Subway Körfuboltakvöld: Tindastóll spilar hægan, fyrirsjáanlegan sóknarleik og verst verr en áður Íslandsmeistarar Tindastóls hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð og eru langt frá því að líkjast sínu besta formi. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir vandræðum liðsins. Körfubolti 27. janúar 2024 14:01
Fjórða besta stigasöfnun í sögu NBA Luka Doncic skoraði 73 stig í 148-143 sigri Dallas Mavericks gegn Atlanta Hawks. Aðeins tveir leikmenn í sögunni hafa skorað meira í einum leik en Luka gerði í gær. Körfubolti 27. janúar 2024 09:34
„Við þurfum ekki að stoppa hann“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir níu stiga sigur á Stjörnunni í 15. umferð Subway-deild karla í kvöld, 97-89. Körfubolti 26. janúar 2024 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. Körfubolti 26. janúar 2024 22:53
Kristinn ekki lengur einn: Stór stund hjá Sigmundi í kvöld Körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson mun í kvöld dæma sinn 800. deildarleik í efstu deild karla í kvöld þegar hann dæmir leik Keflavíkur og Stjörnunar í Subway deild karla. Körfubolti 26. janúar 2024 16:31
Þakklæti og sorg í senn: „Búinn að móta líf mitt“ Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir tilkynnti í gær að hún neyddist til að leggja körfuboltaskóna á hilluna vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Ákvörðunin sé þungbær, en sú eina rétta í stöðunni. Körfubolti 26. janúar 2024 08:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 90-79 | Fjórða tap Íslandsmeistaranna í röð Liðin sem hafa mæst í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár, Valur og Tindastóll, áttust við á Hlíðarenda í stórleik 15. umferðar Subway-deildar karla. Körfubolti 25. janúar 2024 22:52
Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Haukar 87-88 | Hamarsmenn grátlega nálægt fyrsta sigrinum Botnlið Hamars fékk Hauka í heimsókn. Heimamenn voru yfir í hálfleik og fjórði leikhluti var æsispennandi. Haukar unnu að lokum með minnsta mun 87-88 og fimmtánda tap Hamars í Subway-deildinni staðreynd. Körfubolti 25. janúar 2024 22:44
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. Körfubolti 25. janúar 2024 22:26
Halldór Karl: Aganefnd KKÍ tekur mál Ragnars mögulega fyrir í maí Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var hundfúll eftir eins stigs tap gegn Haukum á heimavelli. Hamar hefur tapað öllum fimmtán leikjunum í Subway-deildinni. Halldór var einnig allt annað en sáttur út í vinnubrögð KKÍ. Sport 25. janúar 2024 22:20
„Fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var eðlilega kátur í leikslok eftir þriggja stiga útisigur liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 25. janúar 2024 22:14
„Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið“ Íslandsmeistarar Tindastóls töpuðu sínum fjórða leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á útivelli gegn Val, lokatölur í N1-höllinni 90-79. Körfubolti 25. janúar 2024 22:10
„Náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá“ Njarðvíkingar fóru heldur létt með Álftnesinga í kvöld þegar liðin mættust í fullri Ljónagryfju í 15.umferð Subway deild karla í kvöld. Körfubolti 25. janúar 2024 21:46
Martin öflugur í óvæntum sigri Alba Berlín Alba Berlín hefur ekki riðið feitum hesti í EuroLeague, Evrópudeild karla í körfubolta, það sem af er leiktíð. Það kom því nokkuð á óvart þegar liðið sigraði Rauðu stjörnuna frá Serbíu sannfærandi í kvöld. Martin Hermannsson var í byrjunarliði Alba í leiknum. Körfubolti 25. janúar 2024 21:04
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Álftanes 89-51 | Gestirnir sáu aldrei til sólar Njarðvík lagði Álftanes af velli með 38 stiga mun 89-51 þegar liðin mættust í 15.umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 25. janúar 2024 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 84-106 |Fimm deildarsigrar í röð hjá Grindvíkingum Breiðablik tók á móti Grindavík á sameiginlegum heimavelli liðanna tveggja í Smáranum. Eftir jafnan leik framan af tók Grindavík fram úr snemma í seinni hálfleik og Breiðablik átti ekki afturkvæmt, lokatölur 84-106 Grindavíkursigur. Körfubolti 25. janúar 2024 21:00
Fegurðin við vörn Valsliðsins á móti Remy Martin Remy Martin hefur farið á kostum með Keflavíkurliðinu í vetur en hann lenti á vegg í síðasta leik. Vegg af vakandi Valsmönnum. Körfubolti 25. janúar 2024 16:20
Fer ekki á ÓL vegna hegðunar sinnar Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, spilar ekki með bandaríska körfuboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar vegna hegðunar sinnar á tímabilinu. Körfubolti 25. janúar 2024 14:00
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Keflavík 79-77 | Valskonur stöðvuðu Keflavíkurmulningsvélina Valskonur sýndu ótrúlegan karakter og færðu Keflavíkurkonum sinn annan ósigur í vetur í dramatískum leik. Téa Adams skoraði sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir. Körfubolti 24. janúar 2024 23:24
Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik. Körfubolti 24. janúar 2024 22:59
Bjarni lætur af störfum hjá Haukum Bjarni Magnússon þjálfari kvennaliðs Hauka í Subway deild kvenna hefur óskað eftir því að láta af störfum sem þjálfari liðsins vegna persónulegra ástæðna. Körfubolti 24. janúar 2024 18:45
Ráku óvænt þjálfarann og ráða Doc Rivers Milwaukee Bucks rak í gær óvænt þjálfara sinn Adrian Griffin og félagið leitaði til reynsluboltans Doc Rivers um að taka við liðinu. Körfubolti 24. janúar 2024 15:01
Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. Körfubolti 24. janúar 2024 13:29
Nei eða já: Jokic er orðinn besti evrópski leikmaður allra tíma Eins og svo oft áður fóru strákarnir í Lögmáli leiksins um víðan völl í liðnum Nei eða já í síðasta þætti. Körfubolti 23. janúar 2024 23:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 74-65 | Haukar höfðu betur gegn Stjörnunni Haukar unnu níu stiga sigur gegn Stjörnunni í Ólafssal 74-65. Heimakonur tóku frumkvæðið og gerðu fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. Körfubolti 23. janúar 2024 21:28
Bjarni: Það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar tali um annað Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með níu stiga sigur gegn Stjörnunni 74-65. Bjarni var sérstaklega ánægður með hvernig liðið setti tóninn í upphafi leiks. Sport 23. janúar 2024 21:20
Öruggur sigur Njarðvíkinga Njarðvík vann öruggan 33 stiga sigur er liðið heimsótti Snæfell í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 59-92. Körfubolti 23. janúar 2024 20:57
Grindvíkingar ekki í vandræðum fyrir norðan Grindavík vann öruggan þrettán stiga sigur er liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 72-85. Körfubolti 23. janúar 2024 19:57
Hneigði sig fyrir stuðningsmönnum Stólanna: „Týpan Deandre Kane“ Deandre Kane átti mikinn þátt í sigri Grindavíkur á heimavelli Íslandsmeistara Tindastóls í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Subway Körfuboltakvöld skoðaði aðeins betur þennan öfluga leikmann og allt sem honum fylgir. Körfubolti 23. janúar 2024 15:00
Isabella aftur til Njarðvíkur Isabella Ósk Sigurðardóttir, landsliðskona í körfubolta, er gengin í raðir Njarðvíkur á ný og klárar tímabilið með liðinu. Körfubolti 23. janúar 2024 14:21