Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Til forseta Ekvador

Á dögunum gaf Rafael Correa, forseti Ekvador, þá yfirlýsingu að hann hygðist heimila olíuborun í Yasuni-þjóðgarðinum. Yfirlýsingin veldur sárum vonbrigðum en áður höfðu stjórnvöld í Ekvador lýst því yfir að þetta svæði yrði verndað enda væri það mikilvægt fyrir heiminn allan.

Skoðun
Fréttamynd

Arctic Circle og tækifærin í endurnýjanlegri orku

Um síðastliðna helgi fór fram ráðstefna um málefni norðurslóða í Reykjavík undir heitinu Arctic Circle. Ráðstefnan var eins konar samskiptatorg um norðurslóðamál í víðu samhengi þar sem saman komu um 1.000 manns

Skoðun
Fréttamynd

Hlýnunin ótvírætt mannanna verk

Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ.

Innlent
Fréttamynd

Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni

Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt.

Innlent
Fréttamynd

Geta erfiðlega skýrt hægari hlýnun jarðar

Loftslagsfræðingar eiga í vandræðum með að útskýra af hverju hægt hefur á hlýnun jarðar. Efasemdarmenn telja sig geta hrósað sigri þótt hlýnunin haldi áfram. Æ betur kemur í ljós að hún er mönnum að kenna.

Erlent
Fréttamynd

Fjárfesta fyrir 2,1 milljarð

Icelandic Tourism Fund, nýr framtakssjóður í eigu Icelandair Group, Landsbankans og nokkurra lífeyrissjóða, hefur fjárfest í tveimur stórum verkefnum í afþreyingu fyrir ferðamenn. Frekari fjárfestingar eru á teikniborðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Súrnun sjávar hraðari við strendur Íslands

Sýrustig sjávar lækkar hraðar við strendur Íslands en á öðrum hafsvæðum í heiminum að sögn Jóns Ólafssonar prófessors í haffræði. Súrnun sjávar er orðið alþjóðlegt vandamál og ógnar lífríki sjávar.

Innlent
Fréttamynd

Flugvöllurinn og hlýnun jarðar

Hlýnun jarðar og fyrirséð hækkun sjávarborðs eru Páli Bergþórssyni, veðurfræðingi og fyrrverandi forstjóra Veðurstofunnar, hugleikin í færslu sem hann ritar á Facebook. Fyrirséð er að til aldamóta megi gera ráð fyrir að sjávarstaða hækki um einn til tvo metra í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Tækifæri í óheillaþróun

Ummæli forseta Íslands um möguleika á því að koma upp risahöfn í Maine í Bandaríkjunum hafa vakið athygli vestra. Forsetinn fjallaði um tækifærin sem felast í bráðnun íss á Norðurskautinu á Alþjóðaviðskiptadegi Maine í Portland í Bandaríkjunum á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Nýja sýn á norðrið

Hlýnun jarðar breytir lífsskilyrðum jarðarbúa afar hratt. Á norðurslóðum eru breytingarnar hraðari en flesta óraði fyrir. Mönnum er tíðrætt um tækifærin sem fylgja en minna heyrist um vandkvæðin.

Skoðun
Fréttamynd

Hvetja fólk til að borða fleiri skordýr

„Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“

Erlent
Fréttamynd

Endurvinnsla: Safnast þegar saman kemur

Við búum á einstakri plánetu sem okkur er kleift að lifa á vegna ýmissa þátta. Má þar til dæmis nefna að súrefnismagn er hæfilegt og hitastig innan þægilegra marka (þó að við kvörtum nú oft yfir því). Þessir þættir eru viðkvæmir fyrir breytingum og breytingar gætu leitt til þess að aðstæður verði okkur ekki jafn ákjósanlegar.

Skoðun
Fréttamynd

Allir flokkarnir vilja efla landgræðslu

Umhverfismál ber ekki hátt í stefnuskrám flokkanna að þessu sinni. Fréttablaðið þurfti að leita misdjúpt í samþykktum þeirra til þess að finna eitthvað um málaflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Fylgjast með útblæstri herflugvéla

Egypski og ísraelski herinn, kínversk flugfélög, stefnumótasíðan dating.dk og líbanskt flugfélag. Þetta eru dæmi um þá flugrekendur sem skráðir eru á Íslandi og eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þegar kemur að útblástursmálum.

Innlent
Fréttamynd

Aukið samstarf gæti skilað miklu

Mikil tækifæri eru falin í auknu samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í þróun jarðhitanýtingar um heim allan. Þetta segir Jay Nathwani, yfirmaður jarðhitamála hjá Orkustofnun Bandaríkjanna. Markaðurinn hitti Nathwani fyrir þegar hann var hér á landi fyrir skemmstu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldgos tempra hlýnun jarðar

Lofttegundir sem eldfjöll spúðu út í andrúmsloftið gætu skýrt hvers vegna spár um hækkandi hitastig á fyrsta áratug aldarinnar gengu ekki eftir, að mati vísindamanna við Colorado-háskóla í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Hlýindaskeið er við að ná hámarki sínu

Alþjóðlegar spár um loftslag taka alla jafna ekki mið af sveifluáhrifum vegna hafíss á norðurhveli. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir sjálfvirkar sveiflur í ísnum valda 25 til 40 ára tímabilum hlýinda og kulda á víxl.

Innlent
Fréttamynd

Vill pólitíkusa frá samningaborðinu

Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir ljóst að stjórnmálamönnum hafi mistekist að leysa makríldeiluna. Tími sé kominn til að hleypa hagsmunaaðilum að samningaborðinu.

Innlent
Fréttamynd

Skipulagðir glæpir gætu fylgt siglingum

Meiri áherslu verður að leggja á öryggismál á norðurslóðum í kjölfar bráðnunar íshellunnar og aukinna siglinga á svæðinu. Siglingarnar munu gefa skipulagðri glæpastarfsemi tækifæri sem verður að bregðast við í tíma.

Innlent
Fréttamynd

Loftslagsbjörgun fyrir 36 milljarða dollara?

Flestöllum er ljóst að erfitt getur orðið að ná því marki að halda hlýnun loftslagsins innan við 2°C af meðalhita jarðar (undanfarin hækkun er aðeins 0,8°). Fátt hefur gerst sem miðar að verulegum hömlum á losun gróðurhúsagasa og eyðingu skóga. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga þarf græna raforku, samgöngur með stórlega minni koldíoxíðmengun og orkusparnaðartækni til að ná markinu. Í þýska ritinu Wirtschaftswoche (21.01.13) kemur fram að með því að bæta 36 milljörðum Bandaríkjadollara við þá 96 milljarða Bandaríkjadollara sem ríkistjórnir heims eyða í málaflokkana, næðist í mark í kapphlaupinu um framtíð mannkyns. Þetta eru niðurstöður Green Growth Action Alliance, starfsfélags á vegum Alþjóða efnahagsþingsins (WEF) í Davos. Þar ráða alls konar áhrifamenn og minni spámenn ráðum sínum um þessar mundir. Upphæðin er víst mun lægri en sú sem Bandaríkjastjórn lagði fram vegna tjóns af fellibylnum Sandy í október síðastliðnum. Hvernig má þetta vera?

Skoðun
Fréttamynd

Telur hlýnun jarðar kalla á nýja nálgun

Alþjóðleg ráðstefna á Akureyri um álitaefni norðurslóða, með nýtingu fiskistofna í forgrunni, er hugmynd Steingríms J. Sigfússonar atvinnumálaráðherra. Hann telur aðferðafræðina að baki samningum um flökkustofna gengna sér til húðar.

Innlent
Fréttamynd

Drættir í heildarmynd óskast

Í stjórnmálum verða menn að sjá heildarmyndir og skoða margvísleg rök –ekki aðeins ræða þau sem henta einu sjónarmiði hverju sinni. Sé það ekki gert vaknar tortryggni og vantraust. Náttúrunytjar eru ein af undirstöðum samfélagsins. Brýnt er að menn læri af fortíðinni í þeim efnum og horfist í augu við framtíðina eins og gerst má sjá hana hverju sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Enn loga eldar í Ástralíu

Ekkert lát er á skógareldunum í Ástralíu. Slökkviliðsmenn berjast nú við hátt í hundrað elda sem brenna í Nýju Suður-Wales, Viktoríuríki og Tasmaníu.

Erlent
Fréttamynd

Olíuleitarleyfi á Drekasvæðinu

Fyrir ríflega viku voru veitt tvö sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á svokölluðu Drekasvæði. Útgáfa leyfa nú er áfangi á langri leið, hvort sem við lítum til borunar rannsóknarholu í Flatey á Skjálfanda upp úr 1980 eða rekjum upphafið til ályktunar Alþingis frá 1997 um skipun starfshóps um "hvort rétt sé að hefja markvissar rannsóknir á því hvort að olía eða gas finnist á landgrunni Íslands“.

Skoðun