervigreindin geti ekki útrýmt þýðendum Storytel bað nýlega íslenskan þýðenda um að lagfæra þýðingu sem gervigreind hafði gert fyrir fyrirtækið. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að tími sé kominn til að bókmenntaheimurinn taki sig saman og ræði um afleiðingar gervigreindar. Menning 27. september 2023 13:23
Það taki enga stund að hola menningarstofnanir að innan sem tók áratugi að byggja Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stendur í kjarabaráttu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef hljómsveitin færi í verkfall sem nú stefnir í. Víkingur biðlar til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. Það taki áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. Innlent 27. september 2023 13:19
Sala á treyjum Kelces jókst um fjögur hundruð prósent eftir að Taylor Swift mætti Sala á treyjum NFL-leikmannsins Travis Kelce tók mikinn kipp eftir að Taylor Swift mætti á leik með honum um helgina. Sport 27. september 2023 11:01
Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs Hinn 7. mars 2023 tók Borgarstjórn þá örlagaríku ákvörðun að loka Borgarskjalasafni. Sú ákvörðun kom langflestum Reykvíkingum í opna skjöldu og óhætt er að segja að vísindafólk í hug- og félagsvísindum hafi verið felmtri slegið. Skoðun 27. september 2023 10:30
8 Mile-leikarinn Nashawn Breedlove látinn Bandaríski leikarinn og rapparinn Nashawn Breedlove, sem þekktastur er fyrir að hafa glímt við Eminem í rappbardaga í myndinni 8 Mile, er látinn. Hann varð 46 ára. Lífið 27. september 2023 08:19
Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin 49 ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Guðbjörg lést föstudaginn 22. september í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár. Innlent 27. september 2023 07:01