Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal

A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfs­ævi­sögu

Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu  sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn.

Lífið
Fréttamynd

List án landamæra opnuð í Ráðhúsinu

List án landamæra var opnuð við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Athöfnin var bæði fjölmenn sem góðmenn og var eftirvæntingin áþreifanleg eftir að fá loksins að upplifa og njóta bæði listarinnar og samverunnar, samkvæmt tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Lífið
Fréttamynd

Gæsahúðarútgáfa af Nangíjala úr Rómeó og Júlíu

Sýningin Rómeó og Júlía, sem hefur verið á fjölunum í Þjóðleikhúsinu í haust, hefur vakið mikla athygli og heillað leikhúsgesti unga sem aldna. Sviðsetningin er sannkölluð sjónræn veisla eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar að sýna mönnum hver það er sem ræður

„Ég fékk smá kaldan svita og fór að hugsa hvað ég væri að gera,“ segir rapparinn knái úr Kópavogi sem kennir sig við hnetusmjör. Hann er að vísa í tilfinninguna sem hann upplifði þegar hann gaf út ævisögu sína, 24 ára gamall.

Tónlist
Fréttamynd

Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hall­gríms­kirkju

Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla.

Tónlist
Fréttamynd

Dópsali í sautján ára fangelsi vegna dauða Mac Miller

Þrír menn voru ákærðir í tengslum við dauða rapparans Mac Miller. Einn hefur nú játað sekt sína að hluta og fallist á sautján ára fangelsisvist með dómsátt. Mac Miller lést árið 2018 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum.

Lífið
Fréttamynd

Rokk­hljóm­sveitin SOMA með lang­þráða endur­komu

Hljómsveitin SOMA hefur snúið aftur eftir að hún hætti skyndilega árið 1998 og hefur legið í dvala síðan þá. Hljómsveitin fagnar endurkomunni með tónleikum á Ölver næstkomandi föstudag þar sem öll gamla platan verður spiluð ásamt nýju efni.

Lífið
Fréttamynd

RA­VEN steig á stokk á Stofu­­tón­­leikum á Granda

Nágrannarnir Ólafsson gin og Alda Music standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. 

Tónlist
Fréttamynd

Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir

Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins.

Innlent
Fréttamynd

Ósýnilegum konum fagnað á Hverfisgötu

Á dögunum kom út íslensk þýðing á bókinni Invisible Women. Sæunn Gísladóttir þýddi bókina Ósýnilegar konur en hún hefur brennandi áhuga á efni bókarinnar. Útgáfunni var fagnað í bókabúð útgáfunnar Sölku á Hverfisgötu.

Lífið
Fréttamynd

Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par

Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. 

Lífið