Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

The Power of the Dog: Gjá milli þings og þjóðar

The Power of the Dog er „art house“-kvikmynd sem ekki er sýnd í neinu kvikmyndahúsi, hvorki listrænu né öðru, heldur er hún aðeins á Netflix. Óskarverðlaunapískrið umlykur hana þessa dagana en undirritaður var hálf ringlaður eftir áhorfið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Konur eru áhugasamari um glæpi en karlar

Eva Björg Ægisdóttir er næsta stórstjarna á sviði íslenskrar glæpasagnagerðar. Nýr krimmi hennar, Þú sérð mig ekki, er glæsilega ofinn og nýstárleg saga innan þess ramma sem skilgreinir glæpasöguna.

Menning
Fréttamynd

Jülevenner Emmsjé Gauta nú einnig í streymi

Íbúar dreifbýlis, Íslendingar sem hafa gefist upp og flutt af landi brott, félagsfælnir, ungbarna foreldrar, sóttkvíar fólk og aðrir sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna komast ekki í Háskólabíó. Bið ykkar er á enda, nú getiði upplifað Jülevenner 2021 með stafrænum hætti í gegnum streymi NovaTV.

Lífið
Fréttamynd

Jóla­molar: Christ­mas Vacation fastur liður á hverju ári

Það er óhætt að segja að Sigga Beinteins sé ein ástsælasta söngkona landsins og eru jólatónleikar hennar, Á hátíðlegum nótum, orðnir að hefð hjá mörgum í aðdraganda jólanna. Tónleikarnir í ár fara fram í Eldborgarsal Hörpu dagana 3. og 4. desember, þar sem Sigga mun syngja inn jólin ásamt stórskotaliði söngvara. Hér ætlum við hins vegar að komast að því hvað það er sem kemur sjálfri Siggu Beinteins í jólaskapið.

Jól
Fréttamynd

Streymisveita ríkisins verður „heljarinnar maskína“, segir stjórnandi hjá Nova

Ríkið mun fjárfesta að óþörfu og skapa varanlegan kostnað ef áform þess um þróun á streymisveitu verða að veruleika. Innlendar streymisveitur, sem geta tekið að sér að dreifa íslenskum kvikmyndum og þáttaröðum, eru nú þegar til staðar og ríkið þyrfti að eyða miklu púðri í að halda streymisveitunni í takt við tímann. Þetta segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova.

Innherji
Fréttamynd

King Richard: Mynd um tennissystur, en samt aðallega pabba þeirra

Kvikmyndin King Richard fjallar um fyrstu skref Williams-systranna Venus og Serenu í tennisheiminum, en hún sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói þessa dagana. Faðir þeirra Richard Williams er þó aðalpersóna myndarinnar og dregur Williams-vagninn, líkt og í upphafi ferils systranna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Jóla­molar: Svört rós frá kærastanum eftir­minni­legasta jóla­gjöfin

Það er óhætt að fullyrða að hver einasti Íslendingur hafi einhvern tímann sungið með jólalaginu Ég hlakka svo til. Lag sem sungið var af hinni ellefu ára gömlu Svölu Björgvins í þættinum Jólaboð afa árið 1998. Í dag er hún ein skærasta stjarna okkar Íslendinga. Svala segist vera mikið jólabarn en fyrir henni snúast jólin frekar um að gefa en þiggja.

Jól
Fréttamynd

Veit ekki neitt og bíður spenntur eins og aðrir

Jólabókaflóðið er í fullum gangi nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til aðfangadags. Aldrei hafa fleiri konur verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en þar eru 17 konur á móti fimm körlum.

Innlent
Fréttamynd

Um­­­deildur Ís­lands­þáttur Top Gear endaði á æsi­­legum kapp­akstri að barmi Rauðu­­skálar

Íslandsþáttur breska bílaþáttanna ofurvinsælu Top Gear, sem tekinn var upp hér á landi í sumar var sýndur um liðna helgi í Bretlandi. Í þættinum má meðal annars sjá umdeildan utanvegaakstur á Hjörleifshöfða, auk þess sem að þátturinn fjallar að stórum hluta um æsilegan kappakstur um óbyggðir Íslands sem endar á barmi Rauðuskálar.

Innlent
Fréttamynd

Arnar Eggert fékk Lítinn fugl

Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur víða um land í dag með ýmsum hætti en í Iðnó við tjörnina var haldin stutt hátíðarsamkoma að þessu tilefni þar sem veittar voru viðurkenningar tileinkaðar deginum og heiðursverðlaun dagsins, kennd við Lítinn fugl.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt sýnishorn úr And Just Like That

Nýr kafli í Sex and the City ævintýrinu hefst fljótlega, þegar HBO Max byrjar að sýna „spin-off“ þættina And Just Like That. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Jóla­molar: Losnuðu úr sótt­kví korter í jól og fjöl­skyldan brunaði af stað

Söngkonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, er mikið jólabarn. Hún og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist, hafa haldið vinsæla jólatónleika síðustu ár en árið 2019 fylltu þau Gamla bíó. Camilla segir jólin fyrst og fremst snúast um að skapa minningar með börnunum og finnst henni fátt dýrmætara en að upplifa jólin í gegnum drengina sína tvo.

Jól