M*A*S*H-stjarnan Sally Kellerman er látin Bandaríska leikkonan Sally Kellerman, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk Margaret „Hot Lips“ O'Houlihan, í kvikmyndinni M*A*S*H, er látin. Hún varð 84 ára gömul. Lífið 25. febrúar 2022 09:56
Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“ Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin. Lífið 24. febrúar 2022 16:54
„Vöndum okkur virkilega við valið á útgáfum“ Plötusnúðurinn Ali Demir stofnaði árið 2020 Distrakt Audio sem er „vinyl-only“ plötuútgáfufyrirtæki. Megináherslan er að para saman tónlistarmenn allstaðar að úr heiminum sem deila sömu ástríðu fyrir neðanjarðar, minimalískri hús tónlist. Efnið er svo gefið út á 12” vínyl plötu sniði. Albumm 24. febrúar 2022 14:31
Opin samskipti mikilvæg í öllum nánum samböndum Á föstudag sendi hljómsveitin Supersport! frá sér glænýtt lag sem kallast taka samtalið. Lagið kemur út hjá reykvíska neðanjarðar-listasamlaginu og útgáfufélaginu Post-dreifingu. Tónlist 24. febrúar 2022 12:01
Elísabet og Steinar Bragi tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Rithöfundarnir Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða hafhent í Helsinki í Finnlandi 1. nóvember. Elísabet er tilnefnd fyrir Aprílsólarkulda og Steinar Bragi fyrir Truflunina. Menning 24. febrúar 2022 11:47
Undirmeðvitundin ræður loka útlitinu Sýning frönsku listakonunnar Claire Paugam, Anywhere but Here, var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 11. febrúar síðastliðinn. Næstkomandi laugardag, þann 26. febrúar, mun Claire verða með listamannaspjall á sýningunni klukkan 14:00-15:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Menning 24. febrúar 2022 11:30
Passenger væntanlegur til Íslands Passenger kemur til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í sumar. Söngvarinn og lagahöfundurinn heitir Mike Rosenberg og hefur unnið til fjölda verðlauna og náð platínusölu víða um heim svo Íslendingar fagna eflaust komu hans. Lífið 24. febrúar 2022 10:52
Sigur Rós í upptökum í Abbey Road og tilkynnir fyrsta tónleikaferðalagið í fimm ár Hljómsveitin Sigur Rós mun í vor og sumar fara á tónleikaferðalag. Munu þeir meðal annars koma fram í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Miðasalan hefst formlega á morgun. Tónlist 24. febrúar 2022 08:29
Símon FKNHNDSM er plötusnúður mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. Tónlist 23. febrúar 2022 21:00
Afbyggir hugmyndir um fullkomnun í gegnum listina Hildur Ása Henrýsdóttir opnaði einkasýninguna Marga hildi háð í Gallery Port á dögunum. Linda Toivio er sýningarstjóri og mun sýningin standa til þriðja mars næstkomandi. Menning 23. febrúar 2022 20:01
Möguleikar ljóðsins eru endalausir Stuttungur er nýstárlegri ljóðahátið sem haldin verður í annað skiptið á morgun, fimmtudag og fagnar framúrstefnulegri nálgun á tungumálið. Hátíðin leggur áherslu á að skapa framsækinn vettvang fyrir tilraunakennda ljóðastarfsemi af ýmsu tagi. Ásta Fanney Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar og bíður alla velkomna. Lífið 23. febrúar 2022 16:57
Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“ Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum. Tónlist 23. febrúar 2022 12:00
Leita til Ólafs Elíassonar um hönnun minnisvarða um Heimaeyjargosið Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita tvær milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Vestmannaeyjabæjar vegna hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey. Samningur hefur verið gerður við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnuna. Menning 23. febrúar 2022 11:48
„Var búin að finna síðu sem seldi flottar hárkollur“ Dansparið og hjónin Hanna Rún og Nikita Bazev urðu á dögunum fyrst Íslendinga til að komast á heimsleikana í suður-amerískum dönsum, en leikarnir eru haldnir á fjögurra ára fresti. Lífið 23. febrúar 2022 11:31
Söngvari Procol Harum er fallinn frá Breski söngvarinn Gary Brooker, forsprakki sveitarinnar Procol Harum, er látinn, 76 ára að aldri. Brooker var einn höfunda og söng vinsælasta lag sveitarinnar, A Whiter Shade of Pale, frá árinu 1967 sem fjölmargir tónlistarmanna hafa einnig tekið upp á sína arma. Lífið 23. febrúar 2022 08:20
Söngvarinn Mark Lanegan er látinn Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan, sem var forsprakki sveitarinnar Screaming Trees og var um tíma liðsmaður Queens of the Stone Age, er látinn, 57 ára að aldri. Lífið 23. febrúar 2022 07:27
Sannar sögur eftirlifenda skógareldanna í Ástralíu Þáttaröðin Fires er komin inn á Stöð 2+. Lífið samstarf 22. febrúar 2022 16:08
Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. Menning 22. febrúar 2022 15:30
Ísland ekki í næsta hópi HBO Max Fimmtán Evrópulönd fá aðgang að streymisveitunni HBO Max þann 8. mars næstkomandi en þeirra á meðal eru Pólland, Portúgal, Rúmenía og Holland. Neytendur 22. febrúar 2022 09:26
Draumfarir gefa út lagð Kvíðinn Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson skipa dúóið Draumfarir en kapparnir voru að senda frá sér lagið Kvíðinn. Albumm 21. febrúar 2022 16:00
Rak umboðsmanninn og réði pabba sinn Söngkonan Dua Lipa hefur sagt skilið við umboðsmanninn sinn og réði pabba sinn Dukagjin í staðin en sjálfur var hann í rokkhljómsveit á sínum tíma. Hún er ekki að leita að öðrum umboðsmanni til þess að fylla í stöðuna eins og er svo feðginin munu starfa saman um óákveðin tíma. Áður voru það Ben Mawson og Ed Millet hjá TaP Management sem sáu um hennar mál. Lífið 21. febrúar 2022 15:30
Tónlistarborgin Fyrsta stefnumótunin sem ég fór fyrir var að skrifa stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, með góðu liðssinni bæði borgarfulltrúa og starfsfólks á skóla- og frístundasviði. Skoðun 21. febrúar 2022 14:30
Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2022 10:36
Vilja að styttu af Leópold konungi verði breytt í minnisvarða um kongósk fórnarlömb Nefnd á vegum borgarstjórnarinnar í Brussel hefur lagt það til að bronsstyttu af Leópold II, Belgakonungi, verði brædd og henni breytt í minnisvarða um milljónirnar sem fórust á valdatíma hans í belgísku Kongó. Erlent 21. febrúar 2022 07:39
Tónlistarfrumkvöðullinn Jamal Edwards látinn Tónlistarfrumkvöðullinn Jamal Edwards er látinn aðeins 31 árs gamall. Tónlistarfyrirtæki hans SBTV kom mörgum stærstu stjörnum Bretlands á kortið. Erlent 20. febrúar 2022 23:41
„Ég er hrikalega ánægður með plötuna“ Mavelus er listamannsnafn tónlistarmannsins Ástþórs Þórhallssonar en hann var að senda frá sér stuttskífuna Moberg. Albumm 20. febrúar 2022 20:30
Brynja Hjálmsdóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Brynja Hjálmsdóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2022 fyrir ljóð sitt Þegar dagar aldrei dagar aldrei. Ljóðstafurinn var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi í dag en tuttugu ára afmæli hátíðarinnar er fagnað um þessar mundir. Menning 20. febrúar 2022 18:44
Sýndu brellur sem íslenskt fyrirtæki gerði fyrir Witcher Reykjavík Visual Effects (RVX) birtu á föstudaginn myndband sem sýnir þær tölvubrellur sem starfsmenn fyrirtækisins gerðu fyrir Netflix þættina Witcher. Þættirnir, bækur og tölvuleikir úr söguheimi Withcer njóta mikilla vinsælda um heim allan. Bíó og sjónvarp 20. febrúar 2022 14:33
Njálssaga myndskreytt með 150 teikningum Segja má að Brennu – Njálssaga hafi öðlast nýtt líf og „lifnað“ við með hundrað og fimmtíu teikningum af vettvangi atburða í sögunni. Myndirnar verða notaðar á skólavef aðallega ætluðum framhaldsskólum með styttri texta og útskýringum á tölvutæku formi og auðlesnari máli en í frumritinu Menning 20. febrúar 2022 08:04
„Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. Atvinnulíf 20. febrúar 2022 08:01