Liverpool fær að vita á föstudag Það skýrist á föstudaginn hvort Liverpool fær tækifæri til að verja Evrópumeistaratitil sinn í knattspyrnu á næsta tímabili. UEFA vill leysa málið áður en til fundar framkvæmdanefndar sambandsins kemur í Manchester þann 17. júní og munu 13 af 14 nefndarmeðlima halda símafund á morgun fimmtudag. Sport 8. júní 2005 00:01
Meðlimir Oasis góðir Eitt af stærstu rokkböndum í heiminum í dag, breska bandið Oasis, var með tónleika í Coronet leikhúsinu í London á miðvikudagskvöldið, sama kvöld og Liverpool sigraði AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Sport 28. maí 2005 00:01
Sven biðlar til Uefa Þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, Svíinn Sven Goran Eriksson, hefur skorað á Uefa að gefa Liverpool sæti í Meistaradeild Evrópu. Sport 28. maí 2005 00:01
Árangur Liverpool særir Cole Ashley Cole, vinstri bakvörður Arsenal, sagði í dag að það hefði verið mjög sárt að horfa á Liverpool lyfta Evrópubikarnum í Istanbul í gær bætti við: <em>,,Arsenal ætti að vera vinna svona titla".</em> Sport 26. maí 2005 00:01
Einstakt í sögu keppninnar Afrek Liverpool, að lenda 3-0 undir gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en jafna leikinn 3-3 og vinna svo í vítaspyrnukeppni, er einstakt í sögu sterkustu deildar heims og í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu keppninnar. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var mögnuð skemmtun. Sport 26. maí 2005 00:01
Liverpool í skrúðgöngu um borgina Liverpool, sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu frá því í gær, fóru í kvöld í skrúðgöngu um Liverpool borg með bikarinn eftirsótta. Sport 26. maí 2005 00:01
LIVERPOOL JAFNAR ! Liverpool hefur tekist hið ómögulega að jafna gegn AC Milan þar sem staðan er orðin 3-3 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Xabi Alonso jafnaði úr vítaspyrnu sem Steven Gerrard fiskaði á Gattuso á 60. mínútu og hefur Liverpool skorað 3 mörk á 6 mínútum eftir að staðan var 3-0 í hálfleik fyrir Milan. Sport 25. maí 2005 00:01
Tvö mörk Liverpool á 2 mínútum Steven Gerrard og Vladimir Smicer hafa minnkað muninn fyrir Liverpool í 2-3 gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Mörkin komu með 2 mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, Gerrard á 54. mínútu og Smicer á 56. mínútu. Sport 25. maí 2005 00:01
Eins og í Liverpool-sögu Liverpool varð Evrópumeistari í gær þegar þeir sigruðu AC Milan í dramatískum úrslitaleik í Istanbúl. Liverpool var 3-0 undir í leikhléi en snéri töpuðu tafli sér í hag á ótrúlegan hátt. Sport 25. maí 2005 00:01
AC Milan yfir gegn Liverpool AC Milan er 1-0 yfir gegn Liverpool í úrslitaleik Meistardeildar Evrópu í Istanbul í Tyrklandi. Paolo Maldini skoraði markið eftir aðeins 50 sekúndna leik eftir aukaspyrnu frá Andrea Pirlo. Leikurinn hófst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 25. maí 2005 00:01
AC Milan að slátra Liverpool AC Milan er hreinlega að ganga frá Liverpool strax í fyrri hálfleik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en staðan er orðin 3-0 fyrir Ítalana þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Argentínumaðurinn Hernan Crespo hefur skorað tvívegis með 5 mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik. Fyrst á 39. mínútu og svo á 44. mínútu. Sport 25. maí 2005 00:01
Tvö lið - 19 þjóðerni Leikmenn frá 19 löndum öttu kappi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattpyrnu í Istanbul í Tyrklandi milli AC Milan og Liverpool. Hjá sexföldum Evrópumeisturum Milan voru leikmenn af 8 þjóðernum í hópnum. Liverpool stillti upp leikmönnum frá 9 mismunandi þjóðum í byrjunarliðinu einu. Sport 25. maí 2005 00:01
LIVERPOOL EVRÓPUMEISTARAR! Liverpool var að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu eftir sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni, 2-3. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 eftir að AC Milan komst í 3-0 í fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jerzy Dudek var hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði tvær vítaspyrnur. Sport 25. maí 2005 00:01
Framlenging í Istanbul Úrslitaleikur AC Milan og Liverpool í Meistaradeild Evrópu fer í framlengingu en staðan að loknum venjulegum leiktíma er 3-3. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hefur skipt öllum varamönnunum sínum þremur inn á en sá fyrsti kom inn á strax á 23. mínútu. Carlo Ancelotti þjálfari Milan hefur skipt tveimur varamönnum inn á. Sport 25. maí 2005 00:01
Friðsamlegt í Istanbúl í nótt Allt fór friðsamlega fram í Istanbúl í Tyrklandi í nótt þegar stuðningsmenn Liverpool og AC Milan máluðu borgina rauða fyrir úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Upphitun hefst kl. 18 auk þess sem leikurinn verður krufinn til mergjar með sérfræðingum Sýnar í leikslok. Sport 25. maí 2005 00:01
Reynsla á móti hungri í sigur Í kvöld er einn af hápunktum knattspyrnuvertíðarinnar þegar Liverpool og AC Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Milan varð síðast Evrópumeistari fyrir tveimur árum og hefur á að skipa gríðarlega reyndu liði, á meðan enska liðið hefur ekki sigrað í keppninni í 21 ár. Sport 24. maí 2005 00:01
Síðasti leikurinn með Liverpool? Milan Baros, sóknarmaður Liverpool segir að úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni gegn AC Milan annað kvöld geti orðið síðasti leikur hans fyrir félagið. Baros er ekki sáttur að fá ekki að leika meira með liðinu og mun skoða möguleika sína eftir leikinn. Mörg félög hafa borið víurnar í hann. Sport 24. maí 2005 00:01
Maradona spáir Milan sigri Knattspyrnugoðsögnin Maradona spáir því að AC Milan hampi Evrópumeistaratitlinum annað kvöld en þá mætir ítalska liðið Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá litli argentínski er staddur í Istanbul í Tyrklandi og verður viðstaddur leikinn. Sport 24. maí 2005 00:01
Segir Spánverja styðja Liverpool Luis Garcia, leikmaður Liverpool, segir að spænska þjóðin fylki sér á bak við Liverpool gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á miðvikudag en leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn frá Ataturk-vellinum í Istanbúl. Sex leikmenn Liverpool hafa leikið í spænska boltanum og Rafael Benitez þjálfaði áður Valencia. Sport 23. maí 2005 00:01
Rush var hetja Shevchenko Framherji AC Milan, Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko, hefur sagt frá því að ein af hetjum hans síðan hann var polli sé ein af goðsögnum Liverpool, Ian Rush. Þetta segir Shevchenko aðeins tveimur dögum fyrir úrslitlaleik Meistaradeildarinnar á milli AC Milan og Liverpool. Sport 23. maí 2005 00:01
Riise tilbúinn að urra í Istanbul John Arne Riise, leikmaður Liverpool, hefur sent AC Milan aðvörun um að leikmenn Liverpool séu tilbúnir ,,vinna eins og ljón og berjast eins og tígrar" í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn kemur. Sport 19. maí 2005 00:01
Ambrosini ekki með í Istanbul? Miðjumaðurinn hjá AC Milan, Massimo Ambrosini, mun líklega missa af úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool í Istanbul þann 25. maí vegna meiðsla. Sport 18. maí 2005 00:01
Owen ráðleggur Liverpool Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hjá Real Madrid, sem áður lék með Liverpool, hefur hvatt sína gömlu félaga sína til að einbeita sér að því að reyna að vinna meistaradeildina í stað þess að vera að þrátta um þáttökurétt sinn á næsta ári. Sport 10. maí 2005 00:01
Liverpool í rauðu í Istanbul Liverpool mun verða í sínum rauðu búningum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn AC Milan í Istanbul þann 25. maí næstkomandi. Milan vann hlutkestið um heimalið og hefði því átt að vera í rauðu, en liðin hafa komist að samkomulagi um að Milan spili í sínum hvítu varabúningum, búningnum sem þeir unnu Juventis í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum Sport 9. maí 2005 00:01
PSV komið með forystu gegn Milan PSV Eindhoven frá Hollandi hefur náð 1-0 forystu gegn AC Milan í síðari leik liðanna í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu. Sport 4. maí 2005 00:01
PSV komið í 2-0 gegn Milan PSV Eindhoven frá Hollandi var rétt í þessu að komast í 2-0 gegn AC Milan í síðari undanúrslitaleik liðanna í meistaradeildinni, en leikurinn fer fram í Hollandi. Sport 4. maí 2005 00:01
Milan í úrslit meistaradeildar Lokamínútur viðureignar PSV og AC Milan voru æsilegar og dramatískar, en AC Milan hefur tryggt sér farseðilinn í úrslitaleikinn við Liverpool, þrátt fyrir 3-1 tap í kvöld. Massimo Ambrosini minnkaði muninn fyrir AC Milan á lokamínútu venjulegs leiktíma. Sport 4. maí 2005 00:01
Benitez sama hverjum hann mætir Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sér sé alveg sama hvaða liði sitt lið mæti í úrslitaleik meistaradeildarinnar, sínir menn séu staðráðnir í að vinna. Sport 4. maí 2005 00:01
PSV í framherjavandræðum Hollensku meistararnir í PSV Eindhoven eiga í vandræðum með meiðsli framherja sinna og óvíst er með það hverjir verða í fremstu víglínu í leiknum við AC Milan í meistaradeildinni í kvöld. Sport 4. maí 2005 00:01
Stam þakkar heppninni Jaap Stam varnarmaður AC Milan segir lið sitt hafa verið heppið að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Milan sló út hollenska liðið PSV Eindhoven í undanúrslitunum þrátt fyrir 3-1 tap í Hollandi í kvöld. "...Við lékum lékum ekkert sérstaklega vel ..." Mark van Bommel miðjumaður PSV gat ekki leynt vonbrigðum sínum. "<em>Við áttum skilið að vinna.."</em> Sport 4. maí 2005 00:01