Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Auka við lista­manna­laun í fyrsta sinn í fimm­tán ár

Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009.

Innlent
Fréttamynd

Hefur ekki hitt öll 26 syst­kini sín

Bandaríska leik- og söngkonan Jennifer Hudson dreymir um matarboð með allri fjölskyldunni sinni. Hún á þó ennþá eftir að hitta öll systkini sín en þau eru tuttugu og sex talsins. Matarboðið gæti því orðið ansi fjölmennt.

Lífið
Fréttamynd

Donald Sutherland er látinn

Kanadíski leikarinn Donald Sutherland, frægur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Dirty Dozen og MASH, er látinn eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 88 ára gamall.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Travis Scott hand­tekinn í Miami

Rapparinn Travis Scott var handtekinn í Miami í nótt vegna drykkjuláta og rifrildis sem virðist hafa orðið til þess að rapparinn fór óleyfilega um borð í snekkju sem hann átti ekki. Rapparinn var handtekinn um klukkan 01:45 í nótt að staðartíma.

Lífið
Fréttamynd

Nýjasta súperstjarna heimsins

Frægðarsól tónlistarkonunnar Sabrina Carpenter hefur aldrei skinið jafn skært og nú. Hún á tvö mest spiluðu lög í heimi um þessar mundir, er að slá sér upp með hjartaknúsaranum og leikaranum Barry Keoghan, kemur fram á tónleikum og viðburðum um allan heim og stelur ósjaldan senunni í einstökum klæðaburði.

Tónlist
Fréttamynd

Getur varla lesið Sjálf­stætt fólk lengur

Rithöfundurinn Einar Kárason segir það reyna frekar á hann í seinni tíð að lesa Sjálfstætt fólk eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Mögulega sé hækkandi aldri um að kenna. Hann hallast enn frekar að því en áður að bókin sé með undarlegum hætti ástarsaga Bjarts og Ástu Sólilju.

Lífið
Fréttamynd

„Stefni út í heim og er með stóra drauma“

„Mér hefur alltaf fundist léttara að tjá líðan í gegnum tónlist heldur en að með því að tala,“ segir tónlistarkonan Thelma Tryggvadóttir, sem er gjarnan kölluð TT. Hún er að senda frá sér EP plötu næstkomandi föstudag sem hefur verið í bígerð í nokkur ár og er tilhlökkunin mikil.

Tónlist
Fréttamynd

Tví­burarnir komnir með nafn

Victor Guðmunds­son, lækn­ir og tón­list­armaður, og Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir hafa nefnt tvíburasyni sína. Drengirnir heita Máni og Stormur. Victor  greindi frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Níu líf of stór­kost­leg fyrir eftir­sjá

Þakið ætlaði að rifna af salnum þegar leikarar Níu lífa hneigðu sig í síðasta skipti á lokasýningunni síðastliðið laugardagskvöld eftir hvorki meira né minna en 250 sýningar. Er um að ræða einhverja farsælustu sýningu í sögu Borgarleikhússins og var þessum tímamótum svo fagnað með pomp og prakt. 

Menning
Fréttamynd

Slæmt jafn­vægi á milli Bagga­lúts og Sin­fóníunnar

Þegar ég var einstæður faðir og dóttir mín, sjö eða átta ára, var með mér í bílnum, þá spilaði ég oftar en ekki lagið Pabbi þarf að vinna í nótt. Það fjallar um drykkfelldan pabba sem segist þurfa að fara að vinna, en er auðvitað bara á leiðinni á barinn, „til að hitta mennina,“ „þótt mamma skelli hurðum.“ Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Baggalút og síðan þá hef ég verið aðdáandi sveitarinnar.

Gagnrýni
Fréttamynd

McKellen heill á húfi

Ian McKellen er heill á húfi og ber sig vel, eftir að hafa fallið af leiksviði í gær. Búist er við því að hann snúi aftur á leiksviðið í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Maðurinn sem upp­götvaði Bieber kveður bransann

Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas.

Tónlist
Fréttamynd

Fyllist stolti við að líta til fyrri fjall­kvenna

Ebba Katrín Finnsdóttir, fjallkona ársins 2024 í Reykjavík, kveðst full af stolti og þakklæti eftir daginn. Ávarp hennar var samið af Bergi Ebba Benediktssyni, rithöfundi og uppistandara. Ebba segir ávarpið ádeilu á hraða samfélagsins og vanrækslu náttúrunnar.   

Lífið
Fréttamynd

Heil­mikil skemmti­dag­skrá og sam­söngur á Þing­völlum í dag

Mikið hefur verið og verður áfram um að vera í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina. Boðið verður upp á margháttaða dagskrá til að minnast þeirra merku tímamóta er Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní 1944. Í kvöld verður söngvavaka á gamla Valhallarreitnum.

Lífið
Fréttamynd

Lofar svaka­legri veislu

„Ég lofa aldrei upp í ermina á mér en í þetta skipti ætla ég að gera það; þetta verður svakaleg veisla,“ segir Friðrik Dór tónlistarmaður sem heldur tvenna tónleika í Háskólabíói í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég hef aldrei reynt að verða nokkur skapaður hlutur“

„Þegar mig langaði að gera eitthvað þá var aldrei sagt við mig finnst þér það nógu karlmannlegt eða er þetta ekki of kvenlegt? Það var bara ekki til. Og þegar ég sagði að ég ætlaði að fara að spila og syngja þá var ekki til að það væru einhverjar efasemdir eða að það væri ekki nógu flott,“ segir tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Jógvan Hansen. Hann ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna.

Tónlist
Fréttamynd

Bubbi hrærður: Trúir því að Níu líf muni á endanum vakna að nýju

Bubbi Morthens tónlistarmaður segist ætla að taka á því í ræktinni í dag áður en hann skellir sér upp í Borgarleikhús í kvöld til að vera viðstaddur 250. og síðustu sýninguna af söngleiknum Níu líf um ævi hans og störf. Hann segist án orða, eftir sitji yndislegar minningar og segist Bubbi trúa því að sýningin verði endurvakin.

Lífið
Fréttamynd

Frikki Dór er til í allt í þriðja skiptið

Frikki Dór gaf út á miðnætti þriðja hluta Til í allt, sem er nú orðið lengsta framhaldslagið í sögu íslenskrar popptónlistar. Með Frikka í för í þetta skiptið eru þeir Herra Hnetusmjör og Steindi jr. Frikki segir lagið eiga sérstakan stað í hjarta sér.

Tónlist
Fréttamynd

Teknóhátíð á Radar alla helgina

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dubfire spilar á tónlistarhátíðinni Libertyfest á klúbbnum Radar um helgina. Hátíðin er haldin í annað sinn um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skipuleggjendur stefna á að halda hana árlega héðan í frá. 

Lífið