Rúi og Stúi flottir á sviðinu í Aratungu „Að gera hlutina sjálfur, ekki stóla alltaf á að einhver annar geri þá“, er boðskapur sýningarinnar „Rúi og Stúi“, sem er fyrsta barnaleikritið, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga sýnir nú í félagsheimilinu Aratungu og var frumsýnt um helgina. Lífið 22. október 2023 20:00
Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. Innlent 22. október 2023 19:48
Þrennir tónleikar í súginn eftir óveður og bilun Tónlistarkonan Hafdís Huld og aðdáendur hennar sitja eftir með sárt ennið eftir að flugferð hennar var frestað ítrekað og loks aflýst. Hún hefur þurft að aflýsa þrennum tónleikum á Bretlandseyjum vegna þessa. Lífið 22. október 2023 14:55
Um 50 list- og menningarviðburðir í boði á Akranesi á Vökudögum Íbúar á Akranesi eru nú að setja sig í stellingar fyrir ellefu daga lista- og menningarhátíð, Vökudaga, sem hefjast fimmtudaginn 26. október. Boðið verður upp á um fimmtíu menningarviðburði í bæjarfélaginu þessa daga allt frá listsýningum upp í pönktónleika. Lífið 22. október 2023 13:04
„Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. Áskorun 22. október 2023 08:01
„Nenni ekki að dvelja í dramakasti” Leikkonuna Katrínu Halldóru Sigurðardóttur þarf varla að kynna. Hún sló eftirminnilega í gegn í hlutverki söngkonunnar Ellýjar í samnefndri sýningu sem sýnd var 220 sinnum í Borgarleikhúsinu. Lífið 22. október 2023 07:00
Tim Burton og Matrix-stjarnan Monica Bellucci nýtt par Kvikmyndagerðarmaðurinn Tim Burton og ítalska stórleikkonan Monoca Bellucci eru eitt nýjasta par Hollywood. Lífið 21. október 2023 21:38
„Að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir“ „Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri?“ segir tónlistarkonan og leikkonan Elín Hall um lagið sitt bankastræti, sem hún syngur ásamt Unu Torfa. Tónlist 21. október 2023 17:01
Ein fegursta bygging heims fagnar stórafmæli Ein frægasta bygging 20. aldarinnar hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Það tók 14 ár að byggja húsið og kostnaðurinn við bygginguna var 15 sinnum hærri en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Arkitektinn sem hannaði bygginguna sá hana aldrei, þrátt fyrir að hafa lifað í 35 ár eftir að húsið var fullbyggt. Erlent 21. október 2023 14:31
Afhjúpar það sem er óþægilegt að segja upphátt „Ég fýla að segja sögur um manneskjur, að kafa ofan í allt þetta litla sem er inn í okkur og okkur finnst kannski óþægilegt að segja upphátt,“ segir leikstjórinn Katrín Björgvinsdóttir, sem leikstýrir sjónvarpsseríunni Svo lengi sem við lifum. Blaðamaður ræddi við Katrínu um listsköpunina og lífið. Menning 21. október 2023 07:01
„Við erum í grunninn viðkvæm lítil blóm“ Átta ár eru síðan leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir fékk fastráðningu við Borgarleikhúsið. Í byrjun næsta árs mun hún breyta til og söðla um í Þjóðleikhúsinu. Hún segist vera spennt að verða nýja stelpan í bekknum. Lífið 21. október 2023 07:01
Skrúfa niður í djamminu á Prikinu Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug. Viðskipti innlent 20. október 2023 14:21
Heimaleikurinn til New York Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn hefur verið valin inn á Doc NYC - stærstu heimildarmyndahátíð Bandaríkjanna, sem fer fram í New York í nóvember. Bíó og sjónvarp 20. október 2023 14:17
Listaverkasafn Berlusconi skapar vandræði fyrir afkomendurna Einn af helstu menningarvitum og listaverkagagnrýnendum Ítalíu hefur hæðst að listaverkasafni sem forsætisráðherrann fyrrverandi, Silvio Berlusconi, skildi eftir sig þegar hann lést í júní síðastliðinn. Safnið hefur skapað ákveðin vandræði fyrir afkomendur og erfingja Berlusconi. Erlent 20. október 2023 07:49
Stefán Reynir er látinn Stefán Reynir Gíslason kórstjóri og organisti er látinn 68 ára gamall. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 17. október síðastliðinn. Stefán hafði verið í fararbroddi í tónlistarlífinu í Skagafirði um árabil. Innlent 19. október 2023 10:34
Lasse Berghagen er látinn Lasse Berghagen, einn ástsælasti söngvari og sjónvarpsþáttastjórnandi Svíþjóðar, er látinn, 78 ára að aldri. Lífið 19. október 2023 10:30
Sambúð Þorvalds og Egils gekk vel þrátt fyrir fimmtíu ára aldursmun Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem samansett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Lífið 19. október 2023 10:30
Rocky-leikarinn Burt Young látinn Bandaríski leikarinn Burt Young, sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Rocky, er látinn. Hann varð 83 ára gamall. Lífið 19. október 2023 07:37
Frumsýning á tónlistarmyndbandi: Kvennakraftur í Kaliforníu Tónlistarkonan Herdís Stefánsdóttir, jafnan þekkt sem Kónguló, var að senda frá sér sitt annað lag sem heitir The Water In Me. Hún var jafnframt að gefa út tónlistarmyndband við lagið sem er frumsýnt hér í pistlinum. Tónlist 18. október 2023 11:30
Birgitta Haukdal sló í gegn í Smáralind Birgitta Haukdal og dóttir hennar, Saga Júlía, ásamt Láru og Ljónsa frá Þjóðleikhúsinu, fylltu Smáralindina i síðustu viku þegar þau tróðu þar upp. Fjöldi fólks lagði leið sína í Smáralind til að horfa á þau syngja og sprella, ásamt því að gæða sér á veitingum og fá áritun frá rithöfundinum Birgittu Haukdal. Lífið samstarf 18. október 2023 11:08
Tíu bestu íslensku kvikmyndir allra tíma að mati Rikka G Fjölmiðla- og útvarpsmaðurinn Ríkharður Guðni Óskarsson, þekktur sem Rikki G, tók saman lista af bestu íslensku kvikmyndum að hans mati. Myndirnar eru tíu talsins. Lífið 18. október 2023 09:54
Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði. Innlent 17. október 2023 21:21
Ása Steinars segir hæfileika ekki þekkja kynjamörk Ljósmyndasýningin Sprakkar samanstendur af verkum fimm kvenljósmyndara og er staðsett í kofa gallerí á Hafnartorgi. Lífið 17. október 2023 16:38
Teiknari Guardian til 40 ára látinn fjúka vegna meintrar gyðingaandúðar Breski miðillinn Guardian hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við skopmyndateiknarann Steve Bell, eftir að hann skilaði inn mynd sem miðlinum þótti ýta undir fordóma gegn gyðingum. Erlent 17. október 2023 10:35
Heimurinn að farast en maður tekur ekkert eftir því Í fyrstu kvikmyndinni um Tortímandann, með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki, er atriði þar sem tónlist kemur við sögu. Ung kona með afskaplega hallærislega hárgreiðslu þess tíma, 1984, er að útbúa sér nætursnarl. Hún er í skýjunum eftir að hafa stundað villt kynlíf með kærasta sínum. Gagnrýni 17. október 2023 07:31
Hannaði sófa úr ónothæfum töskum Hönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley fer skapandi og óhefðbundar leiðir í sinni listsköpun og lætur efniviðinn ekki fara til spillis. Hún er viðmælandi í þættinum Kúnst og ræðir þar meðal annars um hvernig hún hannaði sófa úr ónothæfum tölvutöskum. Menning 17. október 2023 07:00
Sigga Toll og Anton Björn fögnuðu ástinni Sigríður Thorlacius söngkona og Anton Björn Markússon fögnuðu ástinni um helgina þegar systir Sigríðar gekk í hjónaband. Lífið 16. október 2023 12:48
Nóbelsverðlaunahafinn Louise Glück er látin Bandaríski rithöfundurinn og ljóðskáldið Louise Glück lést á föstudag, áttræð að aldri. Menning 16. október 2023 12:31
Friðrik Þór hættur að drekka Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann væri hættur að drekka áfengi og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Lífið 16. október 2023 11:11
Leikkonan Suzanne Somers er látin Bandaríska leikkonan Suzanne Somers er látin, 76 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í þáttunum Step By Step og Three‘s Company. Lífið 16. október 2023 11:02