Árið byrjar með látum á Stöð 2+ Það er mikið af spennandi efni væntanlegt á efnisveitunni Stöð 2+. Lífið samstarf 30. desember 2021 10:14
Sabine Weiss látin Ljósmyndarinn Sabine Weiss lést nýverið á heimili sínu í París, 97 ára að aldri. Hún er af mörgum talin vera frumkvöðull á sviði ljósmyndunar og var síðasti eftirlifandi ljósmyndarinn sem tilheyrði frönsku húmanistastefnunni. Menning 29. desember 2021 20:23
Horfðu frítt á jólatónleika Páls Rósinkranz og Ágústu Evu Ágústa Eva og Páll Rósinkranz buðu öllum landsmönnum á jólatónleika þann annan í jólum kl 20:00. Albumm 29. desember 2021 19:30
Framleiðendur Ace Ventura í mál við Netflix vegna Tiger King Morgan Creek Entertainment, fyrirtækið sem framleiddi kvikmyndirnar um gæludýra-einkaspæjarann Ace Ventura, hefur höfðað mál gegn Netflix. Það er vegna myndefnis úr Ace Ventura 2: When Nature Calls sem notað var í þáttaröðina Tiger King, sem naut gífurlegra vinsælda á Netflix í fyrra. Bíó og sjónvarp 29. desember 2021 12:30
Norðmenn fá ekki norsk handrit sem Árni færði Dönum að gjöf Danir hafa hafnað ósk Norðmanna um að fá afhent sjö handrit sem segja sögu norsks samfélags á öldum áður. Norðmenn fóru þess á leit síðasta sumar að fá afhent handritin með það í hyggju að þau yrði hluti af varanlegri sýningu á Þjóðarbókasafninu í Osló. Erlent 29. desember 2021 10:44
Don't Look Up: Mikil vonbrigði...að hún kláraðist Don't Look Up var frumsýnd á aðfangadag. Myndin átti upprunalega að koma í kvikmyndahús og var það Paramount sem ætlaði að framleiða og dreifa. Áður en tökur hófust var hún svo skyndilega komin yfir til streymisrisans Netflix. Vissu Paramount lengra en nef þeirra náði? Gagnrýni 29. desember 2021 10:10
Söng eitt vinsælasta sumarlag Íslendinga Söngvarinn sem gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga er látinn. Hann hét Sigurdór Sigurdórsson og var jafnframt einn reynslumesti blaðamaður þjóðarinnar. Innlent 28. desember 2021 23:19
Mögnuð tólf ára söngstelpa á Selfossi Þrátt fyrir að Bryndís Embla Einarsdóttir á Selfossi sé ekki nema tólf ára gömul þá hefur hún sungið í kórum í fimm ár. Hún hefur vakið athygli fyrir fallega rödd og er fengin til að syngja við hin ýmsu tækifæri. Henni finnst „Faðir vorið“ fallegasta lagið, sem hún syngur. Innlent 28. desember 2021 20:07
Rasshitamælirinn raunsönn lýsing á líkfundi Á jóladag var frumsýndur á Stöð 2 fyrsti þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z en þættirnir eru framleiddir af Glassriver. Áhorfendur Stöðvar 2 fengu einn þátt á jóladag og síðan aftur þátt á öðrum degi jóla. Lífið 28. desember 2021 16:32
Bjarni fór í Ásmundarsal á Þorláksmessu og keypti sjálfan sig Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra brá ekki út af venjunni á Þorláksmessu í ár og heimsótti árlega listasýningu í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur. Þar mun að þessu sinni hafa sést til ráðherrans um eftirmiðdaginn, sem hlýtur að teljast heppilegri tími til listaverkakaupa en á síðkvöldum, eins og dæmin sanna. Menning 28. desember 2021 16:20
Neistar milli Leðurblökumannsins og Kattakonunnar í nýrri stiklu Það neistar milli Leðurblökumannsins og Kattakonunnar í nýrri stiklu kvikmyndarinnar The Batman. Stiklan, sem ber titilinn Leðurblakan og kötturinn, fjallar að mestu um samband þeirra tveggja og baráttu Batman við The Riddler. Bíó og sjónvarp 28. desember 2021 14:59
Sýnishorn úr íslenska spennutryllinum Harmi Í dag frumsýnum við sýnishorn úr nýrri íslenskri kvikmynd. Spennutryllirinn Harmur er væntanleg í kvikmyndahús á febrúar en með aðalhlutverk fara Ásgeir Sigurðsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Jónas Björn Guðmundsson. Bíó og sjónvarp 28. desember 2021 12:30
Hrekkjalómur hrærður yfir Verbúð Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum. Skoðun 28. desember 2021 10:30
Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. Innlent 27. desember 2021 21:20
Byrjaði að leika á eldri árum og sló rækilega í gegn Hún var algjör þjóðargersemi, segja vinir Maríu Guðmundsdóttur leikkonu sem lést nýverið eftir veikindi. Henni er lýst sem brjálæðislega fyndinni og skemmtilegri, en á sama tíma auðmjúkri og hógværri. Innlent 27. desember 2021 21:00
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2021 Árið 2021 var nokkuð betra en árið 2020. Þetta er ekki eingöngu satt í tengslum við kvikmyndir heldur flest allt. Hér er þó að mestu verið að tala um kvikmyndir. Bíó og sjónvarp 27. desember 2021 20:00
Feginn góðum viðtökum við Verbúðinni: „Allt sem þú ert að horfa á gerðist“ Gísli Örn Garðarsson, einn af leikstjórum, höfundum og framleiðendum Verbúðarinnar, segir mikinn létti að viðtökur við fyrsta þætti seríunnar hafi verið góðar. Mikil vinna sé á bak við þættina, sem líklega hafi verið endurskrifaðir tuttugu sinnum í gegn. Lífið 27. desember 2021 13:05
The Matrix Resurrections: Misheppnuð endurlífgun Sagt er að það eina sem geti lifað af kjarnorkuárás séu kakkalakkar. Það er örugglega rétt, en aldrei myndi ég veðja gegn því að kvikmyndabálkurinn The Matrix kæmi svo skríðandi út úr sveppaskýinu á eftir þeim. Gagnrýni 27. desember 2021 10:03
Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. Innlent 27. desember 2021 09:43
Leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn, 58 ára að aldri. Hann er þekktur fyrir að hafa leikstýrt stórmyndum á borð við Dallas Buyers Club og Wild og þáttunum Big Little Lies og Sharp Objects. Lífið 27. desember 2021 07:26
Verbúðin frumsýnd við mikla lukku netverja Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna. Bíó og sjónvarp 26. desember 2021 23:14
Stuttmynd byggð á plötu Memfismafíunnar Sumarið 2020 stóð framleiðslufélagið Helluland fyrir tökum stuttmyndar sem þau höfðu verið að vinna að frá því í byrjun árs. […] Albumm 26. desember 2021 19:01
Einar Vilberg með nýtt myndband Einar Vilberg sendi nýverið frá sér lagið You Weren’t There sem er nýjasta smáskífan sem Einar gefur út af væntanlegri sólóplötu. Í dag kom út tónlistarmyndband við lagið og er það Arnar Gylfason sem á heiðurinn af því. Albumm 25. desember 2021 13:46
Hefur þroskast sem höfundur síðan hann skrifaði fyrstu bókina ellefu ára Fjórtán ára rithöfundur sem gaf út bók fyrir jól telur börn samsama sig betur skrifum hans en fullorðinna höfunda. Hann var aðeins ellefu ára þegar hann skrásetti söguna og segist hvergi nærri hættur. Innlent 24. desember 2021 15:01
Neitaði að bera grímu á tónleikum Gauta og var handtekinn með hörku Karlmaður var handtekinn á tónleikunum Jülevenner í gær eftir að hafa neitað að bera grímu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í dagbókarfærslu í morgun að maðurinn hafi verið handtekinn vegna brota á sóttvarnalögum og fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Innlent 24. desember 2021 14:49
Jólalag dagsins: Egill Ólafsson flytur Ó, helga nótt Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. Jól 24. desember 2021 09:00
Bubbi óttast ekki neitt: „Ég er bara gleðigjafi“ Bubbi Morthens hélt árlegu Þorláksmessutónleika sína í Eldborg í Hörpu fyrr í kvöld. Eldborgarsalurinn tekur um fimmtán hundruð manns í sæti en uppselt var á tónleikana. Tónleikarnir voru sem sagt fjölmennir en óvissa ríkti um tónleikahaldið þegar kynntar voru hertar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrr í vikunni. Nokkrir tónleikahaldarar fengu sérstaka undanþágu frá gildandi sóttvarnareglum, Bubbi þar með talinn. Menning 23. desember 2021 23:15
KALEO í tónleikaferð um heiminn KALEO er ein vinsælasta hljómsveit sem Ísland hefur af sér alið en í febrúar 2022 leggur svetin af stað í heljarinnar tónleikaferð um heiminn. Albumm 23. desember 2021 17:46
Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi flytja Hjartað lyftir mér hærra Biðin er næstum því á enda. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. Jól 23. desember 2021 17:01
Bentu á þann sem að þér þykir bestur Efnisveitan Stöð 2+ er stútfull af fjölbreyttu efni fyrir alla fjölskylduna. Lífið samstarf 23. desember 2021 16:50