Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Erlent 23. desember 2017 09:25
Landnotkun manna hefur helmingað kolefnisbindingu gróðurs Gróður á jörðinni bindur nú um 450 milljarða tonna af kolefni en gæti bundið rúmlega tvöfalt meira ef ekki væri fyrir landnotkun manna. Erlent 21. desember 2017 21:00
Efast um skilaboðin með minni lækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir ríkisstjórnin stefni á kolefnishlutleysi innan 23 ára leggur hún til minni hækkun kolefnisgjalds en fyrri ríkisstjórn. Innlent 14. desember 2017 14:45
Hlýnunin á norðurskautinu fordæmalaus í 1.500 ár Norðurskautið hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar. Erlent 13. desember 2017 14:54
Íslenskur sjávarútvegur sýni sérstakt fordæmi í umhverfismálum Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi birtu í dag skýrslu þar sem fram kemur að eldsneytisnotkun í íslenskum sjávarútvegi hefur dregist saman um 43 prósent frá 1990. Framkvæmdastjóri SFS sér fram á að hægt verði að líta á greinina sem fordæmi í umhverfismálum á alþjóðavísu. Viðskipti innlent 12. desember 2017 11:22
Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Þegar miðað er við áframhaldandi mikla losun spá líkön sem lýsa best núverandi aðstæðum í loftslagi jarðar um 15% meiri hlýnun en önnur. Erlent 7. desember 2017 14:44
Koma í veg fyrir stjórnlausar fiskveiðar í Norður-Íshafi Samkomulag sem hópur þjóða hefur náð saman um felur í sér fyrirbyggjandi aðgerðir til að forðast stjórnlausar veiðar þegar ís heldur áfram að hverfa á norðurskautinu af völdum loftslagsbreytinga. Innlent 2. desember 2017 07:46
Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. Innlent 30. nóvember 2017 11:45
Hækkandi sjávarmál leysir kjarnorkuúrgang úr læðingi 85.000 rúmmetrar geislavirks úrgangs eftir kjarnorkutilraunir Bandaríkjamanna í Kyrahafi gætu losnað út í umhverfið með auknum ágangi sjávar vegna loftslagsbreytinga. Erlent 27. nóvember 2017 15:30
Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Hlýnun jarðar þýðir að líkurnar á hamfaraflóðum líkum því sem fylgdi fellibylnum Harvey í sumar hafi þegar aukist og verði enn meiri þegar líður á öldina. Erlent 14. nóvember 2017 15:20
Mótmælendur bauluðu á bandarísku sendinefndina á loftslagsfundi SÞ Á stórri alþjóðlegri ráðstefnu þar sem rætt er um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofftegunda talaði bandaríska sendinefndin fyrir áframhaldandi notkun jarðefnaeldsneytis. Erlent 14. nóvember 2017 11:08
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. Erlent 13. nóvember 2017 11:25
Enginn umhverfisráðherra á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra, situr heima á meðan ríki heims funda um loftslagsmál í Þýskalandi. Innlent 9. nóvember 2017 15:45
Frakkar draga í land varðandi nýtingu kjarnorku Ríkisstjórn Frakklands telur ólíklegt að Frökkum muni takast að ná markmiðum fyrri ríkisstjórnar um að draga úr hlutfalli kjarnorku í raforkuframleiðslu sinni um 50 prósent fram til ársins 2025. Erlent 8. nóvember 2017 11:39
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. Erlent 7. nóvember 2017 15:27
Hvíta húsið reynir að gera lítið úr meiriháttar loftslagsskýrslu Í yfirlýsingu um nýja loftslagsskýrslu alríkisstjórnarinnar étur Hvíta hússið upp gamla tuggu þeirra sem afneita niðurstöðum loftslagsvísinda. Erlent 4. nóvember 2017 11:06
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. Erlent 3. nóvember 2017 15:39
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. Erlent 3. nóvember 2017 10:58
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Erlent 3. nóvember 2017 10:17
James Bond myndi varla þekkja aftur Jökulsárlón Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn er frá því Jökulsárlón birtist fyrst í alþjóðlegri stórmynd hefur lónið tvöfaldast að stærð, náð að verða dýpsta vatn Íslands og jökuljaðarinn hefur skroppið saman um 3-4 kílómetra. Innlent 1. nóvember 2017 22:00
Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Nýjar tölur um magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum benda til þess að erfitt verði að ná markmiðum um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C. Erlent 30. október 2017 10:39
Þrír flokkar fá falleinkun í loftslagsmálum Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá falleinkun í úttekt hópsins París 1,5 á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum. Innlent 25. október 2017 10:01
Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Eitt af hverjum sex dauðsföllum árið 2015 er rakið til mengunar. Erlent 20. október 2017 06:43
2017 stefnir í að verða næsthlýjasta árið frá upphafi mælinga September var sá fjórði hlýjasti frá upphafi mælinga en þeir tíu hlýjustu hafa allir orðið á þessari öld. Erlent 19. október 2017 14:47
Trump getur ekki afnumið loftslagsaðgerðir með töfrasprota Vísindaráðgjafi Baracks Obama varar hins vegar við skaðanum sem Bandaríkjaforseti getur valdið á loftslagsaðgerðum í samtíð og framtíð. Erlent 19. október 2017 13:45
Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. Innlent 18. október 2017 10:30
Ný mið gætu opnast í Norður-Íshafi Íslendingar gætu haft hagsmuni af fiskveiðum í Norður-Íshafi í framtíðinni. Þetta segir sérfræðingur hjá Utanríkisráðuneytinu, en hafsvæðið tekur nú miklum breytingum samhliða hlýnun jarðar. Innlent 15. október 2017 19:30
Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Spár fyrir þessa öld gera ráð fyrir að úrkoma aukist með áframhaldandi hnattrænni hlýnun, ekki síst á votviðrasömum svæðum. Milljónatjón hefur orðið í flóðum á austanverðu landinu í sumar og haust. Innlent 13. október 2017 11:30
Ísland vegi skaðann af olíulekum á móti ábata af vinnslu á norðurslóðum Fyrrverandi vísindaráðgjafi Baracks Obama segir að íslensk stjórnvöld ættu að kanna hvort þau búi yfir innviðum til að takast á við olíuslys áður en þau heimila vinnslu í Norður-Íshafinu. Innlent 13. október 2017 09:30
Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Innlent 12. október 2017 20:58