Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Haukar styrkja sig fyrir komandi tíma­bil

Sólrún Inga Gísladóttir hefur samið við silfurlið Hauka um að leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfubolta næstu þrjú árin. Sólrún Inga hefur undanfarin ár leikið með Coastal Georgia Mariners í bandaríska háskólaboltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Landsliðsmaður heim á Krókinn

Sigtryggur Arnar Björnsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur ákveðið að snúa aftur heim úr atvinnumennsku og spila með Tindastóli á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt“

Milwaukee Bucks náðu í nótt 2-1 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar með 113-102 sigri gegn Atlanta Hawks. Khris Middleton átti risastóran þátt í sigrinum og skoraði fleiri stig en Atlanta í fjórða leikhlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Darri sagður hættur hjá KR

Darri Freyr Atlason er hættur sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta og einn af dáðustu sveinum þessa sigursæla liðs, Helgi Már Magnússon, gæti verið að taka við liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Loksins hnigu Sólirnar til viðar

Los Angeles Clippers eru orðnir þaulæfðir í því að lenda 2-0 undir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en ná alltaf að svara fyrir sig. Þeir unnu Phoenix Suns 106-92 í nótt í úrslitum vesturdeildarinnar og minnkuðu muninn í 2-1.

Körfubolti