Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum

Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar vann stórsigur í Íslendingaslag | Tryggvi og félagar töpuðu

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Antwerp Giants unnu 32 stiga stórsigur gegn Þóri Þorbjarnarsyni og félögum hans í Zwolle í belgísku deildinni í körfubolta í kvöld, 102-70. Þá þurftu Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza að sætta sig við tíu stiga tap gegn Gran Canaria á Spáni, 86-76.

Körfubolti
Fréttamynd

Stór­feng­legur LeBron setti met er Lakers vann loks leik

Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Einn bar höfuð og herðar yfir aðra en Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors þökk sé lygilegri frammistöðu LeBron James. Þá steig Spence Dinwiddie upp hjá Dallas Mavericks í fjarveru Luka Dončić.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel: Þakið á þessu liði er mjög hátt

Pavel Ermolinskij var sýnilega mjög ánægður með sína menn í dag og úrslitin sem Valur náði í gegn Keflvíkingum. Valsmenn voru með undirtökin lengi vel í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og uppskáru að lokum 88-74 sigur sem lyftir þeim upp í fjórða sæti deildarinnar og nær Keflavík.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvíst hvenær Ben Simmons verður klár

Mikið fjaðrafok myndaðist á lokadegi félagaskiptagluggans í NBA-deildinni í körfubolta þegar Ben Simmons færði sig loks um set frá Philadelphia 76ers til Brooklyn Nets. Simmons hefur hins vegar ekki enn spilað vegna meiðsla og er óvist hvenær hann snýr aftur.

Körfubolti
Fréttamynd

Baldur Þór: Við höfum trú á þessu

Tindastóll vann mikilvægan heimasigur á Stjörnunni. Lokatölur 94-88 og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, segir að hann og leikmenn liðsins hafi trú á verkefninu sem framundan er.

Körfubolti
Fréttamynd

Íslandsmeistararnir felldu nafna sína

Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn unnu góðan sjö stiga sigur, 95-88, er liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Tap Akureyringa þýðir að liðið er fallið úr efstu deild.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik - Njarð­vík  116-120 | Njarð­víkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik

Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur

Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Yfir­lýsing til Körfu­knatt­leiks­sam­bands Ís­lands (KKÍ)

„KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug“ er fyrirsögnin þar sem yfirlýsing stjórnar KKÍ var birt og þeir árétta ásakanirnar. Það fyrsta sem þeir árétta er að árið 2009 hafi þjálfara kvennalandsliðsins í körfubolta verið sagt upp vegna trúnaðarbrests og með því halda þeir áfram þöggunartilburðum.

Skoðun