Þúsundir í einangrun með óvirkt smit? Ég spurði heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir fimm dögum hvers vegna staðið væri að skimunum á landamærum og innanlands með mismunandi hætti. Skoðun 25. janúar 2022 18:30
Brúðguminn greindist með Covid nokkrum dögum fyrir brúðkaupið Samfélasmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda giftist Markusi Bande við litla og fallega athöfn í ráðhúsinu í Þýskalandi um helgina þar sem tíu manna samkomutakmarkanir voru í gangi. Ellefu dögum fyrir brúðkaupið greindist Markus með Covid og við tóku taugatrekkjandi dagar í von um að Katrín myndi sleppa við veiruna svo ekki þyrfti að fresta brúðkaupinu. Lífið 25. janúar 2022 18:06
Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. Innlent 25. janúar 2022 17:44
Þríeykið verður á upplýsingafundi á morgun Þríeykið mætir enn og aftur til leiks á upplýsingafundi á morgun en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknir hafa boðað til fundar klukkan ellefu. Innlent 25. janúar 2022 17:18
Hálfur milljarður í menningargeirann Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um hálfs milljarðs króna framlag til menningargeirans vegna áhrifa sem hann hefur orðið fyrir vegna Covid-19 faraldursins. Menning 25. janúar 2022 13:19
Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. Innlent 25. janúar 2022 13:07
Björgvin Páll greindist aftur og Elliði kominn með veiruna Björgvin Páll Gústavsson og Elliði Snær Viðarsson fengu jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í morgun. Þeir bíða eftir niðurstöðu PCR-prófs. Handbolti 25. janúar 2022 12:47
Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Innlent 25. janúar 2022 12:17
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. Erlent 25. janúar 2022 11:08
1.558 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 1.558 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 55 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst innanlands á einum sólarhring hér á landi frá upphafi faraldursins, en fyrri metdagur var 30. desember síðastliðinn þar sem 1.553 greindust innanlands. Innlent 25. janúar 2022 11:00
Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. Innlent 25. janúar 2022 10:39
37 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 37 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Innlent 25. janúar 2022 10:19
Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á áttræðisaldri lést vegna Covid-19 á gjörgæslu Landspítalans í gær. Innlent 25. janúar 2022 10:11
Ógilti grímuskyldu sem ríkisstjóri hafði sett upp á sitt eindæmi Dómari í New York ríki ógilti í gærkvöldi grímuskyldu sem ríkistjórinn hafði sett upp á sitt eindæmi og gilti víða um ríkið. Erlent 25. janúar 2022 06:59
Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. Innlent 24. janúar 2022 23:20
Hálfdapurleg viðtöl úr fyrri hálfleik í Laugardalshöll Bjartsýnin réð ríkjum þegar nokkur fjöldi fólks var bólusettur yfir leik landsliðsins gegn Króötum í dag. Enda lokaði í bólusetningunni í hálfleik. Innlent 24. janúar 2022 22:53
„Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk“ Við erum ekki í þessu til að negla fólk, heldur einfaldlega til að passa upp á hag okkar allra, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eftirlit með sóttvörnum er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en hátt í fimm hundruð sektir hafa verið gefnar út vegna brota á sóttvörnum. Innlent 24. janúar 2022 21:54
Meirihluti getur vel hugsað sér fjarvinnu eftir faraldurinn Tæp 40% Íslendinga hafa áhuga á að vinna að hluta til áfram í fjarvinnu eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Atvinnurekendur gætu séð sér hag í að senda fólk heim frekar en að borga fyrir atvinnuhúsnæði. Innlent 24. janúar 2022 21:23
Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. Erlent 24. janúar 2022 20:47
Engar sýnatökur fyrir fullbólusetta ferðalanga Frá 11. febrúar munu fullbólusettir einstaklingar ekki þurfa að fara í sýnatöku við komuna til Englands. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að hverfa frá kröfu um sýnatöku fyrir komuna til landsins. Samgönguráðherra Bretlands segir breytinguna stórt skref. Erlent 24. janúar 2022 19:00
Örvunarbólusetning ekki orðin virk hjá tveimur sem þurftu á gjörgæslu Tveir hafa þurft að leggjast inn á gjörgæslu eftir að hafa þegið örvunarskammt bóluefnis við Covid-19. Annar þeirra lagðist inn degi eftir örvun og hinn um viku eftir örvun, því teljast þeir ekki örvunarbólusettir í skilningi rannsóknarhóps Landspítala. Innlent 24. janúar 2022 18:48
Hjarðónæmi fyrir páska Sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson telja báðir líklegt að við verðum laus við faraldurinn fyrir páska. Tillögur að afléttingaráætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill afnema bæði sóttkví og einangrun. Innlent 24. janúar 2022 17:47
Bólusetningarvottorð grunnbólusettra aðeins tekin gild í níu mánuði Nýjar reglur um bólusetningarvottorð taka gildi eftir rúma viku en þá verða bólusetningarvottorð grunnbólusettra aðeins tekin gild í um níu mánuði frá seinni skammti. Þeir sem hafa fengið örvunarskammt fá ótímabundið bólusetningarvottorð. Innlent 24. janúar 2022 17:29
Heimapróf innkölluð vegna hættu á fölskum jákvæðum niðurstöðum Lyfjastofnun kallar inn tvær lotur af Genrui SARS-CoV-2 Antigen Test Kit (Colloidal Gold) sjálfsrófi vegna hættu á fölskum jákvæðum niðurstöðum við notkun prófsins. Neytendur 24. janúar 2022 16:15
John Stockton neitar að vera með grímu og gamli skólinn ógildir ársmiðana hans John Stockton, stoðsendingahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, má ekki lengur mæta á leiki gamla háskólans síns því hann neitar að bera grímu. Körfubolti 24. janúar 2022 15:30
Danir losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að breyta reglum um einangrun vegna kórónuveirusmita á þann veg að smitaðir einstaklingar losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir. Erlent 24. janúar 2022 14:23
Fimmtán greinst í tengslum við hópsýkingu á lyflækningadeild Sex sjúklingar og níu starfsmenn hafa greinst með Covid-19 á lyflækningadeild B7 á Landspítalanum í Fossvogi á síðustu dögum þar sem nokkuð útbreidd hópsýking er komin upp. Innlent 24. janúar 2022 14:04
Stutt gaman hjá Vigni sem greindist með veiruna Vignir Stefánsson getur ekki tekið þátt í leiknum gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. Hann greindist með kórónuveiruna. Handbolti 24. janúar 2022 13:12
Óttast skipsbrot rétt undan landi Lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu sjá fram á skipsbrot rétt undan landi komi stjórnvöld ekki til móts við þau. Talskona fimm hundruð fyrirtækja samstöðuhóps furðar sig á því að styrkir vegna tekjufalls veitingastaða í samkomutakmörkunum nái ekki einnig til þeirra þar sem afbókanir hafi streymt inn. Innlent 24. janúar 2022 12:35
Leggur til breytingar á sóttkví í dag og telur hugmyndir Kára ágætar Sóttvarnalæknir hyggst leggja til tilslakanir á reglum um sóttkví í vikunni og afléttingar á samkomutakmörkunum í þeirri næstu. Hann segir hugmynd Kára Stefánssonar um að afnema sóttkví og einangrun ekki svo vitlausa en telur þó skynsamlegra að gera það í skrefum. Innlent 24. janúar 2022 12:11