Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. Lífið 30. mars 2022 23:27
Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. Tónlist 30. mars 2022 22:43
Söngvari The Wanted látinn 33 ára gamall Tom Parker, söngvari bresk/írsku drengjasveitarinnar The Wanted lést í dag 33 ára að aldri. Hann greindist með heilaæxli árið 2020 og fór í gegnum langa og stranga krabbameinsmeðferð sem bar ekki árangur. Tónlist 30. mars 2022 20:14
Flutti til Los Angeles til að setja tónlistina í fyrsta sæti Tónlistarmaðurinn Magnús Gunnarsson er búsettur í Los Angeles. Á streymisveitunni Spotify er hann með um 400 þúsund mánaðarlega hlustendur og hefur fylgst með tölunum aukast að undanförnu. Blaðamaður hafði samband við Magnús vestur um haf og tók púlsinn á honum. Tónlist 30. mars 2022 20:01
Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. Lífið 30. mars 2022 18:19
Víðtækar lokanir í miðbæ vegna kvikmyndatöku fyrir Netflix Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur verða við störf í miðbæ Reykjavíkur um helgina við tökur á kvikmyndinni Heart of Stone fyrir streymisveituna Netflix. Kvikmyndatökunum fylgja víðtækar lokanir, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur. Bíó og sjónvarp 30. mars 2022 15:35
Saga palestínskrar fjölskyldu á Íslandi sem býr við endalausa óvissu Hljómsveitin BSÍ sendir frá nýtt myndband við lagið þeirra TAL 11. Leikstjóri myndbandsins er Erlendur Sveinsson en lagið er af fyrstu breiðskífunni BSÍ sem kom út í fyrra. Myndbandið lokar þar með hringnum í kringum útgáfu plötunnar þeirra „Stundum þunglynd ... en alltaf andfasísk“. Hér má sjá myndbandið: Tónlist 30. mars 2022 12:17
Herdís og Gísli bræddu áhorfendur á blindu stefnumóti Það vantaði ekki útgeislunina og glæsilegheitin í fyrsta þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið sem sýndur var síðasta föstudagskvöld á Stöð 2. Makamál 30. mars 2022 08:46
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted - nýtt og ferskt tónlistarfólk allsráðandi! Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 29. mars 2022 22:31
Breskur doktor í taugavísindum og erfðafræði á toppnum í raftónlistinni Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög mars. Á toppnum trónir breski raftónlistarmaðurinn Floating Points frá Manchester. Hann er doktor í taugavísindum og erfðafræði og orðinn einn þekktasti raftónlistarmaður Breta. Tónlist 29. mars 2022 20:01
Ný Tónlistarmiðstöð líti dagsins ljós á næsta ári Áætlað er að ný Tónlistarmiðstöð taki til starfa í upphafi næsta árs. Henni er ætlað að sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistarlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á erlendri grundu og vera nótnaveita fyrir íslensk tónverk. Innlent 29. mars 2022 15:55
Deep Water: Tilviljanir og heimska í glórulausri aðlögun Það er eitthvað voðalega skakkt við aðlögun Adrian Lyne á skáldsögu Patriciu Highsmith, Deep Water, sem nú er hægt að sjá á Amazon Prime. Þar leika Ben Affleck og Ana De Armas einhver undarlegustu hjón sem sést hafa á skjánum lengi. Gagnrýni 29. mars 2022 15:05
Ráðin kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur Nathalía Druzin Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur. Menning 29. mars 2022 14:39
Gervi-Íslendingur græðir á tá og fingri á Spotify Íslenska tónlistarmanninn Ekfat kannast fæstir við en þrátt fyrir það er hann að fá milljónir hlustana á streymisveitunni Spotify. Lögin Polar Circle og Singapore með Ekfat eru samtals með yfir 5 milljónir hlustana. Viðskipti innlent 29. mars 2022 14:30
Bál tímans og Bannað að eyðileggja tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Bækurnar Bál tímans og Bannað að eyðileggja eru þær íslensku bækur sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Alls eru þrettán norrænar mynda-, unglinga-, og ljóðabækur tilnefndar til verðlaunanna. Menning 29. mars 2022 13:21
Reykjavíkurdætur halda sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Vinsældir Reykjavíkurdætra hér á landi hafa sennilega aldrei verið meiri en núna. Hljómsveitin er strax byrjuð að bóka tónleika erlendis eftir að vekja mikla athygli fyrir þátttökuna í Söngvakeppninni. Tónlist 29. mars 2022 11:49
Lisa Ekdahl með tónleika í Hörpu í sumar Sænska söngkonan Lisa Ekdahl er á leiðinni til landsins og mun halda tónleika í Eldborg í Hörpu þann 6. júní í sumar. Lífið 29. mars 2022 11:19
Sigurður Hannesson nýr stjórnarformaður Sinfóníunnar Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins hefur tekið við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands af Sigurbirni Þorkelssyni, sem hefur sinnt stöðunni síðan 2014. Menning 29. mars 2022 10:54
KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. Menning 29. mars 2022 07:01
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. Lífið 28. mars 2022 19:41
Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum. Tónlist 28. mars 2022 17:00
Óskarsverðlaunaflutningur Billie Eilish og Finneas O'Connell Systkinin Billie Eilish og Finneas O'Connell unnu Óskarsverðlaunin í ár fyrir besta frumsamda lagið. Bond lagið þeirra No Time to Die var valið það besta úr kvikmyndum síðasta árs. Tónlist 28. mars 2022 15:00
Blue Ivy kom fram í Óskarsatriði Beyoncé Beyoncé ljómaði eins og sólin í stórkostlegu atriði í nótt. Söngkonan Beyoncé opnaði Óskarsverðlaunin með flutningi á laginu Be Alive úr kvikmyndinni King Richard. Tónlist 28. mars 2022 10:31
Billie Eilish hreppir Óskarinn fyrir besta frumsamda lagið Tónlistarkonan Billie Eilish var rétt í þessu að vinna Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið ásamt bróður sínum Finneas Eilish. Lagið sem um ræðir heitir No Time To Die og er titillag nýjustu James Bond kvikmyndarinnar. Tónlist 28. mars 2022 03:01
Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar á Óskarsverðlaununum nú í nótt. DeBose er fyrsta dökka opinberlega hinsegin konan til að vinna til Óskarsverðlauna fyrir leik í kvikmynd. Lífið 28. mars 2022 01:04
Myndirnar sem eru tilnefndar sem besta myndin á Óskarnum í kvöld Það hefur eflaust reynst mörgum erfitt að reyna að ná að horfa á allar þær myndir sem tilnefndar eru til Óskarsins sem besta myndin í kvöld. Lífið á Vísi tók saman það allra helsta um hverja mynd fyrir sig til þess að auðvelda málið. Lífið 27. mars 2022 22:11
Stemning á opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar Það var heilmikil stemning í Bíó Paradís við opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar fyrir helgi. Fólk úr kvikmyndabransanum og aðrir góðir gestir fjölmenntu og nutu þess að skála og spjalla án fjölda- og fjarlægðatakmarkana. Bíó og sjónvarp 27. mars 2022 21:00
Útgáfurisinn Universal gefur út íslenska kórtónlist Útgáfurisinn Universal hefur nýverið gefið út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili. Platan er gefin út undir formerkjum Decca plötuútgáfu Universal. Í þessu felst gríðarlega mikil útrás fyrir íslenska kórtónlist, sem sífellt er að verða vinsælli erlendis. Albumm 27. mars 2022 18:35
Magnaðar ljósmyndir á gömlu almenningssalerni Í Núllinu í miðbæ Reykjavíkur var áður almenningssalerni, en nú er starfrækt þar listastúdíó. Þessi dægrin má þar finna ljósmyndasýningu sem hverfist um Úkraínu, sögu landsins og stríðið sem geisað hefur þar síðasta rúma mánuðinn. Menning 27. mars 2022 18:05
Alexandra Sif í tökum með lagahöfundi Beyoncé Alexandra Sif Tryggvadóttir vinnur hjá stórfyrirtækinu Spotify og er búsett í sólríku Los Angeles. Hún er að gera öfluga hluti vestanhafs í ýmsum verkefnum og öðlaðist það eftirsótta tækifæri að fá að sækja sérstakan fjölmiðla dag fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Blaðamaður hafði samband við Alexöndru og tók púlsinn á stemningunni svona rétt fyrir Óskarinn. Bíó og sjónvarp 27. mars 2022 11:01