Elíta íslenska rappsins tryllti lýðinn í Iðnó „Þetta var bara ótrúlegt kvöld og fór alveg vonum framar,“ segir tónlistarmaðurinn og rapparinn Ízleifur. Hann stóð fyrir stöppuðum útgáfutónleikum í Iðnó síðastliðið föstudagskvöld þar sem úrvalslið rappara steig á svið með honum. Tónlist 11. mars 2024 13:22
Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. Lífið 11. mars 2024 10:45
Ryan Gosling kom Margot Robbie á óvart og fékk Slash með sér á svið Kanadíski leikarinn Ryan Gosling vakti mikla athygli í gærkvöldi þegar hann söng lagið I'm Just Ken úr Barbie myndinni. Hann virtist meðal annars koma Margot Robbie, aðalleikonu myndarinnar á óvart. Lífið 11. mars 2024 09:26
Stærstu stundirnar á Óskarnum: Grínuðust með Barbenheimer og John Cena mætti nakinn Óskarsverðlaunahátíðin fór fram með pompi og prakt í Los Angeles borg í gær. Líkt og fyrri ár voru þar nokkrar stundir sem slógu í gegn og vöktu meiri athygli en aðrar. Lífið 11. mars 2024 08:41
Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. Lífið 11. mars 2024 06:07
Spáir í spilin: „Alveg eins hægt að afhenda Nolan styttuna nú þegar“ Óskarsverðlaunin verða veitt í 96. skiptið í kvöld. Annar lýsandi hátíðarinnar segir Oppenheimir munu vinna flest verðlaun en harmar hve fáar tilnefningar Barbie fær. Bíó og sjónvarp 10. mars 2024 21:29
Hryllingsmyndin um Bangsímon valin sú versta á Razzie-verðlaununum Razzie-verðlaunahátíðin svokallaða var haldin í gær. Á henni var hryllingsmyndin Winnie the Pooh: Blood and Honey ótvíræður „sigurvegari“ en hún hlaut verðlaun í fimm af tíu flokkum. Bíó og sjónvarp 10. mars 2024 18:48
Frumraun Alþingiskórsins á sviði um helgina Hinn háttvirti Alþingiskór kom í fyrsta sinn fram í þingveislu um helgina. Kórinn samanstendur af tuttugu þingmönnum og þeirra á meðal er dómsmálaráðherra og innviðaráðherra. Lífið 10. mars 2024 18:25
Hámhorfið: Hvað er kvikmyndagerðafólkið að horfa á? Sjónvarpsglápið nær gjarnan hámarki á sunnudögum og eru einhverjir sem bíða í mikilli eftirvæntingu eftir heilaga hvíldardeginum til að geta loks lagst í sófann og hámhorft. Í dag tekur Lífið á Vísi púlsinn á sérfræðingum þegar það kemur að afþreyingarefni, kvikmyndagerðarfólki. Bíó og sjónvarp 10. mars 2024 12:31
Einstakar ljósmyndir frá tíunda áratugnum Snemma á tíunda áratugnum bjó Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari í Súðavogi og var þar einnig með ljósmyndastúdíó. Í næsta húsi var hljóðverið Grjótnáman þar sem margar af þekktustu plötum íslenskrar tónlistarsögu voru teknar upp. Þar tók Bragi meðfylgjandi ljósmyndir þar sem sjá marga af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Lífið 10. mars 2024 10:49
Laufey kenndi Elizu að sitja fyrir sjálfum Eliza Reid forsetafrú fékk kennslu í sjálfutöku frá sjálfum Grammy-verðlaunahafanum Laufeyju Lín á tónleikunum hennar í Eldborg í gær. Lífið 10. mars 2024 10:08
„Ég er mjög stolt af því að vera íslensk“ „Ég er mjög stolt af því að vera íslensk,“ sagði tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar henni var veitt heiðursviðurkenning forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Hún hefur farið sigurför um heiminn undanfarið og fékk viðurkenninguna fyrir að bera hróður Íslands víða um heim með tónlist sinni. Lífið 9. mars 2024 21:34
„Mikil menningarverðmæti farin“ „Það stóð til að gera þetta hús upp sem hluta af nýjum miðbæ. Þetta er sögufrægt hús og þess vegna mikil menningarverðmæti farin,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns sem á Gamla Hafnartúns-húsið á Selfossi, þar sem eldur kviknaði í kvöld. Slökkvistörf standa enn yfir en ljóst er að tjónið er mikið. Innlent 9. mars 2024 20:46
Einar og Áslaug áttu fjölskyldustund með Laufeyju Þeir örfáu sem mættu ekki á tónleika Laufeyjar Línar í Hörpu í gær en áttu þó miða munu naga sig lengi í handabökin enda mál manna að um hafi verið að ræða einstaka kvöldstund. Lífið 9. mars 2024 14:18
„Við erum að vinna í því að koma í veg fyrir þetta kjaftæði“ Guðný Kristjánsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ og tengdadóttir rokkarans keflvíska Rúnars Júlíussonar segir meirihluta bæjarbúa vera ósáttan með ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að flytja bókasafn bæjarins í Hljómahöll og takmarka starfsemi Rokksafns Íslands. Hún segist munu berjast gegn áformum bæjarstjórnarinnar með öllum tiltækum ráðum. Innlent 9. mars 2024 13:42
Komu Svavari Erni á óvart í beinni Nokkrar af bestu söngkonum landsins mættu í stúdíó Bylgjunnar á Suðurlandsbraut og sungu til heiðurs Svavari Erni útvarpsmanni í Bakaríinu sem varð fimmtugur á dögunum. Lífið 9. mars 2024 13:17
Sultuslakur eftir grín Gísla Marteins Það fauk í Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing að sjá grín gert að kollega hans í stéttinni í Vikunni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hrafn Guðmundsson, skotspónn grínsins, er aftur á móti sultuslakur. Lífið 9. mars 2024 11:29
Tárin runnu niður kinnar Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum. Lífið 9. mars 2024 09:19
„Ég var í mörg ár að fá sjálfa mig til baka“ „Það er baráttukona í mér en það kom mér rosalega á óvart hvað ég var hugrökk í þessu ferli,“ segir tónlistarkonan Jóna Margrét sem hafnaði nýverið öðru sæti í Idolinu. Blaðamaður ræddi við Jónu um tónlistina, taugaáfall í æsku, að byggja sig upp, hafa trú á sér, tileinka sér jákvætt og kraftmikið hugarfar og taka framtíðinni opnum örmum. Tónlist 9. mars 2024 07:00
Mynd um Megas frumsýnd Önnur heimildamynd ljósmyndarans Spessa, Afsakiði meðanað ég æli – heimildamynd um Megas, verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 14. mars, á fimmtudaginn, og kvikmyndagerðarmaðurinn er frekar stressaður. Lífið 9. mars 2024 07:00
Frumsýning: Rándýr í aðalhlutverki í nýju tónlistarmyndbandi Tónlistarmennirnir Prettyboitjokkó og Daniil gáfu nýverið út lagið Sama um. Þeir voru nú að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið sem var tekið upp í Dúbaí og frumsýnt hér að neðan. Tónlist 9. mars 2024 07:00
Stubbasólin eignast eigið barn Barnið í sólinni í þáttunum um Stubbana Tinky-Winky, Dipsy, Laa-Laa og Po (reynið að lesa þetta án þess að raula lagið í hausnum á ykkur) er eitthvað sem flestir Íslendingar kannast vel við. Enda hafa Stubbarnir í gegnum árin verið tíðir gestir á heimilum hér á landi. Lífið 8. mars 2024 14:16
Grindavíkurbær heiðursgestur Menningarnætur 2024 Grindavíkurbær verður heiðursgestur Menningarnætur Reykjavíkurborgar þann 24. ágúst 2024. Tilefnið er vinatengsl bæjarfélaganna og fimmtíu ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar í ár. Menning 8. mars 2024 12:23
„Ábyrgðin mikil“ Frost er komið á svið í Þjóðleikhúsinu og hitti Sindri Sindrason leikkonurnar Hildi Völu Baldursdóttur og Völu Kristínu Eiríksdóttur og leikstjórann Gísla Örn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 8. mars 2024 11:00
Skapari Dragon Ball látinn Japanski teiknarinn Akira Toriyama, skapari hinnar vinsælu teiknimyndaseríu og sjónvarpsþátta Dragon Ball, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 68 ára að aldri. Lífið 8. mars 2024 08:27
Rúrik þakkar Miley Cyrus fyrir kynnin Þúsundþjalasmiðurinn Rúrik Gíslason þakkar poppstjörnunni Miley Cyrus fyrir kynni þeirra. Lífið 7. mars 2024 21:57
Fyrsta stikla Fallout lítur dagsins ljós Amazon hefur birt fyrstu almennilegu stikluna fyrir þættina Fallout sem byggja á samnefndum tölvuleikjum sem notið hafa gífurlegra vinsælda í marga árátugi. Þar má sjá þau Bíó og sjónvarp 7. mars 2024 15:11
Kristín Ómarsdóttir meðal þeirra sem hlaut Fjöruverðlaunin Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag í átjánda sinn. Verðlaunin voru afhent í þremur flokkum. Menning 7. mars 2024 14:45
Síðasta verk Nóbelsverðlaunahafans gefið út gegn hans eigin óskum Síðasta skáldsaga kolumbíska Nóbelsverðlaunahafans, Gabriel García Márquez, Until August, sem mætti útleggja sem Þangað til í ágúst, verður gefin út að honum látnum og gegn óskum hans. Menning 6. mars 2024 23:54
Með alls konar í bakpokanum eftir að hún varð móðir Sara Linneth, förðunarfræðingur og meistaranemi, segir að það hafi haft ýmsar áskoranir í för með sér að vera móðir, meðal annars á edrúlífið. Sara ræðir málin á einlægan hátt í hlaðvarpsþættinum Mömmulífið með þeim Ástrósu Trausta og Guðrúnu Sørtveit. Lífið 6. mars 2024 13:50