Sigrún orðin sú frákastahæsta í sögunni Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sló um helgina metið yfir flest fráköst í efstu deild kvenna í körfubolta. Það gerði hún í sigri Fjölnis í Grindavík. Körfubolti 28. mars 2022 13:31
Fjárhagsvandræðin nálgast neyðarstig Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er með til skoðunar fjárhagsvandræði körfuknattleiksdeildar Vestra eftir að deildin óskaði eftir aðstoð vegna afar slæmrar rekstrarstöðu. Körfubolti 28. mars 2022 08:30
Boston á toppinn en snemmbúið sumarfrí blasir við Lakers Með sjötta sigri sínum í röð í gærkvöld eru Boston Celtics komnir á topp austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. LA Lakers er hins vegar í mikilli hættu á að missa algjörlega af úrslitakeppninni. Körfubolti 28. mars 2022 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan Þór Akureyri og KR mættust í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta á Akureyri í kvöld. Körfubolti 27. mars 2022 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 96-88 | Valur vann í kaflaskiptum leik Valur vann 96-88 sigur þegar liðið fékk Breiðablik í heimsókn í Origo-höllina að Hlíðarenda í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta karla í kvöld. Körfubolti 27. mars 2022 21:53
„Þakklátur að fara héðan með sigur“ KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93. Körfubolti 27. mars 2022 21:47
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu Reynslusigur Njarðvíkur í Seljaskóla í kvöld og enn einn leikurinn sem ÍR kastar frá sér í Subway deildinni í körfubolta. Körfubolti 27. mars 2022 21:20
„Leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum“ ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor. Körfubolti 27. mars 2022 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 73-65| Annar tapleikur Hauka eftir bikarmeistaratitil Valur vann toppslaginn gegn Haukum í Subway-deild kvenna 73-65. Þetta var annar leikurinn í röð sem Haukar tapa eftir að hafa unnið VÍS-bikarinn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 27. mars 2022 20:08
„Þetta er það sem koma skal í úrslitakeppninni“ Valur vann afar mikilvægan sigur á Haukum 73-65. Eftir dapran fyrri hálfleik fór Valur á kostum í þriðja leikhluta sem Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var afar kátur með. Sport 27. mars 2022 19:45
Eldur kviknaði í Scotiabank höllinni í Toronto Leik Raptors og Pacers var frestað tímabundið í nótt og Scotiabank höllin í Toronto var rýmd vegna elds sem kviknaði í hátalara í rjáfri hallarinnar. Körfubolti 27. mars 2022 16:30
Elvar og félagar töpuðu í framlengingu Elvar Már Friðriksson og félagar í belgíska liðinu Antwerp Giants töpuðu 93-95 í framlengdum leik gegn Donar Groningen í BNXT deildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 27. mars 2022 15:19
Jón Axel stigahæstur í tapi gegn Bayern Jón Axel Guðmundsson og félagar í Crailsheim Merlins töpuðu gegn Bayern München á útivelli í þýsku BBL deildinni í körfubolta, 93-64. Körfubolti 27. mars 2022 15:00
Stefnir allt í harða baráttu um toppsæti austurdeildar NBA Það verður hart barist um síðustu sætin í úrslitakeppninni NBA nú þegar líður á seinni hluta deildarkeppninnar. Á nokkrum vígvöllum í töflunni í báðum deildum munar ekki nema einum sigri á milli sæta. Eftir fjórða tap Heat í röð munar einungis hálfum sigurleik á milli liðanna í efstu fjóru sætum austurdeildar. Körfubolti 27. mars 2022 10:00
Körfuboltakvöld: Sigtryggur Arnar á spjöld sögunnar á Króknum Sigtryggur Arnar Björnsson var atkvæðamikill í stórsigri Tindastóls á Keflavík í 20.umferð Subway deildarinnar í körfubolta á dögunum. Körfubolti 27. mars 2022 09:01
Körfuboltakvöld: Framlenging 20.umferðar Framlengingin er fastur liður í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar. Körfubolti 26. mars 2022 22:31
Keflavík vann öruggan sigur á Blikum Keflavík gerði góða ferð í Kópavoginn í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 26. mars 2022 21:07
Tryggvi og félagar næstneðstir eftir tap í fallbaráttuslag Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza eru í slæmum málum í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir tap í fallbaráttuslag í dag. Körfubolti 26. mars 2022 19:09
Dramatískur sigur Fjölnis í Grindavík Fjölnir steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Subway deildinni í körfubolta með torsóttum sigri á Grindavík í dag. Körfubolti 26. mars 2022 19:01
Úrslit næturnar í NBA Það var nóg af fjöri í NBA körfuboltanum í nótt. Körfubolti 26. mars 2022 09:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Stjarnan 91-83 | Bikarmeistararnir töpuðu í Ljónagryfjunni Njarðvíkingar tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnnunnar með það markmið að minnka forskot Þórs Þorlákshafnar á toppi Subway-deildar karla og bæta fyrir stóran skell í síðasta leik liðsins í Ljónagryfjunni. Körfubolti 25. mars 2022 23:30
Benedikt: Sýndum mikið hjarta í leiknum Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með átta stiga sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar 91-83. Sport 25. mars 2022 22:25
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík-ÍR 89-86 | Sjáðu flautuþrist EC Matthews sem tryggði Grindavík sætan sigur EC Matthews var hetja Grindavíkur í kvöld en hann tryggði liðinu sigur með flautukörfu gegn ÍR í Subway-deildinni. Von ÍR um sæti í úrslitakeppninni er afar veik eftir tapið. Körfubolti 25. mars 2022 21:00
Friðrik Ingi: Ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld „Þetta var bara villa. Hann er með lítinn skurð á enninu sem blæðir úr þannig að það segir allt sem segja þarf,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari ÍR sem vildi villu í síðustu sókn ÍR í tapleiknum gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 25. mars 2022 20:31
Chris Paul sneri aftur þegar Sólirnar geirnegldu toppsætið Chris Paul sneri aftur eftir fimm vikna fjarveru vegna meiðsla þegar Phoenix Suns vann útisigur á Denver Nuggets, 130-140, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 25. mars 2022 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 101-76 | Stólarnir unnið fimm í röð Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Heimamenn náðu góðum tökum á leiknum í upphafi en gestirnir voru aldrei langt undan og hótuðu endurkomu. Eftir að Keflavík kom muninum niður í 3 stig í þriðja leikhluta skildu leiðir og Tindastóll sigraði að lokum. Lokatölur 101-76. Körfubolti 24. mars 2022 23:59
„Ætlum að reyna að vinna rest og sjá hvað gerist“ Tindastóll vann mikilvægan sigur á löskuðu liði Keflavík í kvöld. Lokatölur 101-76. Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik og endaði með 35 stig, átta fráköst, sjö stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Af þessum 35 stigum komu 30 fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem Arnar setti niður tíu af 18 skotum. Körfubolti 24. mars 2022 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. Körfubolti 24. mars 2022 22:11
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Ak 129-84 | Skyldusigur hjá heimamönnum Valur átti ekki í miklum vandræðum með að næla sér í tvö stig þegar liðið fékk Þór Akureyri í heimsókn í Origo-höllina að Hlíðarenda í 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 24. mars 2022 21:36
„Þeir gripu gæsina og gerðu það sem þeir gera best“ Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra háðu í kvöld lokabaráttu sína um að halda sæti sínu í Subway-deildinni að ári. Með sigri í kvöld hefði liðið ennþá átt tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi og sást það á leik þeirra framan af að það var allt undir. Í lokaleikhlutanum tóku heimamenn þó öll völd á vellinum, og vildi Pétur meina að hans menn hefðu einfaldlega klárað allt sem þeir áttu á tanknum í fyrstu þremur leikhlutunum Körfubolti 24. mars 2022 21:30